Framsókn - 01.04.1899, Page 2

Framsókn - 01.04.1899, Page 2
14 an á gluggum í búrum og kjöllurum, þar sem mjólkog matur er geymdur, til þess að þeir geti jafnan verið opnir, en netið er nauðsynlegt til að verjast flugunum. Sé vírnet ekki til, má strengja vel þunnt og gisið lér- ept i þess stað. Aldrei er hugsað of mikið um það, að loptið sé hreint, þar sem mjólkin er geymd, því að það má segja, að hún dragi í sig loptið og taki keim af því. (Meira.). Útsýn, i. Ástin. (Frh.). Hvernig stendur á því að svo mörg hjónaböndverða ógæfusöm, eða að minnsta kostisvipt vonum ástarinnar? Vegna þess að sérhvert slíkt samband krefst sjálfsafneitunar. Hvern- ig stendur á þvi, að svo margar vonir verða að engu, að svo mörg vináttubönd slitna, að svo mörg heit bregðast? Af þvi að það er sjálfselskan, sem ræður of miklu, vér krefjumst launa fyrir ást vora, þegar vér ættum að gefa hana. Kærleikurinn gengur eins og frumhugsun gegnum allt lifið frá vöggunni til grafarinnar og út yfir gröfina. Kær- leikurinn byggir, sameinar, sættir og samtengir allt, sem hann nær að snerta. Væri kærleikurinn tekinn burtu, mundi jörð- in verða að ófrjórri eyðimörku. Aðdrátturinn er kærleikans ósjálfráðá vala yfir hinu dauða efni, en kúgunarvald, sem bindur viljann. Sannur kærleikur er fijáls i eðii sínu og gerir allt frjálst. Trúðu ekki vananum, ekki skyldunni, ekki valdboðinu, ekki aðdáuninni, ekki uppþoti geðshræringanna, ekki dáleið- andi áhrifum annarar manneskju, sem þú ekki getur gert þér grein fyrir, en sem stundum sameinar mann og konu. Trúðu að eins þeim kærleika, sem þiggur og gefur í fullu frelsi. En — vei þeirn mönnum og þjóðttm, sem hata, jafnvel þó hatrið sé sprottið af því, að þær hafa orðið fyrir blóðugu ranglæti. Hatrið er heljarþyngd, sem óumflýjanlega dregur fórn sína niður 1 hyldýpið. — — — — Hatrið á enga framtíð, enga von nema hefndina, og hefndin kemur yfir þann, sem fremur hana. Hvað væri stríð án sætta? Beyg þig, þú ósættandi mannlega drambsemi, sem ætíð ert reiðubú- in til að réttlæta sjálfa þig, beyg kné þín fyrirguði kærleik- ans, áður enn hann sleppir sinni hendi af þér og lætur þig falla í hyldýpi hatursins. — II. Lífið, Eptir Zakarías 7'oþelius. Segið mér heimspekingar, líffærafræðingar og skáld: Hvað er lífið? Það er ekki þar fyrir, eg get vel lifað, þó eg viti ekki, hvað lífið er, en það er stundum svo, að mann langar til að spyrja. Menn svara mér. Lffið er andlegur og líkamlegur atburð- ur. Lífið er hæfilegleiki til þess að hreyfa sig, finna til, hugsa og verða fyrir ábrifum, lífið er starf heilans, lungnanna og taugakerfisins, það er blóðrás og andardráttur, sumir bæta við, samvizka. Spencer kallar það »samband við umheim- inn«. Eru fieiri svör? Já, ótal. En segið mér, sé þetta lífið, hvað er þá vitfirringurinn, fábjáninn, eða sá sem liggur í dái? Er hann ’dauður eða lifandi? Það er eptir að finna skýringu, sem nær út yfir svona yfirgripsmikið efni. Maður gæti tekið undir með Calderon: »Lífið er draumur«, eða með Salómon: »Lífið er skuggi, reyk ur«, eða með gríska vitringnum: sLífið er skuggi reyksins«. En eitt er áreiðanlegt. Sérhvert líf á sér takmark, hefur einhverja köllun, og ekkert líf hverfur án þess að hafa markað sér spor í tilverunni. Hvers