Öldin - 01.10.1894, Blaðsíða 13

Öldin - 01.10.1894, Blaðsíða 13
ÖLDIN. 157 t'rá. skriðbyttu, og sáu þeir þar allir kom- inn Jesúmunkinn Hieronymus. “Það er undir ykkur sjálfum komið,” sagði hann aftur. “Undankoma er ykkur ómöguleg. Konungur ykkar er dauður, her ykkar er sigraður, allur heimur viður- kennir kyrkjunnar og keisarans yfirvald, bálkösturinn er hlaðinn og þar skulu lík- amir ykkar brennast til dýrðar vorum hei- lögu. En í mildi sinni hefir heilög kyrkja hugsað ráð, sem enn þá mætti bjarga lífi ykkar, og sendir mig nú til þess að bjóða ykkur líf.” “Ekki nema það !” svaraði Larson í háði. “Komið þá, æruverði faðir, leysið bönd mín og lofið mér að faðma yður. Eg býð yður fullkomna vináttu ef þér einung- is viljið trúa. Hvað segir ekki hann Seneca: homo homini lupus, wir Wölfe sind alle Bruder* “Ég býð ykkur líf,” sagði Jesúmunlc- urinn kuldalega, “með þrem skilyrðum, sem þið sjálfsagt neitið ekki að fylla. Ilið fyrsta er, að þið kastið trú ykkar með eiði og játið trú hinnar einu sáluhjálplegu kyrkju í heyranda hljóði.” “Aldrei!” æpti Bertel með ákafa. “Kyr !” sagði kafteinninn, “nú, setj- um svo að við afneitum trúnni.” “Því næst skulið þið,” hélt munkur- inn áfram, “verða útleystir móti því, að laus sé látin hin hávelborna jungfrú og furstinna Regína af Emmeriz, sem konung- ur yðar sendi með grimd og gjörræði langt norður í lönd eins og fanga.” “Það skal verða,” svaraði Bertel mcð ákefð. “Kyr þú,” sagði Larson, “núnú, hvað er svo ? setjum að hin háborna jungfrú verði útleyst.” “Svo er lítill hégómi eftir. Ég krefst þess að Bertel lautenant fá mér hring kon- ungsins Gústaf Aðólfs.” “Pvngjuna eða lífið eins og spellvirkj- arnir,” gall Larson við. “Þér heimtið hlut, sem ég hef ekki,” svaraði Bertel. Jesúmunkurinn starði á hann með tor- trygnissvip. “Konungurinn hafði boðið Bernharði hertoga að fá yður hringinn og hljótið þér því að hafa tekið við honum.” • “Það er mér alveg ókunnugt mál,” svaraði Bertel, eins og satt var, en orðin komu honum óvænt og fyltu hann leyni- legri gleði. Munkurinn setti aftur upp sinn glott- andi svip og mælti: “Úr því málinu er svo varið, synir góðir, skulum við ekki minnast framar á hringinn. En hvað snertir umvendun ykkar til hinnar rétttrú- uðu kyrkju......” Bertel ætlaði að svara, en kafteinninn tók fram í, enda var hann áður farinn að iða allur með efri kroppinn, en þar skein ekki á hann skriðbyttan. “Iívað það mál snertir,” sagði hann nú, “þá vitið þér vel, velæruverðugi faðir, að tvær eru hliðarnar: quœstio an og quœstio quo modo. Ef við skoðuin nú fyrst qœstio an, þá var rektorinn minn sálugi, hann Vincentius Flachsenius, ætíð vanur að setja negare sem prima regale juris. Þykir yðar velæruverðugheitum ekki bæði nýstárlegt og skemtilegt að heyra konung- legan kaftein tala latínu eins og kardínála ? Svo er mál með vexti, yðar velæruvérðug- lieit, að við lærðum í Ábæjarskóla og lás- um Ciceronem, Senecam og Ovidium, sem líka kallast Naso ; hvað mig snertir, þykir mér Cicero karlinn mesta málæðisskjóða og Seneca sérvitringstetur, en hvað Ovidius snertir.....” Munkurinn gekk fram að dyrunum um leið og hann sagði kuldalega : “Þið kjósið hcldur bálið.” “Heldur það en háðung og smán af- neitunarinnat!” æpti Bertel, sem gegndi ekki framar grettum og bendingum Lar- sons. “Vinur minn,” flýtti Larson sér að segja, “hann meinar, eins og bæði er eðji- *) Vér úlfar erum allir bræður.

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.