Stefnir - 06.10.1900, Blaðsíða 2

Stefnir - 06.10.1900, Blaðsíða 2
Járnistað með ói týndist á veginum fram Eyjafjörð. Finnandi er beðinn að skila því á prentsmiðjuna. 68 studdi hann okkur hið bezta, qg munu Húnv. lengi inuna, hve drengilega Halldór Briem kom fram við þessar kosningar. Af Valtýs flokki buðu sig fram, Björn Sigtús- son og sra. Stefáu í Auðkúlu, sem sótti um Akureyrarbrauðið. Ejekk Björn 51 atkv. en sra Steíán 38. — Meðmælendur voru : Björns: sra. Lúðvíg Knudsen, Hermanns: sra. Bjarni á Steinnesi og Jjórarinn búfr. á Hjaltabakka, Jósafats: Arni bóndi á Höfðahólum, Júlíusar: Jón bóndi á Njáls- stöðum. Guðnmndur bóndi á þorkellshóli og Pjetur Sæmundsen faktor á Blönduósi og sra. Stefáns: Sigurður bóndi á Húns- stöðum. Urðu allmargar ræður ogláviðskær- um á milli meðmælendanna. Einkum þótti Sigurður á Húnsstöðum verða klúr á góð- ganginum, og beina miður sanngjörnum spáfiugum að Hermanni, eru þeir þó ná- ' grannar og eiga saman laxveiði og því um likt. Arni Arnason hitnaði nokkuð. er hann og ungur og ógætinn, en einn hinn orð- færasti Húnvetningur. þórarinn og sra Bjarni töluðu í fullri alvöru, en þó með gætni. Júliusar menn hjeldu engar ræður. Sra Lúðvíg talaði vel, þegar þess er gætt, að hann var til skamms tíma harðsnúnasti fylgismaður Ben. heitins Sveinssonar, og öruggur Valtýsku fjandi, en ekki þótti allt snerta þingmannsdvggðir Bjarnar. sem hann færði þó þeiin megin á reikninginn hans. jsingmannaefnin töluðu öll mikið, en Björn þó mest, auk þess sem »hann vísaði i Al- þingistiðindin. Of langt mál yrði að skýra frá ræðum þingmannaefnanna, en þess skal getið, til þess að sýna ræðuhöldin, að þeir urðu allír að svara 9 spurningum frá Sig- urði á Húnsstöðum auk nokkurra annara. j>ar á meðal spurði Björn Sigfússon þá andvaltýinga, livaða stefnu þeir vildu nú taka í sjálfstjórnarmálinu; hefir hann víst álitið sig liafa la*t svo góðan skerf til þess, að koma fastri og góðri stefnu í málið nú á 3 síðustu þingunum, að nú væri ekki vandi að svara því, hvað gera skyldi. Nú skal litlu við bæta það, sem komið er um kosningarnar; þó vil jeg ekki sleppa að geta þess. sem Björn sagði í ræðu sinni uin \ altýskuna á síðasta þingi, að sjer hefði ekki dottið i hug að greiða atkvæði með henni óbieyttri við 3. aimræðu, og það mundi jafnvel enginn Valtýingur hafa ætl- að að gera (líkl. ekki Valtýr sjálfur!). Hefðu svo margvíslegar og miklar breyt- ingar átt að koma á jungfrúna á þinginu. að timi yunist ekki til þess að gera grein fyrir þeim öllum á kjörfundinurn. Var þetta ekki litílsverður fróðleikur fyrir kjós- endur, einkum ef lijer hefðu verið „bræð- ingsmemr. En svo vill vel til, að Hún- vetningar hafa nú þvegið sig hreinn afVal- týskunni, og verður örvænt erindi fyrir meðalinenn að ausa þá því skarni aptur, að á hrini. Má kalla þetta ógæt úrslit, og væri sumum sýsluni engin læging í að taka Húiiv. sjer til fyrinnyndar í eindrægni og áhuga við það. að styðja rjettlætið og hefja þjóðina upp úr því pólitíska vanvirðudýki, sem Valtýskan hefir steypt henni i. iSkúla Tlior. og Einari viunumanni sje það nú sagt, að þeir ætti að talui sjer fyrir hend- ur minni Herkúlesarþrautir, en að spá um kosningar hjer í Húnaþingi, þvi Húnvetn. kjósa t. d. sjálfsagt bændur, hvað sein þeir hjala um embættliuga, og eins nýta emb. menn, ef bændanna er ekki kostur, livað sem geipi ísaf. og j>jóðv. líður. „Úsviðr maðr, es með suotrum kömr, þat es bast at bann þegi.