végna skyldi það annars hafa orðið til? Ekkert er það til í tilverunni, sem sé hending, án takmarks eða tilgangs. Stundum kann náttúran að sýnast ótrúlega eyðslusöm og framleiða líf, einungis til þess, að þau glatist; þó er eyðing þeirra skilyrði fyrir nýrri lífsmyndun. Hér stækkar sjóndeildarhringurinn og mótbárunum fjölg- ar. Hver ber ábyrgð á þeim tilverum, sem sýnast glataðar og því, sem þær hata troðið niður? Arfgengar tilhneigingar og mannfélagsuppeldið eða uppeldisleysið, svara menn, hefur gert glæpamanninn og ódáðamanninn að því sem þeir eru. Þá leið komumst vér ekki. Væri hægt að gera grein fyrir sérhverjum glæp og sérhverri vesalmennsku með þessari kenningu, þá væri mannkynið orðið eins og fjárrekstur. Réðu ytri áhrif öllu lífinu, þá væri það ekkert nema ósjálfráð fram- rás. Andvægið á móti þessum áhrifum, sem alstaðar um- kringja oss, ógna oss og freista vor, er frjálsræði viljans. Allt er komið undir uppeldi viljans og mótstöðuafli. Abyrgðar- leysi er ekki til, nema sýnt verði fram á, að frelsi viljans sé lamað af ytra ofbeldi eða af siðferðislegri vitskerðing. — — — — — Aður en eg las Henry Drummond,* var eg sann- færður um þann sannleika, þar sem trú og vísindi eru í full- komnu samræmi. Frá því í æsku hef eg verið fráhverfur efnis-lífsskoðun (Materialismus.) Mér hefur jafnan fundizt það ósamboðið manninum að álíta mannsandann ekki annað en efnisbreytingar í heilanum og líffærakerfinu, og að vilja upp- leysa manninn í kol, vatn, sýru, kolaefni, »fosfór« og kalk. Maðurinn er andi í dulargerfi hins jarðneska búnaðar. Sé guðdómleikinn tekinn burtu, verður maðurinn óhjákvæmilega að dýri. Eg hef enga ástæðu til þess að lítilsvirða lífsskoðun annara, þó hún ekki sé samhljóða minni. Eg viðurkenni rannsóknarágæti efnislífskoðunarinnar. En aldrei get eg neitað heirni hugsjónanna, heimi andans, sem ekki verður mældur né veginn, en sem þó stendur í sífelldu og óleys- anlegu sambandi við hin ytri áhrif. Þessi ósýnilegi heim- ur, barátta hans, dýrðlegu sigurvinningar, blóðugu ósigrar, hrös- un f synd, viðreisn í miskun, óstöðugleiki og vonbrigði, gleði og sorg — allt þetta, ósýnilegt og ómetanlegt, hefur verið kjarni lffs míns, en ytri Viðburður þess hefur að eins snert ummál þess. Allt, sem lffsanda dregur, varðveitir lífið af ósjálfráðri hvöt ogfinnst það vera æðstu gæði. Maðurinn einn leitar lengra. Maðurinn einn getur í vanstillingu sinni skoðað líf- ið byrði. Látum oss ekki setja líflátshegninguna og sjálfs- morðið yfir siðferðislegt heimslögmál. Lífið er fjársjóður Ijársjóðanna. »Þegar lífið var bezt, hefur það verið erfiði og mæða«. Já, hið dýrasta og blessaðasta í lífi mannsins er erfiði í trú og kærleika. Skapléttir. (Eptir Alice Brown). »Hvað eruð þér að gera frú Lamson", spurði frú Pettis, þegar hún kom inn úr eldhúsinu, hún hafði setið *Henry Drummond er höfundurritanna: „Mestur í heimi“ og„Fríð- ur sé með yður", sem'“þýtt er á ísienzku. Hann hefur rita’ð vís- indalega um mörg trúaratriði og er hér átt við „Náttúrunnar lög í andans heimi" eptir hann, sem er stórmerkileg bók.

x

Framsókn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framsókn
https://timarit.is/publication/151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.