Öldin - 01.05.1896, Blaðsíða 11
ÖLDIN.
75
sig og óafvitandi framsetur maður þessar
og þvílíkar spurningar: “Er þá alt búið?
Er verkinu lokið? Er starfsvið uppgötv-
ananra upp-urið?”
Því verður ekki neitað, að það sýnist
ómögulegt að koma með uppgötvanir sem
jafnast geti á við hinar mikilfenglegu upp-
findingar á þessu fi'jósama öO ára tíma-
bili. En, ef vér gætum þess, að eins víst
eins og þær uppgötvanir hefðu þótt ómögu-
legar fyrri á árum, sem oss m'i þykja hvers-
dagslegar, eins víst megum vér gleðja oss
með þeirri von, að möguleikar framtíðar-
innar séu miklu mciri en vér nú getum
gripið, rétt eins og- vér vonum að öll breyti-
þróun mannkynsins miði jafnt og stöðugt
að göfugra, hærra takmarki,— aðaltstefni
áfram og upp á við”.
Móður-spáin rættist.
Eftir Stuart Livingston.
[Úr “Massey’s Magazine”, Marz ’96].
Það hafði verið hörmunga dagur í
“Mikla-virki.” Frá morgni til kvölds hafði
hin brennandi Júlí-sól steypt eld-heitu
geisla flóði sínu yfir hið litla virki, eins og
vildi hún kveikja í viðum öllum og afmá
þetta vígi af sléttunni. Um hádegis bilið,
þegar skuggi manns var svo stuttur, hafði
einn maðurinn sem á verði var innan virk-
isveggjanna hnígið niður meðvitundarlaus
og íyrir tilviljun hafði hann kastast áfram,
í stefnu til árinnar, eins og væri hann að
gera þegjandi kröfu tíl hennaj- að hlífa séi
fyrir hinum ægilega liita, sem var að yfir-
buga hann. Það var hans seinasta krafa í
þessu lífi. Ilann reis ekki á fætur framar.
Stríðsbræður hans færðu líkamann burtu
og hugsuðu um það eitt, að fall hans þýddi
ekki annað en að óvinirnir fengju þeim
mun færri fanga. Um annað liugsuðu
þeir ekki og enginn í virkinu, svo var
mikill drungi yfiröllum. En eftir því sem
sólin færðist neðar á vesturloftinu og
skuggarnir lengdust, eftir því hrestust
varðmennirnir. En það vaxandi fjör birt-
ist í þeirri mynd einni, að allir tóku til að
nöldra um kjör sín, en þó ekki nema í
hálfum hljóðum og pukri. Þeir drógu sig
þunglamalega aftur og fram um varðsvið
sitt og- svo hafði langvarandi fæðisskortur
sorfið að þcim, að þeir voru ekkert annað
en skinnið og beinin. Einkennis búning-
urinn, sem í upphafi var nærskorinn, hékk
nú í föllum &, líkama þeirra, eins og úlpa á
stöng. Einhvernvegin hafði sú hugmynd
kviknað meðal þeirra og útbreiðst þegar,
eins og eldur í sinu, að hin komandi nótt
yrði þeirra síðasta í þessu hörmunga-bæli.
Umsátin um Milda-virki skyldi enda á
morgun. Hvort sem flokksforinginn vildi
eða vildi ekki, skyldu hermennirnir ganga
á hönd fjandmönnunum og ganga að þcim
kostum, sem fram yrðu boðnir. Að þetta
yrði að gerast án viija foringjans, það var
nokkuð som hermennirnir allir viður-
kendu.
Ilitinn, þorstinn, huHgrið hafði á þess-
um eyðistað, og vatnslausum, þó vatnsfall
væri nærri, unnið meira en byssukúlur
Indíánanna. Boðhlýðni hermannanna var
á þrotum.
Kvöldið var komið. Ilinn dimmblái
kvöldskuggi var óðum að teygja sig yfir
austurloftið, þegar tveir menn gengu yfir
flötinn innan virkisins,
“Þegar á alt er litið, getur nú þetta
viiki tæpast talist stór-áríðandi”, sagði
lautenantinn við foringjann í spyrjandi
róm.
‘ ‘Það hefir sárlítið, ef nokkuð að gera
við málið, vinur”, svaraði foringinn með
áherzlu. Það sem hór er um að ræða er
það, að gefast upp á meðan við allir erurn
á fótum. Það hvorki get ég né vil ég
líða”.
“En, herra kapteinn........”