Stefnir - 15.09.1900, Blaðsíða 1

Stefnir - 15.09.1900, Blaðsíða 1
Verð á 24 Srkum er 2 kr., erlendis 2 kr. 50 au. Borgist fyrir 1. ágúst. Uppsögn ógild, nema komin sje til út- gefauda 1. október. STEFNIR. Áttundi árgangur. Auglýsingar kosta eina krónu hver þumlungur dálks á fyrstu siðu, ann- ars staðar í blaðinu 75 aura. Smá- augiýsingar borgist fyrirfram. 16. blað. Mönnum koni eigi órart að Hafnarstjórn- arblöðin lægju síður en svo á liði sínu með að telja um fvrir alþýðu manna, að velja dýrðlinga sína á ping, þá menn, sem eigi að koma þvi til leiðar meðal margs annars, að girt verði fyrir, að nokkur maður til langframa skipi ráðlierrasæti í íslandsmál* um, sem einhverra hluta vegna er óhæfur tii þess, og að þeirri óheillatýsku liuni að stjórnin synji lögum alþingis Staðfestingar. En þetta og margt fleira á að vinnast með því, að kaupa blábera þingsetu ráðherra, er Danir launa fyrir þær breytingar á 61. gr. stjórnarskrárinnar, er Danir óska eptir. jþað er hvorutveggja að íslendingar eru trúgjarnir, enda er ekki sparað að telja þeim trú um liinn mikla hagnað og ágæti, sem þessum kaupum við Danastjórn fvlgi. Broslegast er þó af öllu, þegar „ísaf.“ er að fullvissu merm um. að það sje eigi lít- ilsvert, að vjer með þessum kaupum getuni girt fyrir að nokkur maður skipi ráðherra sætið, sem fyrir einhverra hluta sakir sje óhæfur til þess, en vera má að blaðið snari þessu frara til að reyna trúarstyrkleik á- bangenda sinna, svo það síðar meir geti losað sig við vantrúuðu hræðurnar, þegar hún kannar hjörðina. Sem sagt, mönnum kom það eigi á ó- vart, að öllum brögðum yrði beitt. til að koma dýrðlingunum á framfæri við lýðinn, og sumum var grunsamt um, að gripið yrði til einhvcrra örþrifaráða, og miður heiðar- legra meðaia. En þó.fór nú svo, að allur íjöidi hugsandi manna varð með öllu for- viða, hve lúalegu og ódrenglegu bragði hefir verið beitt í þessari kosningarbaráttu af hendi sumra Hafnarstjórnarblaðanna, og einna mest forviða á því, hversu þau lögðu mannorð sitt í hættu, því eptir tiltækið hlutu þau sjálf að geta búist við, að standa sem brennimerkt ósannindablöð frammi fyrir allri þjóðinni. Yerður þetta eigi skdiðöðru v’isi en svo, en þau vísvitandi hafi viljað leggja æru og mannorð í sölurnar til þess að geta með því komið að þó eigi væri neina einum fleiri at' dýrlingum sínum við kosn- ingarnar í haust, því haldið hefir verið, að f'ull rök yrðu eigi færð gegn þeim, fyr eu sumstaðar yrði búið að kjósa; að þeir ein- asta hafi haft þenuan tilgang fyrir auguni, getur aðferð þeirra orðið skiljauleg. ísaf'old segir um það. að ef ráðyjafi á þingi Islendinga fengi alla þá konungkjörnu til að mæta eigi í sameinuðu þingi til að út- kljá fjárlög, þá mundi ekki einasta öll ís- lenzka þjóðin heldur allur hinn siðaði heim- ur telja slikt strákslegan glæp. En hvað vill nú ísleuzka þjóðin kalla aðferð þessa 'AKUREYRI, 15. sept. hlaðs gegn Vídalín og Zöllner, og hvernig það reyndi -að draga þá fjelaga í samband við þingkosningar i haust, og hvað mundi hinn siðaði heimur kalla slika lubbaaðferð, fengi hann sanna skýrslu um það. Aðferðin og tildrög hennar eru i sem fæstum orðum þessi. Konsúll Jón Vídalin eða kona hans vildu fá keypta lóð í Reykjavík í fyrra af þinginu, og urðu um það skiptar skoðanir bæði utan þings og innan, hvort heppi- legt væri að selja lóðina. Svo er og orðrómur á því, að konsúllinn fylgist með ýmsum inálum, er komi fyrir á alþingi, og reyni að hafa áhrif á þaií, enda er slikt enguin manni láundi, sje það gjört á heið- arlegan hátt. Skoðanir hans á landsmálum hafa þótt í allmiklu samræmi við skoðauir ýmsra kaupfjelagsmanna víðsvegar um land. er þetta af mörgum lagt svo út sem Vida- lín leidi þá, þótt liitt gæti verið alveg eins sennilegt að kaupfjelagar hefðu þau áhrif á Vídalín, að skoðanir þeirra og hans fjejlu saman. Svo liafa Reykvíkingar og fieiri komist að þeirri niðurstöðu, að ýmsir þing- menn f'ylgdu Vidulín, og sagt þeim það til hnjóðs. þaðan er sú fyndnikomin: ,.Kon- ungur hetír 6 en Vídalín 8.