“ — Bið jeg þig svo Stefnir minn að virða vel, þó frjettirnar um þetta hafi orðið molóttari en jeg vildi. Joíin Ruskin. Nú í aldarlokin hafa sópast bnrt nálega allir hinir frægustu »stóröldungar<i Englend- inga. Fyrst fór hinn mikli skotski vandlætari og vekjari þjóðarinnar hinn andríki en óþjálgi Carlyle (Karlæel), þá þeir snjöllu vísinda- menn Tyndale (Tændel) og Huxley (Höx- lí), svo Gladstone í hitteðfyrra og loks í vetur um og eptir jólin Kuskin og dr. Mar- tineau (Martínó) guðfræðingurinn mikli. En hjer skal stuttlega minnst á Kuskin. þegar jeg las æfiminningu hans í mars- og apríl- hlöðum frá Englandi, fór mjer aldrei úr liuga Sigurður sál máiari. Svo jeg leitaði upp ræðu- korn, sem jeg hafði haldið við útför hans, og dr. Kosenberg tók kafla úr í danskri minn- ingu um hann, og æfisögu þá eptir Pál Briern, sem stendur í 15. árg. Andvara, og er mjög vel samin — það sem hún nær. J>ví Sig. málari er texti, sem ervitt ev að tæma. til fulls. Hann var einmitt Jón Ruskin ís- lendinga. Báðir voru brennheitir jijóðvinir, sem »hefðu blóði fegnir fáð hvern flekk af hennar skildin, eins og Steingrímur kvað; báðir voru fæddir iistamenn, og lifðu og dóu í lifandi trú á krapt hins fagra til að vekja og efla hið góða. Sbr. hið fagurgóða lijá Forn-grikkjum. Og báðir voru því siðameist- arar og siðabótarmenn; enda sást hvorugur fyrir, voru óvægir við tízkuna, heiptugir og lángræknir, beiskir og herorðir við þá nskript- lærðu og faríseanao, sem þeim þóttu ranglega sitja á stóli Móisesar, þ. e. binda land og iýð við spillta siðu og háttaiag, iög og iandsven- jur. Báðir háru í hióðinu kenningar Rous- seau’s og voru sannfærðir um, að siðmenn- ing liinna svo nefndu framfaraþjóða gengi með margar og voðalegar meinsemdir. í vissum skilningi kenna allir þesskonar menn hið sama og hinn franski spekingur, sem sje það, að þjóðirnar hafi gieymt náttúrunni, móður lífs- ins móður allrar fegurðar og gleði, og fyrir því sje ekki fleiri kostir en tveir fyrir hönd- um, sá annar að læra aptur sín týndu fræði, ellegar að falla í siðleysi blindrar samkeppni, ofsa eg ójafnað. Báðir hörmuðu þeir, hversu þjóð þeirra, livers um sig, liefði glatað iangt um heilbrigðari siðum og menning, Englend- ingar síðan á 16. öld, íslendingar frá 12. öld. Og loks unnu báðir af'reksverk í sömu stefnu, gróí'u fyrir, plöntuðu, og sáðu, meðan þeim entist aldur til. En svo var og annað sund- urleitt með þessum mönnurn. Annar var snauður alia æfi, en liinn auð!egðarmaður; annar naut liins ágætasta uppeidís, sem hugsa má; hinn var uppkvalningur