Stefnir - 17.10.1900, Síða 1

Stefnir - 17.10.1900, Síða 1
Verð á 24 örkum cr 2 kr., erlendis 2 kr. 50 au. Borgist fyrir 1. ágúst. Uppsögn ógild, nema komin sje til út- gefanda 1. október. STEFNIE. r Attundi árgangur. Auglýsingar kosta eina krÓDU hver þumlungur dálks á fyrstu síðu, ann- ars staðar í blaðinu 75 aura. Smá- auglýsingar borgist fyrirfram. 18. blað. AKUREYH/, 17. okl. lí)()0. lliðjið ætíð um Otto Monsteds danska smjörlíki, sem cr alreg eins notadrjúgt og bragðgott og smjör. Yerksmibjan cr hiu elzta og stærsta í Dantriörku, og bvr til óefaö hina beztu vöru otc ódvrustu í samanburbi vib gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. Kjötversliin vor. I>að er kunnugra en frá þurfi að segja, í hve ljelegu áliti kjöt vort er á útlendum markaði. J>etta afbragðs kjöt, að okkar áliti, selst fyrir mjög lágt verð erlendis, og hvað verra er, pað selst varla; að minnsta kosti vilja pcir eigi kaupa það, sem nokkur ráð iiafa; það er aðallega keypt handa tugthús- limum og þeim, sem eru á fátækraframfærslu, og svo nokkuð til sldpa. Útlendir menn, sem bragðað hafa hjer á landi kjöt vort, eða liafa i'engið það sent út hjeðan frá kunningjum og vinum, og dáðst hafa að Ijúffengi þess, hafa opt furðað sig á, að íslenzka kjötið, sem fæst í verslununuro, skuli vera svona frábrugðið því kjöti, sem þeir hafa smakkað, og vjer getum ekki annað en samsinnt þeirri fuvðu. Og hvernig stendur þá á þessu? FuIIkomið svar getum vjer ekki gefið, en bendingar í þá átt þykjumst vjer geta sett fram, og vonum að þær verði teknar til greina af útfiytjendum þ. e, kaupmönnunum. í útlöndum er slátrun skepnanna sem bezt vönduð, hún fer fram inni í húsum, hreinum húsum, þar sem vatn rennur eptir steinlögðu gólfi, svo blóðið skolast strax burt, hún er framkvæmd af mönnum i drifhvítum fötum, mönnum sem eru táhreinir um hend- ur og handleggi; jafnskjótt og búið er að flá skepnuna, er skrokkurinn þveginn upp úr lieitu vatni, svo að hvergi sjest hár eða ó- hreinn blettur á honum. Svona er nú slátrað í útlöndum. En hvernig er nú slátrað hjer? Úti á víðavangi í öllu svaðinu; að sönnu munu optast vera breiddar fjalir undir í byrj- uninni, en þær útatast strax bæði af manna- fótum og rigningum, sem venjulega ganga í sláturtíðinni; og búningur slatraranna, liann er ekki drifhvítur, nei öðru nær; þeir eru klæddir í sín allra verstu föt, öll glansandi af skít og óþverra, og þannig búnir, og skítugir um hendurnar, bera þeir skrokkana inn í pakkhús frá slátrunarstaðnum glóðvolga, eða einmitt þá, þegar þeir helzt geta skitnað; skrokkarnir eru því fullir af liárum og út- skitnir, svo að það er opt viðbjóður að sjá, og það er svo sem sem ekki verið að hafa fyrir því að þvo skrokkana upp úr volgu vatni; nei, öðru nær, svona eru þeir brytjaðir sund- ur, og dembt síðan ofan í tunnur, óhemju af salti stráð í það, og svo til árjéttingar, — sterkasta saltpækli bætt við. Geta menn nú furðað sig á því, þó ketið hárugt og skitið, þovnað inn að beini af saltpæklinum, þyki ekki útgengileg verslunarvara? Nei. Surnum kann að þykja þetta ýkt lýsing, en hún er það ekki, það getur hver sannfært sig um það, sem ganga vill um slátrunarplússin lijer í kaupstaðnum í sláturtíðinni. Að sönnu vit- um vjer þaö, að einstaka kaupmaður lætur skafa skrokkana kalda með hnítí, en þá er líka búið, og þó hægt sje að ná í burtu mestu af báruimm á þennan hatt, þá verða þó ó- hreinindin aílt af eptir. Sá kaupmaður, sem tæki upp á því, að láta slátrunina fara hrein- lega fram, þó aldrei sje við því að búast, að hún geti orðið eins og í útlöndum, sízt fyrst í stað, liann mundi óefað fá meira fyrir sitt kjöt en aðrir. Og í rauninni gegnir það furðu, að kaupmenn vorir, sem liafa vitanlegan á- buga á því, að vanda íslenzku vöruna sem bezt, og senda liana út Hokkaða eptir gæðum, að þeir skuli ekki hafa augað opið fyrir því, að eigi síður þarf að vanda kjötið en aðra vöru. þ>að er að minnsta kosti von vor, að þeir