Stefnir - 06.06.1900, Blaðsíða 2
34
\
✓
spítalabrautin fjekk uppfy]lingarhl,ífina fyrir
framan sig.-‘ En pað eru mörg fleiri hand-
arvikiu í bænum á vorin, og eigi sízt nú.
þau eru ekki fá dagsverkin við að búa
undir og sá í upp undir 20 dagsláttur af
kurtöplu- og rófugörðum, sem þeir eiga, og
auk þess aðryðjaog girða um 2 dagsláttur,
sem þeir hafa bætt við í vor, ogþettaþarf
allt að vera klappað og klárt um fardaga,
eigi allt að þykja í lagi, og nágrannarnir
eigi að stinga saman nefjum um slóðaskap
þeirra, er aptur úr dragast. Eigi veiður
heldur á svipstundu lokið vorverkum að
þeim 130 dagsláttum af túni. sem bæjar-
menn hafa til ræktunar. Svo verður og
mótekja með meira inóti i vor, og tekur hún
upp allmikla vinnu. Atvinnuleysinu er því
ekki að kvíða í bænum á vorin meðan þessu
íur fram og fólkið er eigi fieira, en það
enn er. J>ess ber og að gæta, að allmargt
af vinnufærum mönnum fer á þilskipin
strax í apríl, fiskiverkun er hjer og nokkur.
fyrirdrættir fyrir sild og kola og si. '.veiði
í lagnet að vanda, þótt þorskveiðin sje eun
því nær engin.
II.
Fjölmenn samkoma var á Möðruvöllum
í flörgórdal 26. f. m. Var það 20 ára
minningarsamkoma um tilveru skólans þar,
og hafði verið fyrirhuguð og ákveðin af
skólapiltum fyrstu ár skólans. Samkomu
þessa sóttu yfir hundrað gamlir og riýir
Möðruvi llingar. Voru þar kvæði sung-
in eptir sira Matth. Pál barnakennara o. 11.,
ljósmyndir voru teknar af samkomunni og
ákveðið að gefa út minningarrit um liana.
Margir sem þar voru sögðu að samkoma
þessi liefði farið prýðsvel fram.
III.
Heybirgðir voru almennt í sveitum með
mesta móti í vor, og sumir fyrna. Skepnu-
höld eru víðast góð, og sauðfje hefir verið
í hærra verði en í fyrra. Kýr eru og
dýrari og ekla á þeim,
Ýmsir hafa skipt um bústaði í vor:
Sigtr. Jónsson á Espihóli fiutti á Akureyri.
• 1 ósep Helgason fór að Espihóli, Jón í
Peykliúsum að Syðra-Laugalandi, en Jón
í HvassaíeÍli í Reykhús, Arni á Skugga-
björgum í Hvassafell, en J>orst. þorsteins-
son í Skuggabjörg.
IV.
\mist í ökla eða evru vill vaðallinn
stundum veiða á framfarabrautinni hjá
mönnum. Á árunum var tiest ódýrara i
reikninga hjá kanpmönhum, og þá var eigi
sjerlega glæsilegt að standa með peninga
við búðarborðið, sízt ef um lítið var að
ræða, en svo komu tímar og nýir kaup-
menn komu til sögunnar, natnir við að tína
upp smápeningana og aurana hjá fólki fyr-
ir ivið lægra verð en aðrir, síðan var farið
í rammasta prósentureikning móti pening-
um, þó helzt eigi hjá þeim stærri nema
fiinm krónur væru í boði eða meira, komst
sá reikningur mjög í tízku, og þótti eitt af
lifsskilyrðum tóvjelanna og ábyrgðarfjelags-
ms ábyrgðarlausa; en uú í sumar hættu
þeir stærri við allan hundraðs reikning og
kváðu upp úr með ákveðið verð á mörgum
vörum gegn peningum, og það svo lágt oð
jafnvel sjálfum Thomsen hvað hafa þótt nóg
ura, en livað er svo orðið af reikninga og
vöruverðinu, sem einhver sagði að væri sitt
hvað. Af því fara færri sögur, en er að
sögn í öðru eða þriðja veldi fyrir ofan pen-
ingaverðið. Eigi er þess getið að Sigvaldi
eða aðrir Jónsvíkingar sjeu enn þá flúnir
af verslunarmarkaðinum, þótt upp á þessu
hafi nú verið tekið, og eigi lasta þeir þetta
sem auraráðin liafá. Mjer, sem þetta
skrifa, datt í hug gamall bóndi, sem jeg
varð einu sinni samferða úr kaupstað, þeg-
ar jeg heyrði þessa verðlækkun gegn pen-
ingum, hann hafði einn hest undir reiðingi
og var kornhálf'tunna öðru megin, en ts.ll-
margir skjattar samanbutulnir hinu megin,
reiðingurinn fór ílla, aptasta gjörðin var
aptur í nára en laustgirt, alltaf var áhalli
á hestinum, var svo að sjá fvrst lengi, sem
hálftunnan væri þyngri, og bóndi var að
smá taka í, en allt fór á sömu leið, þar til
hann hljóp af baki, tautaði eitthvað í hljóði
og þreif svo rækilega í skjatta megin, að
nærri því snaraðist af, og eptir það var á-
hallinn allt af þeim megin. Mörgum hefur
eigi þótt fara vel á verslunarreiðingshesta-
lestinnni, og áhallinn allt af vera reikriinga-
mönnum og vörubjóðum í vil, en nú hafa
lcaupmenn tekið svo i krónu- og auramanna
megin, að varla verður áhallinn á hina
síðu fyrst um sinn.