og lrlaut að lifa eins og gustukamaður; annar stóð sjálf- stæður að vígi gagnvart ríkusfcu stórjijóð ver- aldarinnar; hinn stóð allsiaus gagnvart út- píndri smájrjóð. Og loks dó annar á níræðis- aldri, en hinn á fertugsaidri. Enn var það líkt með þeim, að báðir jjreyttu þau Hjaðningavíg, að enginn var þess kostur, að fyrir endann sæi, áður en hniga að velli. En háðir vissu og eða vonuðu, að ekki mundu þeir falia aldauða, heldur mundu þeir upprísa (líkt og Hjaðningar) og herjast á nýjan leik — ekki sjáifir þeir Jón og Sig- urður að vísu, heldur nýir menn í þeimx anda og krapti. En töluvert tókst báðum að afreka — óvíst hvorum meir, ef rjett er sam- an jafnað. Ruskin samdi mörg rit og bæk1- ur; telja vinir hans hvert hans orð gulli dýrra. En almenningsálitið er það, að hækur hans og ræður sje töluvert blendið. Kuskin var miklu meiri fullyrðinga- en röksemdamaður; liann var einrænn og stórlyndur, rækti engin sniáspor, heldur stökk eða flaug með stór- skáldum, sjáuium og spádómsmönnum. er hinn mesti unaður að lesa margt í riturn lians; listasniilingurinn leynir sjer aldrei, sízt í málinu, og hann ritaði opt og talaði iíkara xdrottins smurðan eða þeim sem »valdið hafði« (líkt og Carlyle), en öðrum höfundum. f>ó eru meiri menjar eptir Ruskin, ef til vill, í gjörð- um bans en orðum. pcgar á unga aldri fór hann árlega um endilangt England með föð- ur sínum, sern var frægur kaupmaður, sem fævði höfðingjum og stórbrendum lístagripi og dýran varning. Á því ferðalagi nám Kuskín náttúrunnar móðurmál, skoðaði vandlega bygg- ingar liofgarðanna, sem landið er alskipað af, og lærði snemma grein >istýlanna« og sögu listanna. Seinna fór hann víða um lönd, og tók svo jafnframt til starfa. Hann rann lengi berserksgang móti allskonar ótízku, smekk- leysi, áþján, þröngsýni, ósiðum og Ójafnaði, svo og ekki sízt inóti þjóðarinnar orðlagða yfirskini dyggða og rjetttrúunar. Sjaldan íiefir noklcur mannssál, iifandi eða dauð, mætt meiri skömmum en Ruskin. Persónulegum árásupr svaraði hann sjaldan, en fór sínu fram. Ekki leið heldur á löngu, fyr en fjöldi iærisveina flykktist að lionum. Voru það optast úrvals- mannsefni, og skal hjer nefna tvo: málarann Burne-Jones og skáldið Vilhjálm Mor- ris. Urðu báðir hans arftakar, báðir stórfræg- ir menn, og Morris það meiri, að liann varð þjóðskáld hið mesta tim loið og siðabótamað- ur fyrir allt England og fleiri þjóðir í öllu, sem heyrir til náttúrlegri og lifandí listaprýði liíhýla og húsbúnaðar. Hinn stofnaði aptur skóla fyrir liina æðstu málaralist. Kuskin varði aleigu sinni fyrir hugsjónir sínar. En þær voru: að kenna mönnum frá barnsbeini rjetta frumþekking ailra liluta gegn urn sjón og heyrn o. s. frv., þ. e. ekki svo mjög af hókum sem af skoðun, reynd og prófun; svo var það smekkurinn, nám hins fagra (og góða), sem hann sífellt kenndi. Óþrifaþorpi einu gaf hann listahöll frá grunni og fyllti gersemum allra íþrótta. f>ar er nú fagur bær

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.