Öldin - 01.08.1894, Blaðsíða 3

Öldin - 01.08.1894, Blaðsíða 3
ÖLDIN. 115 yfirunnir af nýjum og herskáum þjóðflokki er æddi inn á Indland að norðvestan. Þessi yíirgangssama aðkomuþjóð nefndi sig Ary- ana, er þýðir “göfugur,” “herralegur” eða “verðugur.” Eftir því er næst verður koinist var það tjóshærður þjóðflokkur. Líkamsbygging og siðferðiseinkenni þess- ara manna minnir menn á hina Hellensku flokka, eða jafnvel á Germanisku og Slav- onisku þjóðflokkana á miðöldum Evrópu. Þessir Indo-Aryanar höfðu upphaflega búið meðal hinna svo nefndu Persa, eða Persa- Aryana, fyrir handan Himalaya-fjöllin, á hálendinu í Mið-Asíu. Lengi frameftir dvöldu flokkar þessir norðvestan megin Indus-fljótsins og héldu áframað vera hirð- ingjar án fasts heimilis, flökkuþjóð. Hjarð- irnar voru þeirra eina eign og ávinningur í stríði við einlivern annan floltk, er þeir sífelt herjuðu á til að auka gripastól sinn, öldungis eins og Ilellenisku flokkarnir gerðu, og enda allir aðrir mannflokkar í Evrópu á fyrstu tímum. En þessir Ary- önsku menn voru vel gefnir. Þeir A-oru gæddir góðum skilningi, góðu minni, há- fleygum skálda-anda og hugmynda-ríki, liöfðu mikið vald á málinu og voru fram yflr alt gæddir ákafri tilhneiging til trúar- hugmyndar. Þessi tilhneiging læsti sig stig frá stigi inn í allar þjóðfélagslegar at- hafnir Indo-Aryana og gerðist þeirra aðal- lyndiseinkunn. Jafn vel á þessu lága menningarstigi þeirra, á meðan þeir enn voru flökkuþjóð og fylgdu lijörðum sínum upp og oían norðvesturbakka Indus-fljóts- ins, og löngu áður en þeir fluttu inn í hið eiginlega Indland, höfðu þessir Aryönsku hirðingjar byrjuðu á sálmagerð. Þessir sálmar lýstu sjálfkrafa mcð áhrifamiklum orðum öllum þeirra margföldu eðlishvötum og tilhneigingum, frammi fyrir liinni undrafullu, óskiljanlegu náttúru, er um- kringdi þá í þessum bústað þeirra, ejida ber a'lt þeirra hugmyndaflug vott um glaðan og þroskaðan anda þessara frumbýlinga. Elztu Aryönsku sálm- arnir í sálmasafni því, er nefnt er Rig-Yeda, tilheyra þessu fyrsta tímabili. Um síðir kom þar, að Aryanar fóru að flytja austur yflr Indus. í elzta flokki Rig-Veda sálm- anna sér maður, að flokkarnir eru búsettir fyrir vestan Indus, þ. e. í Penjab-héraðinu, landi hinna fimm fljóta, fljóta, er öll sam- einast Indus. Síðar í sálmaflokki þessum getur maður rakið for Aryana stig fyrir stig, á dreifing þeirra austur um landið, austur að Ganges-fljóti, og þá suðaustur með því, um allan hinn mikla Ganges-dal. Þetta timabil nefna Evrópiskir Sanskrit- fræðingar venjulega söguljóða tímabil Ary- ana á austurför þeirra og yflrbugun Ind' lands. Það cr satt, að einn flolckur hins mikla Mahabharata-safns beinlínis lýsir þessu tímabili og gengur aðallega út á að lýsa og það nákvæmlega, stórrnannlegum viðureignum leiðandi Aryana-flokka, inn- byrðis styrjöldum á meðal Indlands sigur- vegaranna sjálfra. Annað hið rnikla sögu- Ijóðasafn Hindúanna, er tilheyrir þessu tímabili, cr safnið Ramayana. Lýsir það safn áíramhaldandi straumi Aryana suð- austur um landið, alt að ströndum Ind- landshafsins og fram til eyjarinnar Lanka, en sem nú er endurskírð nafninu Ceylon. II. Til þess að skitja trúfræðislega breyti- þróun Aryana á Indlandi og þroskun þeirra andlcga lífs, verðum vér að rekja og at- huga nákvæmlega þeirra framfarahægu en framhaldandi spor, stig fyrir stig, alt frá þeirra fyrstu náttúrudýrkun. Vér verðum að skilja livað geflð er til kynna með nöfn- unum: Veda-bækur, Vediskt tímabil, Vediskt nám og-Vediskir skólar og bók- mentir, ef vér eigum að komast í skilning um hvernig á því stóð, að einföld náttúru- dýrkun eins og þeirra Aryana á Indlandi sltyldi síðar meir umhverfast í Brahmanis- mus, í fyrirkomulag, sem myndaði stétta- skifting og ströngustu hugsanlegar lær- dómssetningar og guðsþjónustureglur.

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.