Stefnir - 26.01.1901, Blaðsíða 1
Verð á 32 örkum er 2 kr. 50 au., or-
lendÍB 3 kr. Borgist fyrir 1. ágúst.
Uppsögn ógild, nema komin sje tilút-
gefanda 1. október.
STEFNIR.
Níundi árgangur.
Auglýsingar kosta eina krónu hver
þumlungur dálks á fyrstu síðu, aun-
ars staðar í blaðinu 75 aura. Smá-
auglýsingar borgist fyrirfram.
2. folað.
AKUREYRI, 26. janúar.
Biðjið ætíð um
Otto Monsteds
dauska smjörlíki,
*
sern er alveg eins notadrjúgt og bragðgott og smjör.
Vorksini&jaa cr hin elzta og stærsta í Danmörku, og byr til óefað hina beztu vöru
og ódyrustu í samanburöi við gæðin.
Fæst bjá kaupmönnunum.
Aiinað brjef
frá N. N. til Gfuðmundar Friöjónssonar.
|> . . . . 1. desember 1900,
Heill og sæll, góði vin!
Jeg efast ekki um, að pú væntir endur-
gjalds frá mjer fyrir pitt langa og rækilega
brjef í 31—34. bl. „Bjarka“ p. á., pví pú
hefir auðsjáanlega „tekið á pvi, sem pú hafð-
ir til“ að endurgjalda Stefnisbrjef mitt,
á pann hátt, sem pjer hefir pótt sæmileg-
ast og skynsamlegast. f>að er líka slæmt
uð láta pig vinna svo mikið og parft verk
endurgjaldslaust með öllu, ekki sízt er pú
varst neyddur til, að verja dýrmætum tíma
írá pinui miklu búsýslu til pessa nauðsynja
verks. Jeg vildi pvi nú loks, pó seint sje,
sýna pjer ofurlítinn viðurkenningai vott með
brjefseðli. Og pótt jeg sje í nokkrum vaf'a
um, hvort petta. sem okkar fer á milli,
einkum eins og pú hefir nú velt pví fyrir
pjer, sje svo sjerlega uppbyggilegt fyrir al-
menning, eða pýðingarmikið fyrir landsmál
vor, pá pykir mjer pó rjettast, að almenn-
ingur sjái, hverju jeg svara pjer. En jeg
er alveg ófáanlegur til pess, að gera privat-
lif okkar (pitt og mitt) að blaðamáli. þeg-
ur okkur prýtur svo rökin, að við pykjumst
purfa að gripa til persónulegra brígzla, pá
íettum við helzt að fremja pá athöfn pann-
ig, að sem fæstir heyrðu til okkar. Jeg
befi ekki heldur haft minnstu löngun til pess,
að sverta pig persónulega, eða ráðast á
annað í fari pínu, en pær pófitísku skoðan-
ir, og sjerstaklega pá lífsskoðun, sem pú á
seinni tímuin hefir opinberlega flutt, með
svo mikilli áfergi og lítilsvirðingu á annara
manna skoðunum, að lítt er við vært, og
varla raögulegt að balda pólitíska fundi í
bjeraðinu, án pess að umræðurnar snúist
”PJ> í persónulegt rifrildi og æsingar vegna
ofstopa píns þar. En svo ljest pú pjer eigi
nægja árásir pínar á fundunum, beldur
fannst köllun hjá pjer til pess, að rita pess-
ar einkennilegu frjettir í Bjarka frá Húsa-
víkurfundinum í næstl. marz, og l'ella par
pá dóma um samhjeraðsmenn pína, og starf
peirra í almennum fjelagsmálum, sem auð-
sjáanlega var ætlast til, að köstuðu skugga
á pá og hjeraðið í heild. það er pvi ekki
nema jafnrjetti, pó að pín framkoma í fje-
lagsmálum og landsmálum sje dæmd, og
skoðanir pínar brotnar til mergjar. Mjer
finnst hvorki rjett nje skyldugt að pola
nokkrum einum manni, hvort sem hann
heitir Guðmundur, Páll eða Pjetur, að flana
í blöðin með vægðarlausa eiuhliða og ranga
dó.rna um samhjeraðsmenn sina, og reyna
með pví opinberlega að gera pá og áhuga-
mál peirra hlæileg og fyrirlitleg í augum
alpjóðar, án pess haun sjálfur, hans skoð-
anir og framkoma, poli dóm peirra, eins
eða fieiri.
j>etta er pað, sem knúði mig og knýr
enn, til opinborra andsvara gegn pjer, en
alls ekki árásir pínar á prívat-líf mitt og
persónu, pví pær liggja mjer í ljetta rúmi,
nje heldur hitt, að pú hafir lirakið röksemd-
irnar í Stefnishrjefi mínu. I pví eru ein-
ungis teknar til umræðu pær skoðanir, sem
pú opinberlega hafðir látið í ljósi, og sjálf-
ur eius og boðið mönnum til umræðu, en
varla snert við hvötum pínum og framkomu.
