Öldin - 01.12.1896, Blaðsíða 6

Öldin - 01.12.1896, Blaðsíða 6
184 ÖLDIN. þannig hefir farið halloka fyrir dóttur sinni. í þessu kallar hin sjóka móðir og bið- ur um^kaffi.^Er þá úti hinn örstutti sælu- draumur föðursins. Hann rankar við sér, lítur vandræðalegur, svo hlægilegt er, ým- ist á kaffiketilinn eða litlu dóttur sína. Svo iítur hinn á vasaklukkuna sína. Hún er hálfgengin sjö og kaffið ekki til enn. Morg- unmaturinn er ekki tilbúinn og miðdags- ve’rðarkannan hans tóm. En að tíu mín- útum liðnum verður hann að vera kominn af stað, ella verður hann of seinn. Hann lítur út í gluggann. Það er enn koldimt úti og enn lemjast snjókornin á rúðunni. Hann býzt ef til vill við að verða tíu mín- útum lengur en vant er á leiðinni, í þessu færi. Iíann hneppir að sér ullarskyrtunni í flýtir og klæðir sig svo í vestið og treyj- una. Svo verður honum litið á óþvegna diskahrúguna á þvottaborðinu. Hann hafði verið of lúinn til að þvo leirtauið í gær- kvöldi og nú er alt ógert. Til að flýta fyrir snarar hann sér nú í yfir-kápuna og setur enda upp húfuna. þegar hann er að enda við þetta sýður á kaffi katlinum og hlýnar þá dálítið í her- berginu jafnframt. Næst kastar Cullen brauði inn í ofninn, til að verma það, tek- ur svo pönnu með ein'nverju mauki í og setur á stóna. Er það frosin samsteypa af kjöti, óálitleg en gefur frá sér ekki óþægi- legan ilm þegar pannan hitnar. Á meðan á því stendur býr hann til kaffið og lyktin út um alt húsið ber með sér, að í því sé meira af kaffi-“bætir”, en kaffi-baunum. I flýti nuddar hann svo mesta óþverran af nokkrum bollum og diskum í ísköldu vatni, og hellir svo kaffinu í bollana. En svo er engin mjálkin til í þetta skifti, — enginn tími til að fara út og kaupa hana. Hann fær dóttur sinni bolla til að færa mömmu, en sjálfur tekur hann annan og gleypir í sig sjóðandi kaffið svo fljótt sem hann get- ur og hrærir sylcurinn upp með borðkvís!, því enga flnnur hann skeiðina, í flaustrino. A meðan hann þannig er að rlfa í sig brauðið, maukið úr pönnunni og kaffið, lætur kona hans dæluna ganga, en hann gefur því sem minstan gaum. “Það er þreytandi að vera heilsulaus til langframa”, sagði hann við sjálfan sig. Stundum lét hann hart mæta hörðu, átaldi hana, þegar hún átaldi hann, en það gerði hann ekki í þetta skiftið. Undir eins og hann hafði tæmt bollann, tróð hann brauðstykki í mið- dagsverðarkönnuna, eða í hið þar til ætl- aða hólf, og þar lét hann líka nokkuð af mauldnu úr pönnunni. Svo helti hanu ögn af sykri úr skörðótta kerinu í könn- una, helti yflr það kaffi, setti brauðhylkið ofan á og lokið þar yfir, kysti dóttur sfna í flýti og — hljóp út úr dyrunum. “Líttu eftir henni, Kiða!” kallaðí hann í dyrunum. Konan sendi honum kveðju sína og enganveginn blíðlega, en hann heyrði ekki áfrýjunaryrðin, hann snaraðist út í myrkrið ag hríðina, og sem honum mitt í andstreyminu virðist engu kaldari eða kærleiksminni en er heimilið. Það er ofsaveður, — iðulaus hríð og út í hana æðir hann og ryður sér braut ein- hvemveginn eftir strætunum. Hann hleyp- ur eins og hann getur, því hann [fór að heiman þremur mínútum seinna en átt hefði að vera. Frank Cullen er stór maður og hraust- ur, með þykt skegg, skarplegur og djarf- mannlegur, holdskarpur en þolinn. I þetts. skifti gengur honum illa ferðin, hvemig sem hann lætur. Það er hált og hann rið- ar á fótunum í hverju spori, eins og væti hann aðframkominn af langvarandi lungna- tæringu. Yeðrið er orsökin í þetta skiftL Yindurinn og snjórinn standa á honum úr öllum áttum. 0g svo svört er hríðin, að það grillir cinu sinni ekki í hornið á reipa- verksmiðjunni. Hann hlustar eftir hviu gufu pípunnar, en heyrir ekkert. Hantt

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.