Stefnir - 15.09.1900, Page 3
63
verðinu og kostnaðinum á íslandi og
hinu núverandi háa flutningsgjaldi. kom-
umst við að þeirri niðurstöðu, að eigi
væru líkindi til, að fyrirtækið mundi
reynast gróðavænlegt, og þess vegna og
eingöngu þess vegna hættum við við
þetta áform.
2. Að hvorugur okkar hefir staðið í munn-
legu eða skriflegu. beinu eða óbeinu
sambandi við hr. Louis Zöllner í New-
castle on Tyne á Englandi eða fjelaga
hans hr. Jón Vidalín í Keykjavík eða
nokkurn umboðsmann eða starfsmann
annarshvors þeirra viðvíkjandi áður
nefndu, fyrirhuguðu fyrirtæki eða áform-
um okkar, og ennfremur að hvorugur
okkar hefir staðið í nokkru sambandi við
áður greinda herra Louis Söllner og Jón
Vídalin á yfirstandandi ári.
3. Að í sannleika alls enginn óviðkomandi
maður hafi haft áhrif á okkur, er við
rjeðum af að hætta við hið áður greinda
fyrirhugaða fyrirtæki.
Edward Parker.
Robert Cooper Fraser.
Svarið af hvorum í sínu lagi í
Liverpool 17. ágústmánaðar 1900.
Prammi fyrir mjer
W. Arthur Weightman
eiðfestingamaður (Commissioner for Oaths).
*
Að ofanrituð undirskript Arthurs
Veightmans, málafærslumanns í Liverpool
sje rjett, vottast hjer með.
I hiuu konunglega, danska konsúlati í
Liverpool 17. ágúst 1900,
fyrir hönd konsúlsins
A. F. Christensen
ritari.
*
Að ofanrituð þýðing á ensku skjali, sem
mjer hefir verið sýnt til samanburðar, sje
rjett, vottast hjer með.
Iteykjavík, 28. ág. 1900.
O. T. Zoéga.
*
Að mjer hafi verið sýnt frumrit þessa
skjals, ritað á ensku og útbúið með vott-
orði og innsigli hins danska konsúls í Liv-
erpool, vottast hjer með notarialiter.
Notarius publicus í Reykjavík 29. ág. 1900.
Halldór Daníelsson.
Egill og Mjölnir komu hingað 13. þ. m.
raeð allmiklar vörur. Gufuskip með pöntun-
arvörur kom hingað 12. þ. m.
Veðrátta hagstæð þennan mánuð, þó
rigning mikil þann 1. og 13. þ. m.
Vesturfarahópnum, sem fór með Vestu
i sumar, íeið illa á leiðinni vestur eptir því
sem Heimskringla skýrir frá, sultur, þrengsli
og önnur óþægindi á leiðinni, og jafnvel dóu
ungbörn úr hungri; var meðferðin á fólkinu
Sigurði Chvistopherssyni til stórrar vanvirðu
og mun síður en svo auka álit á honum hjá
ístendingum bæði austan hafs og vestan.
f Látin er í Stykkishólmi frú Elín, kona
Lárusar sýslumanns Bjarnarsonar, dóttir amt-
manns Pjeturs. Nýlega er og látin frú Guð-
✓
rún Bjarnhjeðinsdóttir, kona Magnúsar Vjela-
stjóra á Halldórsstöðum.
Frá útlöndum. Sambandsher stórveld-
anna tók höfuðstað Kínverja um miðjan f. m.
voru þá allir sendiherrar stórveldanna á lífi
nema þjóðverja, en mjög aðþrengdir. —
Búar verjast enn af mikilli hréysti, og höfðu
gjört Bretum ýmsan óskunda í júlímánuði.
Hagur Brezka hersins í Afríku talinn slæm-
ur, og kur mikill víða á Bretlandi orðinn
yfir ófriði þessum.
Kump, fyrverandi íslandsráðgjafi í Khöfn
er dáinn, 66 ára að aldri.
Jarð eplauppskeran á Akureyri er nú
byrjuð, verður efalaust í betra lagi, vöxturinn
15 til 20 faldur í öllum þeim görðum sem
hafa haft góða hirðingu. Bæjarmenn ættu
að telja sem nákvæmast fram jarðeplatekju
sína til búnaðarskýrslu svo áreiðanlegt yfir-
lit fáist yfir uppskeruna í bænum , sem eigi
er ófróðlegt, og mun verða bæjarmönnum til
sóma.
