Framsókn - 01.05.1900, Side 4

Framsókn - 01.05.1900, Side 4
ao að vera þeim starfa vaxin, breytir illa, því að meðal annars kemur skortur hennar á nauðsynJegri þekkingu oft hart nið- ur á þeim, er henni þykir vænst um, ogverðurþeim að sorg og kvöl. Að vísu er reynslan bezti kennarinn, en hún er of dýrt keypt, því að efni manna, eins og þau almennt gerast, mega ekki við því, að húsfreyjan eyði fé til ónýtis. Sé hús- bóndinn ekki skuldugur, er hann kvænist, og ekki slarkari eða eyðsluseggur, og sé ekki heilsuleysi til að dreifa, mun heimilishagurinn að mestu leyti kominn undir því, hvort hús- móðirin stjórnar heimilinu með sparsemi og ráðdeild. En það er vandi að stjórna húsi svo vel fari, og ungum stúlkum er því engu síður þörf á að læra það en margt ann- að, sem þær nema. Geti stúlkan aflað sér talsverðrar þekk- ingar í þeirri grein áður en hún giftist, sneiðir hún oft hjá ýmsum vandræðum, er baka henni óánægju og ónauðsynleg útgjöld, og sem ef til vill koma því til Jeiðar, að eiginmað- ur hennar vantreystir henni að annast hússtjórnina, Konan verður að sníða sér stakk eftir vexti og má ekki kaupa dýr fata- efni eða búshluti, Jeyfi efnin það ekki. Hún verður sjálf að líta eftir öllu á heimili sínu og sjá um að allt sé gert 1 tæk- an tíma. Æskilegt væri, að húsmóðirin byggi til áætlun yf- ir nauðsynleg útgjöld hússins. o: héldi reikning yfir útgjöld heimilisins, og gerði það eins samvizkusamlega og henni væri auðið. Húsmóðirin verður umfram allt að hugsa meira um að vera en að sýnast. — Fagrar fjaðrir. Skrautlegur búningur hefur frá alda öðli gefið þeim, er hann bera, talsvert gildi í annara augum, og því ver er mörg- um hætt við að meta mennina meir eftir búningi þeirra en mannkostum. Jafnvel þó ódyggðir, er menn í raun og veru hafa andstyggð á, séu skartinu samfara, bera menn þó virð- ingu fyrir því, ef það að eins er nógu ríkmannlegt. En kom- izt menn eftir því, að farið sé ofan í þeirra eigin vasa til að ná þaðan fé því, er hinir skrautgjörnu kaupa fyrir dýrindis búning sinn og skrautgripi, þá ljúkast fyrst upp á mönnum augun og þeir hætta að bera virðingu fyrir hinu skreytta goði, eins og t. d. átti sér stað, þá er hin ógæfusama, frakkneska keisarafrú María Antoinette hlóð á sig óviðjafnanlegu skrauti, sem þjóðin hennar varð að borga. Því fer fjarri, að hér sé leitast við að gera lltið úr skrautlegum búningi. Hann er jafn-rétthár og fegurðartilfinn- ingin, sem skapar hann. En hann hefur náð meiru gildi en hann að réttu lagi ætti að hafa 1 mannlífinu, því ágæti manns- ins er þó mest um vert, en hitt skiftir litlu, þótt fötin, er hann klæðist, séu ei rlkmannleg. Til eru líka ýmsar fagrar fjaðrir, sem bera af öllu skrauti og prjáli meir en fjaðrir kolibrians og annara suðrænna smáfugla bera af öðrum fjöðrum. Þær skreyta oss meir en hinn skraut- legasti búningur, og þeim fjöðrum ættum vér að keppa eftir að skreyta oss. Þessar fjaðrir eru t. d.: fagrir siðir, kurteist og þýðlegt viðmót, fagurt og tilgerðarlaust látbragð — og, ef auðið er, skír og viðfeldinn málrómur og rétt og vel töluð íslenzka, sem er »móðurmálið vort góða, hið mjúka og ríka«. Grasfræðingurinn og lífstykkið. (Þýtt). Ymsar hefðarstúlkur nutu kennslu í grsafræði hjá hin- um nafnfræga, frakkneska nattúnifræðingi Cuvier. A meðal þessara yngismeyja var mær nokkur forkunnar fögur, en föl og veikindaleg. Kennari hennar renndi grun 1 hvað valda mundi. Einhverju sinni sýndi hann henni ljóm- andi fagurt blóm. Hún dáðist mjög að því, en lét jafnframt í ljósi, hversu illa henni félli, að svo fagurt blóm hlyti að fölna svo skjótt. Cuvier sagði henni, að blómið hefði tals- verðan lífsþrótt og mundi geta lifað lengi, ef það fengi að þróast á eðlilegan hátt og ef eðli þess væri að engu leyti misboðið. Nokkrum dögum síðar þegar yngismærin var stödd hjá Cuvier, litaðist hún um eptir hinu fagra blótni og sá þá, að það var fölnað og draup höfði til jarðar. Hún mælti þá við Cuvier: »Þér sögðuð mér, að þetta blóm mundi ekki fölna fljótt«. »Já«, svaraði hann, en eg hef misboðið þvf, með því að gera nokkuð, sem var eðli þess gagnstætt. Lftið á þennan silkiþráð; eg hef bundið honuin utan um stöngul plöntunnar og hindrað með því blóðrás hennar. Um leið og hann sagði þetta brosti hann og leit á vöxt stúlkunnar, er var mjög grannvaxin. Næsta dag kom hún þangað og var ekki í lífstykki, og að nokkrum mánuðum liðn- um var hörundslitur hennar orðinn fagur og útlitið hraustlegt. --.....-->o»o<.....— SKRÍTLUR. Kennari nokkur sagði við skólabörnin sín rétt fyrir páska- leyfið. „Verið þið sæll Gleðilega páska! Eg vona, að þið bæt- ið ráð ykkar í leyfinu". ÖJl börnin: „Við þökkum kæriega fyrir og óskum yð- ur hins sama". * ífí Hi Faðirinn: „Hvað ert þú að gera. Sofía?“ Sofía: Eg er að lita brúðukjólinn minn rauðan?“ Faðirinn: „Ur hverju ertu að lita hann?“ Sofía: „Ur brennivíni". Faðirinn: „Hvaðan kemur þér sú speki, aðhann verði rauður úr brennivíni". Soffa: „Jú, hún mamma segir alltaf, að brennivínið geri nefið á þér svona rautt". * * * „Maðurinn yðar sæli var mesti ágætismaður", sagði göm- ul kona, er heimsótti grannkonu sína til að samhryggjast henni". „Æ, já“, svaraði ekkjan og stundi, „eg heyri alla segja það. Eg þekkti hann sjálf mjög lítið; hann var meðlimur í 6 félögum". Utgefendur: Jarþrúður Jónsdóttir. Olafía Jóhannsdóttir. Glasgowprentsmiðja.

x

Framsókn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsókn
https://timarit.is/publication/151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.