Stefnir - 15.11.1900, Síða 1

Stefnir - 15.11.1900, Síða 1
Verð á 24 örkum cr 2 kr., erlendis 2 kr. 60 au. Borgist fyrir 1. ágúst. Uppsögu ógild, nema komin sje til út- gefanda X. október. Auglýsingar kosta eina krónu hver þumlungur dálks á fyrstu síðu, ann- ars staðar í blaðinu 75 aura. Smá- áuglýsingar borgist fyrirfram. r Attundi árgangur. STEFNIR. 21. blað. AKUÍiEYtíl, 15. nóv. 1900. Biðjið ætíð um dauska smjörlíki, sem er alveg eliss notadrjúgt og bragðgott og smjör. Yorksmibjan er hin elzta og stærsta í Daumörku, og byr til óefað liiua beztu vöru og ódvrustu í samanburði vib gæöin. Fæst hjá kaup'mönnunum. Eptirlaun. í Lögfræðingi 4. árg. bls. 102—103 var Jxess getið í neðanmálsgrein, að talsverður kur væri hjer á landi út af eptirláunum, og að árið 1897 hefði verið veitt hjer á landi sem eptirlaun og styrktarfje 84 þús. kr. eða 1 kr. 11 aur. á manh, en sama árið hefði verið veitt í Danmörku sem eptirlaun kr, 3,306,7- 21,00 eða liðlega 1 kr. 46 aur. á mann. Jeg vil eigi draga að geta þess, að þessar upp- lýsingar eru ekki rjettar. 1 raun rjettri er mismunurinn miklu meiri á milli Tslands og Danmerkur. Fjárveitingin á íslandi er fyrir tvö ár, en í Danmörku fyrir eitt ár. Auk þess eru eptirlaun og styrktarfje í Dánmörku talsvert hærri. Jeg hef athugað þetta dálítið nákvæmar. Samkvæmt fjárlögum Dana fyrir tímabilið frá 1. apríl 1900 til 31. mars 1901 eru eptirlaun og styrktarfje, sem veitt eru úr ríkissjóði eða af ríkiseignum: 1. Almenn eptirlaun kr. 3,363,073,87 2. Önnur eptirl. og styrktarfje 1,052,484, 47 Alls kr. 4,415,558,34 pessi eptirlaun og styrktarfje eru veitt uppgjafa embættismönnum og starfsmönnum ríkisins, ekkjum þeirra og börnum. Árið 1895 voru í Danmörku 2,256,000 manna. Ef miðað er við þessa fólkstölu, eru eptirlaun og styrktarQe í Danmörku 1 kr. 95 aur. á mann. Enn fremur er í Ðanmörku veittur elli- styrkur fátækum heiðvirðum gamalmennum, sem ekki njóta sveitarstyrks. Nokkur liluti ellistyrksins er veittur úr ríkissjóði. Fjár- hagsárið 1900—1901 var titlag ríkissjóðs 2,500,000 kr. Ef þetta tillag er talið með, þá eru eptirlaun og styrktarfje í Danmörku nálega 7 miljónir króna. Á hvern danskan mann eru þessi gjöid liðlega 3 kr. 6 aur. Hjer á landi eru eptiriaun miklu lægri. í fjárlögunutn fyrir 1900 og 1901 er veitt til eptirlauna og styrktarfjár 90,000 kr. eða á ári 45,000 kr. í árslok 1898 eru taldir 76,237 menn á landinu. Koma því á mann tæpir 60 aurar. J>að er því mikill munur á fjárframlög- um Dana í þessu efni og fjárframlögum ís- lendinga. þessi mikli mismunur stafar af ýmsu. Jeg skal nefna hið helzta. Fyrst og fremst eru embættismenn og starfsmenn rík- isius miklu fleiri að tiltölu í Danmörku, en embættismenn og starfsmenn íslands. í Dan- mörku fá allir embættismenn og fastir starfs- menn ríkisins eptirlaun eða ellistyrk, en hjer á landi eiga sumir embættismenn ekki að fá eptirlaun, og alls engir starfsmenu eiga að fá þau. Embættismenn og starfsmenn fá til- tölulega hærri eptirlaun í Danmörlui, en hjer á landi, og loks fá heiðvirð og fátæk gamal- menni mikinn ellistyrk í Danmörku, en hjer á landi alls engan. Akureyri, 6. nóv. 1900. Páll Briem. Ný lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarbæ kom í gildi 1. október í haust, og er prent- uð í Stjórnartíðundunum. Flestir húsráðendur í bænurn munu og hafa fengið sjerprentun af henni og mun hún því bæjarmönnum full- kunn. En þar sem samþykktin nær jafnt