“ Um þing- mannafylgi konsúlsins var f'raman af meira talað í spuugi en alvöru, en ejitir síð- asta þing fór að fylgja þessu tali allmikil alvara, og ýmsir að fleygja því á íuilli sin, að vel mætti þettu Vídalíns lið fækka á þingi. Nú koma menn til sögunnar, er Parker og Fraser nefnast, og ætla uð kaupa fje á Suðurlandi. ísafold, sem alltaf hefir verið kaupfjelögunum heldur andstæð, varð held- ur en eigi upp með sjer, og ljet drýginda- lega yfir, að nú væru komnir menn í leik- inn, sem gætu staðið Zöllner á sporði með fjarsölu, garpar, sem stæðu svo langt fyrir ofan Zöllner, að hann tæpast fengi að tala við þá. En svo datt botninn úr þeim Fraser með fjárkaupin, og ísaf. laggbrotnaði á öllu guminu, en það var eigi lengi verið að lagga hana upp, og nýtt öl bruggað handa þjóð- inni í snatri. Nú var þvi slegið út, að Zúllner efalaust hefði haft þessi góðu fjár- kaup af landsmönnum, og Vídulín sönm- leiðis, sem fjelagi Zöllners. J>arna hefðu þeir spilit fyrir verzlun landsins, spillt fyrir því, að bændur fengju peninga fyrir sánð- ina sína, og því mætti engan Vídalínsraann kjósa á þing. Vídalin væri líka móti Val- týskunni, og allir, sem væru móti henrii hlytu því að vera Vídalínsmenn (! !). Já. meira að segja, allir þeir, sem vildu setja 1900. einhverja fieyga inn í Valtýskuna væru sörauíeiðis Vídalínsmenn. Með öðrura orðum, allir væru Vída- línsmenn nema þeir, sem kaupa vildu blá- bera þingsetu ráðherrans fyrir 61. grein- ina; fylgifiskar manpsins, sem fyrjrbyggðu öll sauðakaup í landinu. þetta mun hafa átt að hrifa, og ginna menn til að kjósa breina Valtýinga á þing, en kveða niður alla fleyga, sem ísaf. virðist vera mein ílla við. þjóðv. tekur í sama strenginn, og segir það sje í almæli og naumast neinum vafa bundið, að Zöllner og Vídalín hafi spillt kaupum Frasers. En svo þegar róg- burðaratvinnan stendur sem hæst, koma þeir Parker og Fraser i opna skjöldu með eiðfesta yfirlýsingu um, að Zöllner hafi engin áhrif haft á þá til að hætta sauða- kaupunum, og afklæðir með jþvi Isafold og setur hana í gapastokkinn, þó mun henni þykja það bót í máli, að J»jóðviljiun stend- ur samsekur við hlið hennar. er það iion- um og skyldast, svo systurlega sem hún bar með honum þjáningarnar í fyrra, þegar lygaþvættingurinn var rekinn ofan í haim með órækum vottorðum í hiuu lubba- legasta rógburðarmáli, sem nokkurt blað hefir lent í. þau fara að venjast saman í gapastokknum skötuhjúin, með ó- sanninda brennimarkið á baki og brjósti. I einu orði að segja : að ljúga þvi upp frá rótum, að Vídalín hafi spillt kaupum þeirra Frasers, og reyna svo að nota þá lygi til að hafa með henni áhrif á þingkosningarn- ar í haust, er sá stráksskapur, sem enginn hefði ætlað Isafold. hverju svo sera menn kynnu að hafa trúað þjóðviljanum til; og þarf uigi menn með næmri rjettlætistifinn- ingu til þess að finna, að slikt bragð er svo langt fyrir neðan það, að því verði jafnað saraan við, þótt ráðgjafi á þingi fengi nokkra þingmenn til að mæta eigi á þing- fundi. Jeg vil eigi skiljast við þetta mál, án þess að minnast áeina málsgrein í ísaf., þar sem blaðið er að guraa af ágæti Valtýsk- unnar. og er hún þannig: „Er það lítils- vert, að þjóðin fái stjórn, sem leggi kapp á að útvega henni sölumarkuð og leysa hana undan Vidalínseinokuninni." Hjer er verið að slá á þann strenginn , að vjer þurfum að fá Valtýskuna til þess að losast við Ví- dalín eða einokun hans. Öllum, sem til þekkja, hlýtur að vera það augljóst að hlaðið slær þessu fram móti betri vitund. Vída- lín hefir hjer eigi, og getur eigi haft hjer neina einokun. Hann á að vísu verslan á Vopnafirði og skiptir við mörg kaupfjelög og kaupmenn í fjelagi við Zöllner, ef það Gullnál hefir týnst á götum bæjarins. Fundarlaun verða borguð.

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.