kaupmenn, sem hafa tekið það upp, að rota kindur með helgrímu, að þeir verði líka fyrstir til að vanda betur meðferðina á kjöt- inu, en hingað til hefir átt sjer stað. x * sjc * þ>að verður eigi um of brýnt fyrir kaup- mönnum að vanda kjöt til útflutnings, því kröfurnar til þess, að allur frágangur matvæla sje sem beztur, verða allt af méiri og rneiri erlendis. En þess ber jafnframt að geta, að margir kaupmenn t. a. m. lijer við Eyjafjörð vanda nú miklu meir kjötið til útílutmngs, heldur en áður var venja, einkum að því leyti að senda eigi út kjöt nema af vænu fje. Síðan takmörk urðu nokkur á útílutningi 3if- andi fjár, hefir miklu meira en áður verið flutt út af góðu kjöti. Fyrir fáum árum var eigi hægt að selja saltkjötið frá Islandi í Khöfn fyrir meira en oO—35 kr. tunnuna. í fyrra var verðið orðiö fullar 40 kr., og fjekk þá eyfirzkt kjöt og víðar að góðan vitnisburð í samanburði við það, sem áður hafði átt sjer stað. Mun það hafa átt góðan þátt í því, að nú í sumar var hægt að selja töluvert af ís- lenzku kjöti í Khöfn fyrir fram á 48 krónur tunnuna, en það er hærra verð en í mörg ár liefir átt sjer stað, haldi kjötið svona áfram að stíga ár frá ári, ættu kaupmenn að sjá að það margborgar sig fyrir alla hlutaðeigendur að vanda vöruna, og halda því ótrauðir fram tilraunum til að bæta hana, meðal annars t. a. m. að láta fram fara vandaðan þvott á kjötinu nýslátruðu, mundi sá kostnaður, sem það heföi í för með sjer, aldrei verða mjög tilfinnanlegur. Margir halda því fram, að kjötið sje um of saltað til útflutnings, en alla varúð verður að hafa við að minnka söltunina almennt, en tilraunir muhdi mega gjöra í þá átt, belzt á því kjöti, sem ætlað væri til neytslu innan missiris frá því það er saltað. Fróður maður hefir sagt oss, að í Nor- egi stæðu yfir rannsóknir um það, hvernig kjöt verði bezt saltað til geymslu og til að þola það, að verða haft til útgjörðar á sjó- ferðum í hinum heitari jarðbeltum. Væri það bráðnauðsynlegt fyrir þ;í, er versla með salt- kjöt, að útvega sjer upplýsingar um árangur- inn af þessum rannsóknuœ. Nú vilja marg- ir, að þingið skipi verslunarerindsreka fyrir landið erlendis, og verður þess varla langt að bíða; ætti hann að komast eptir, hvað helzt þætti kjötverkun vorri ábótavant, og gjöra gangskör að því, að bætt yrði það, sem íiægf væri að bæta. Vöruvöndun getur og hevrt undir verksvið landbúnaðarfjelagsins, svo verða og kaupfjelögin að hafa allann áhuga á því, að lilutast til um, að afurðir bænda komist í verð. Fjelag íslenzkra kaupmanna er einnig vonandi að ekki liggi á liði sínu. þ>að á jiakk- ir skilið fyrir frammistöðuna með baðlyfin. Vill það nú ekki hlutast til um, að saltkjöt- ið okkar og söltun þess og meðferð sje tekin til gagngjörðrar rannsóknar? — Meðferð allri á landbúnaðarafurðum vorum er enn mjög á- bótavant. En mcð brýnslum, fjárframlögum og samtökum er vonandi að vinnist að rjetta við landbúnaðinn og jafnframt markaðinn fyrir afurðir huns. Útg. U'm 2Q00 fjár er sagt að hafi farist af fyrsta sauðaskipinu, sem hjeðan fór í hausfc. Haldið er, að eigendur fái skaðann að einhverju leyti bættan, því bilun á skipinu er kennt um. I enskum blöðum I. þ. m. stendur, að kýlapestin Iiafi flutst til Glasgow í fyrra m. Voru dánir úr benni 7 menn, en 21 láu sjúkir á spítala. Kosningar á Englandi gengu apturhahls- mönnum mjög í vil í haust. Ensk blöð segja að varnir Búa sjeu nú mjög þrotnar, þó er herforingi þeirra Botha enn með 2000 mauna og De Wet óunninn, Kruger gamli ráðgjörir að flýja til Holiands. Tanast liefur frá Fyrarlandi þ °>7 f m. ljós-gráskjóttur hestur, lítið dekkri á tagl og fax, 8 vdra, flaljáinaður sextoruðum tkeifrm, frcmur svipillur, styggur cg hr.ekkjóttur, illur á bak að komast, (öltir 1 prýðilega, cr vel viljugur, lítið riðinn til skeiðs. Eífiega þóknun fær sá, sem kemur honum til sra. Geirs Sæmundssonar á Akureyri.

x

Stefnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.