til aðkomumanna, meðan þeir dvelja í bænum. viljum vjer taka upp úr henni nokkur atriði, sem utanbæjarmenn einkum ættu að kynna sjer. I. kaflinn, 9 greinar, er um reglusemi og velsæmi á götum. Uppþot eða mannsöfn- uður, sem raskar reglu eða tálmar umferð á götum eða almannafæri, má eigi eiga sjer stað, þó er búist við, að menn safnist saman við ýms tækifæri, og eiga menu, þegar svo stendur á, að fara ept-ir fyrirmælum lögreglu- valdsins, til áð varðveita reglu. í 2. gr. er bannað að fljúgast á á almannafæri, æpa og syngja hátt o. s. frv. Áð kalla til annars manns, ef þörf gerist, getur varla heyrt hjer undir. 3. gr. hljóðar svo: Enginn má að þarflausu berja á dvr eða glugga, hringja dyrabjöllum eða yfir liöfuð hafast neitt það að, sem ónáðar húsbúendur. 4. gr. bannar ýmsa leiki á götunum. —, 5. gr. bannar að skjóta yfir göturnar og að kasta á þær sorpi, þar á meðal flöskubrotum. — 6. gr. er þann- ig orðrjett: f>að er bannað að sýna af sjer hneykslanlega hegðun á almannafæri, svo senr með því að brúka þar ölæðislæti, eða vera ó- sjálfbjarga fyrir drykkjuskap, einnig með því að viðhafa ósæmileg orð eða látbragð, enn- fremur með því að ganga í búningi, sem mis- býður velsæmi, eða fletta sig klæðum, eða gjöra þarfir sínar á hneykslanlegan hátt o. ti. £>á menn, sem sökum ölæðis hafa í frammi hávaða á almannafæri með hrópi, köllum eða á annan hátt, eða sýna af sjer óskunda, svo setn með höggum eða barsmíð, má setja í varðhald, ef þeir ekki skipast þegar í stað við munnlega áminningu lögregluvaldsins, og skulu þeir sitja í varðhaldi þangað til ölvíman er runnin af þeim. — 8. gr.: Hver sá, sem staddur er á almannafæri, er skyldur til að segja til nafns síns og heimilis, þegar lög- regluvaldið krefst þess. — 9. gr.: Lögreglu- valdið getur krafið sjer til aðstoðar sjerhvern fulltíða karlmann, sem nálægt er, til að af- stýra óspekttim og annari óreglu á almanna- færi, og hepta þá, er slíku valda, og varðar það sektum samkvæmt samþykkt þessari, ef slíkri áskorun er ekki sinnt. — Sjeu menn kvaddir til þess að flytja einhvern á fangahús, ber þeim 50 aurar í þóknun fyrir hvern tíma. II. kafli er um að afstýra farartálma og hættu fyrir umferðina. 11. gr. hljóðar svo: Án leyfis lögreglustjórans má enginn setjast að á götu, stræti eða svæði, sem almennin<>'- ö ur fer um, til að selja vöru eða rekaaðraat- vinmi, og sje slíkt leyfi veitt, þá aðeins á þeim stað, og fyrir þann tíma, sem í leyfinu er tiltekið. Án leyfis hlutaðeigandi húsráð - anda eða lóðareiganda má enginn láta fyrir- berast á umgirtum garðsvæðum eða á öðrum stöðum, þar sem inngengið er í hús eða garða. 12. gr.: Á götum, stjettum, svæðum eða annarsstaðar á almannafæri má ekki leggja eða setja neit-t það, sem tálmar umferðinni, hvort heldur eru vörur eða annað; þó mega þeir, sem flytja að sjer vörur, eldivið, liey eða annað, og eigi geta lagt það frá sjer á eigin lóð, leggja þessa hluti frá sjer á svæðum og götum á meðan á flutningnum stendur, en á- valt skulu þeir lagðir svo, að þeir gjöri sem minnstan farart-álma. Vagnar, hjólbörur eða sleðar mega ekki standa á götum eða stræt- um lengur en nauðsynlegt er til að fýlla þá og tæma, en aldrei mega þeir standa á stjet-t- um, sem eingöhgu eru ætlaðar gangandi mönnuin. — 18. gr.: Stórt grjót, sem til tálmunar er skipum, bátum eða fyrirdráttum, eða annað þvílíkt, mega menn ekki láta liggja

x

Stefnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.