Öldin - 01.12.1896, Page 5

Öldin - 01.12.1896, Page 5
ÖLDIN, orðið að gera áður en hann legði af stað til Verkstoíunnar í mílufjarlægð. Sampson Cordage*-fólagið er voldugt einveldi. Sé það satt að einfalt félag haíi enga sál, pá mætti óhætt segja að voldugt einveldi haíi ekkert hjarta. Mörg félög sameinuð í einveldi liafa það eina mark- mið að afla fjár fyrir hluthafana upp á kostnað vinnumannanna. Til þess er öll- um hrögðum beitt. Að koma á vinnustofu, eftir að ákveðin mínúta er hjáliðin, að morgni, þýðir tuttugu og fimm centa tap í hvert skifti og vera að auki “lagðaður”. En að vera “lagðaður” oft þýðir burtrekst- ur. Það er heldur enginn hlutur auðveld- ari en að vísa mönnum burtu, þar sem 20 menn brjótast um fast, til að komast í hið auða skarð, og það án þess að spyija um hvaða laun séu goldin fyrir dagsverkið. Cullen brosti kuldalega, þegar hann heyrði óþolinmæðisorð konu sinnar. Tók svo eldspítu, kveikti á og bar að stónni. Þegar kviknað var í svaraði hann henni fyrst. “Eg heti ekki tíma,” sagði hann, “til að bíða eftir þessari stó. Eg er nú þegar orðinn liálftíma seinni en ég ætti að rera, og ekkert kaffi er komið á borðið enn”. í því fer að braka og bresta í eld- inu, því nú logar í stónni eins og væri hún i'ull af næfrum. í þessum svifunum tók barn til að gráta í liinu rúminu. Er það merki þess, að þar sé nú fólk einnig farið að bregða blundi. I því rúminu vor þrjú hreiður og ögn í öllum. í stærstu holunni var flmm áia stúlka. sem nú tók til að liugga litla fcóður sinn. Hún hafði mikið hár rauð- hirkið, sem hún hristi nú framan í hvít- voðunginn, til nýbreytni, en hann þreif í pg togaði eins og hann gat, en hélt áfram að skæla. Stúlkan, sem var þunnleit og *) Sampson=Samson. Cordafíe=reipi “kaðall”, snæri, o^ getur yfirleitt þýtt hvaða ielzt “band” sem er. liitstj. 183 sýndi að hún átti við bág kjör að búa, leit nú tii móður sinnar gegnum hárflyksurnar en bróðir hennar liangdi í. I því reis upp yngri systirin og tók bróður sinn sömu tökum og útlifaða brúðu, — tók um háls honum. Verkaði það tilræði þannig á litla manninn, að hann hætti að skæla, en fór að hlægja. Eldri systirin stökk þá upp úr rúminu ofan á kalt gólfið og hljóp eins og örskot fram að stónni og hnipraði sig þar saman og svo nærri henni sem hún komst án þess að kveikja í náttserksræfl- inum. Á meðan á þessu stendur var faðirinn að þvo sér upp úr ísköldu vatni og, eins og siður er sumra verkamanna, hvásaði hann óskðpin öll og frísaði, svo vatnsgus- urnar og írurnar gengu út um alt. Sumar gusurnar lentu enda á hinu skjálfandi barni við stóna, en hann veitti því ekki eftirtekt, enda sá hann sem stóð okki ögn fyrir sápunni. Þegar hann var búinn að þurka sér sá hann fyrst dóttur sina og á- varpaði hana þegar : “Helló! Kiða!” og brosti við henni. Það var augsýnilegt að faðir og dóttir voru tengd þeim vinabðnd- um, er mynduðu hinn eina ánægjugeisla á þessu heimlcynni skugganna. Að svo er, er auðsætt af ýmsu. Hann brosti í fyrsta skifti, er hann sá hana og hún, skjálfandi af kulda, en undir eins glaðvær, lagði undireins fingur á munninn, hristi svo fingurinn og leit til hans undirfurðuleg. Þessi breytni hennar þýddi það, að inóðir hennar væri ekki 1 góðu skapi núna og að þeim væri hollara að hafa hægt um sig. En nú var ekki tími til að æfa slg 1 bendingaleik eða stelast til að livíslast á og kyssast út í horni, þar sem mamma sæi ekki til þeirra. Eí móðirin rennir grun í, að eina ánægjan, eina vonin, hins vonarsnauða lífs manns hennar, er í aug. unum á þessari litlu stúlku, viðurkennir hún, að liún er ekki fyrsta eiginkonan.sem

x

Öldin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.