Kaupfjelagsstjóri Pjotur Jónsson kom
úr utanferð sinni með Yestu síðast. Jón
Vidalín, annar umboðsmaður kaupfjelag-
anna, var og á ferð með Yestu. J>eir segja
þau tíðindi. að nú sjeu allir þeir sauðir,
sem kaupfjelögin sendu út í haust seldir
fyrir hærra verð, en átt hafi sjer stað, síð-
an brezka innfiutningsbannið komst á. Eru
þetta góð tiðindi fyrir bændur, því eptir
því sem út leit í vetur, voru þeir að tapa
trúnni á því, að serida lifandi fje til Eng-
lands. Er það ætlun margra, að Pjetur
•lónsson muni hafa átt mikinn og góðann
þátt í því, að verðið þokast nú upp, (og er
vonandi, að ekki verði höíð brögð í tafli
eins og í Erakklandi um haustið), erida
hlýtur það að vera lifsspursmál fyrir kaup-
fjelögin, eigi framtíð þeirra að verða borg-
ið, að hafa trúa og kunnuga erindsreka og
sendiherra að öðru liverju erlendis, en eiga
ekki allt undir lánardrottnum siuum.
Gufuskip fermt timbri er nýkomið til
Snorra kaupm. Jónssonar.
Mannalát.
-j- Sigfús Bergmann bóksali, góðkunnur
gamall Eyfirðingur, andaðist í vor í Dakota
í Bandaríkjunum, á sjötugsaldri.
•j' Nýlega er dáin hjer í bænum öldruð
kona (Juðrún Jónsdóttir, nærri sextug,
raóðir Gruðmundar Einnbogasonar fagur-
fræðings, Ásgeirs bakara og þeirra systkina.
Ljósmyndir
tek jeg nú hjer eptír í sumar hvern rirk-
nn dag frá kl. 11—4 og á suunudögum frá
kl. 2-4.
Jeg mun láta mjer umhugað um, að
afgreiðsla verði fljót og myndirnar vandaðar.
Akureyri. 31. mai 1900.
Anna M. Magnúsdóttir.
Nú í dag opnaði jeg nýju vörubúðina
mína og sel jeg þar meðal annars þessar vör-
ur: Kaffl, sykur, export, munntóbak, reyktó-
bak, vindla, sódavatn, limonaðe, limonaðepúl-
ver, 3 sortir súkkulaði, sígarettur, rúgmjöl,
hveitimjöl, flórmjöl, haframjöl, brísgrjón, baun-
ir, gráfíkjur, rúsínur, sveskjur, kanel pipar,
gerpúlver, 2 sortir af osti, sardínur, ansjósur,
skonrok, tvíbökur. kringlur, fínakex, smjörsalt,
borðsalt, fínt silfurpletttau, alskonar leirtau,
postullín og krystal, bolsíur, margsk. blómst-
urpotta, kort og skriffæri, hálstau, nærföt, sirz,
hvítt Ijerept, bukskin, sjöl og slipsi, margsk.
lissur og kantabönd, tölurog tvinna, allskon-
ar járnvörur, barnagull og margt fleira.
Sem borgun tek jeg allar íslenzkar vör-
ur og gef 10% afslátt móti peningum ef
tekið er fyrir 5 kr. eða meira, annars 6 °/0.
Oddeyri, 5. júní 1900.
Bergsteinn Björnsson.
Ljósmyndir.
Um miðjan næsta mán. byrja jeg nncl-
irritaður — að forfallalausu — að taka
myndir í myndahúsi Arnórs sál. Egilssonar.
þar eð jeg hefi verkfæri og efni af nýustu
og beztu tegundum get jeg lofað góðum
myndum.
p. t. Akurevri, 28. maí 1900.
Grfsli Benediktsson.
Á Akureyri fæst til leigu 1 eða fleiri
íbúðarherbergi, búr, eldhús og geymsla í
kjallara. Góð ibúð fyrir litla fjölskyldu.
Enn fremur sjerstakt herbergi fyrir
einblevpan mann.
Bitstj. vísar á.
(xiillliringnr
nokknð slitinn hefir fundist á Akureyrar-
götum.
Hjer meö vil jeg vinsamlega áminna þá
sóknarmenn mína, sem skulda mjer prests-
gjöld fyrir þetta ár eða frá fyrra ári, að
þeir borgi mjer eða semji við mig fyrir n.
k. fardaga. Að öðrum kosti verð jeg að
fela bæjarfógetanum innheimtun skulda
minna, eins og lög standa til.
Akureyri 1. niaí 1900.
Matth. Jocbumsson.
Undirskrifaður kaupir gegn peningum í
sumar æðardún og lainbskinn, og 1 haust
gærur og velskotnar rjúpur.
Oddeyri, 30. apríl 1900.
M. Jóhannsson.