Verð á kjöti er nú ákveðið í haust á
Akureyri:
48 pd. föll og þar yfir . kr. 0, 20
40—47 pd. föll ... — 0,18
32—39 — — ... — 0,16
28—31 — — ... — 0, 14
Gærur pundið . . . . — 0,25
Mör —.......................— 0,20
Fjársala mun ganga liðlega í haust
fyrir bændum , því ej>tirsóknin eptir fje er
með meira móti.
Þingmannakosningar
eru um garð gengnar í þessum sýslum:
í Vestur- Skaptafellssýslu kosinn Guðlaugur
sýslum. Guðmundsson með 50 atk. þar
var og í boði dr. Jón þorkellsson yngri
en fjekk að eins 8 atk.
I Borgarljarðarsýslu kosinn Björn Björnsson
búfr. J>ar var og í boði sra. þórhallur.
í Mýrasýslu kosinn sra. Magnús Andrjesson
með 87 atk. J>ar var og í boði sra. Ein-
ar Friðgeirsson og fjekk 32 atkv.
í ísafjarðarsýslu eru kosnir Hannes Hafstein
sýslum. og Skúli Thoroddsen; þar voru
og í kjöri sra. Sigurður Stefánsson og sra.
þorvaldur Jónsson.
í Skagafjarðarsýslu eru kosnir Ólafnr Briem
og Stefán kennari Stefánsson; þar voru og
í boði Jón á Hafsteinsstöðum, sra. Zóp-
honías og Rögnvaldur i Rjettarholti.
í Evjafjarðarsýslu voru kosnir Klemens sýslu-
maður og Stefán Stefánsson í Fagraskógi;
290 atkv. voru greidd, af þeim fjekk Kl.
sýslum. yfir 200, Stefán 147, Hjaltalín
um 100 og Friðrik um 50, Stefán á
f>verá nokkur og Sigurður á Bakka fáein.
í Suður pingeyjarsýslu er kosinn Pjetur á
Gautlöndum; þar voru eigi' aðrir í boði.
f Norðurmúlasýslu hefir lauslega frjetzt að
kosnir hafi verið sra Einar á Kirkjubæ og
Jóhannes sýslumaður á Seyðisfirði.
Klippt og rúið.
Kaupmaður (við prest): »parna fenguð
þið loks klippurnar að gagni, nýju presta-
launalögin. Danir segja líka að prestarnir
klippi hjörð sína.«
Prestur: »pað er nú svo, en það er líka
álitið sársaukaminna að klippa en rýja, og
fslendingar segja, að kaupmennirnir rýi al-
þýðuna.«
Afsláttarhesta
kaupir undirskrifaður á næstkomandi hausti.
Akureyri, 13. ágúst 1900.
Joh. Christensen.
R JÚPUR
eru teknar upp í skuldir í verslun
írna Pjeturssonar Oddeyri.
GOTT VAÐMÁL er til sölu í C.
Höepfners verslun á Akureyri.
Kristján Skúlason á Sigríðarstöðum bann-
ar hjer með öllum að skjóta rjúpur í sínu
landi án síns leyfis.
RAÐLYF
bæði kresólsápa, karbólsýra óg kreólín fást
í verslun C. Höepfners á Akureyri.
Bláleitt kofFort járnbent hefir verið tek-
ið í misgripum af gufuskipinu «Ceres» ann-
aðhvort á Siglufirði, Akureyri eða Húsavík.
Merkt á gaflinum: Halldór Jónasson Seyðis-
fjörð. Sendist hið bráðasta að Eiðum pr.
Sevðisfjörð.
í sex undanfarandi ár hefi jeg þjáðst af
megnum veikindum á sálunni, og hefi jeg
brúkað ýms meðöl, en ekkert hefir dugað.
þ>ar til nú fyrir 5 vikum að jeg fór að brúka
Kina-lífs-elixír Valdiinars Petersens frá
Friðrikshöfn; brá þá strax svo við, að jeg
fór að geta sofið reglulega, og þegarjegvar
búinn að brúka 3 fiöskur, var jeg orðinn
talsvert betri, og hefi þá von að jeg með
áframhaldandi brúkun verði albata. J>etta
er mjer sÖnn ánægja að votta.
Staddur í Reykjavík.
Pjetur Bjarnason
frá Landakoti
Vottorð þetta er gefið af fúsum vilja og
fullri ráðdeild.
L. Pálsson.
prakt. læknir.
Kína-Iífs-clexírinn fæst bjá flestum
kaupmönnum á Isiaudi.
Til þess að vera viss uni, að fá hinu
ekta Kina-lifs-elexír, eru kaupendur beðn-
Y. P.
ir að lita vel eptir því, að —^—' standi
á HöskunHin í grænu lakki, og eins eptir
hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum:
Kíuverji með glas í hendi, og tirmanafnið
Valdemar Petersen, Nyvej 16. Kóbenhavn.