Nú skal jeg reyna að sýna pjer, með ekki
óvægari orðuin en pú viðhef'ur um aðra,
hvernig framkoma pín í pólitíkinni og al-
mennum fjelagsmálum lítur út í augum
peirra, sem pú hefir sakfellt og svívirt, og
um leið, hvaða líkur eða mögulegleikar eru
til pess, að pú sjert fær til pess, eða hafir
rjett til pess, að fella pá dóma um menn
og málefni. sem pú hefir fellt með sjálfs-
blekkingarinnar djðrfung.
Fyrsta skilyrðið fyrir pví, að geta dæmt
rjett um eitthvað. er að pekkja pað. En nú
heiir pú einmitt, einkum á seinni árum,
sneitt pig nær pví alveg hjá peim mönnum
hjer í hjeraðinu, sem inest afskipti hafa haft
af, og iorgöngu veitt almenrium íjelagsmál-
um, tel jeg mig ekki par með, nema ef
vera skyldi í kaupfjelagsmálum og smærri
1901.
fjelagsskap. Að fráteknum nokkrum
pingmálafundum, hefir pú nær pvi aldrei
sótt pá hjeraðs eða fjelagafundi, par sem
beztur kostur var, að kynnast rjett peiin
málefnum, sem hjeraðsmenu hafa huft með
höndum, og skoðunum forgöngumannanna.
f>ú hefir aldrei tekið nokkurn pátt í peim
fjelagsmálum, sem hjeraðsmenn hafa unnið
að, en bæði í orði og verki látið vantrú
pína í ljósi, og jafnvel reynt að gjöra mál-
efnin tortryggileg og fyrirlitleg t. d. kaup-
fjelagið, fjárræktarfjelagið og jafnvel lestr-
arfjelagið (0. S. & F.). Samvinnu um pessi
málefni eða önnur hefir pú aldrei reynt,
heldur miklu fremur forðast hana. |>ann-
ig hefir pú útilokað sjálfan pig frá, að
kynnast rjett málefnum og mönnum, eða
fylgjast moð skoðunuin peirra og starfi. þú
bcfír pví staðið álengdar utan við hið fje-
lagslega hjeraðslíf, ókunnugur pví að mestu
á annan hátt en gegnum ímyndanir pítiar,
og dagdóma og hleypidóma. sem fiækjast
manna á milli. Jietta hendir nú auðvitað
helzt til marga menn, og er einmitt aðal-
orsök til sundurlyndisins, fjelagsleysisins og
samvinnuleysisins, sem með rjettu er svo
mikið kvartað um, en pú kýst fremur að
ala en eyða. En pótt pessi vöntun á fje-
iagslegum hæfileikum sje fyrirgefanleg peim
mönnum, sern að öSru leyti láta aðra í friði,
og engar ofsóknir hafa í frammi, pá er hún
með öllu ófyrirgefanleg peim mönnum, sem
gefa sjer og sinum skoðunum jafn mikið op-
inbert gildi,sem pú hefir gert. og gera sig
að opinberum dómurum um annara manna
orð og gerðir.
þessi skortur pinn á kunnugleik og
skilningi á mönnum og málefnum, hefir ber-
lega komið í ljós á peim fáu fundum, sem
pú hefir sótt og tekið pátt í lijer í lijerað-
inu. þú hefir komið par eins og ofan úr tungl-
inu eða út úr hömrum með pínar heimagerðu
ímyndanir og hleypidóma, pú hefir peytt
peim par í fundarinenn með stóryrðuin og
pjósti, og nær pví ætíð eignað forgöngu-
raönnum málefnanna lágar og lubbalegar
hvatir, eins og blaðagreinar pínar sýna. Og
eptir fundina hefir pú svo verið í illu skapi
yfir pví, hve litið tillit hafi verið tekið til
pin, og hve pjer hafi orðið litið ágengt, og
hefir pað einkum bitnað á peim, sem ein-
hverju hafa til vegar komið, eins og Bjarka-
pistlar pínir sýna.
J>etta er nú sá fjelagslegi og pólitíski
skóli, sem pú hefir gengið á, petta or sá
undirbúningur undir hluttöku i landsmál-
um, sem pú hefir aflað pjer. Og pví miður
er pað ekki pú einn, sem tekur pessum
tökum á fjelagslifiuu. Blöðin eru helzt til