Framsókn - 01.09.1900, Side 1
Kostar hér d landi
i kr%t utanlands
kr% i,jo.
FRAMSÓKN.
BLAÐ ÍSLENZKRA KVENNA.
Gjalddagi /, júli.
Uþþsögn skrijl.
f. /, okt.
VI. ár.
Reykavík, Septembei- 1900.
9. tbl.
Leiðrétting. í 8. tölubl. i. síðu, annari 1. a. o. stendur:
grafa, á að vera: kafa.
Lognsær.
Kvika, mjúka bylgjubrjóst,
bældu þína sorg og gleði.
Hvíldu þig svo létt og ljóst
við lognsins frið og breyttu’ ei geði.
Loftsins straumar líða liægt,
lyfta þér svo blítt og vægt.
Stíga hljótt hjá risabarnsins beði.
A þér sé ég, unnarbrá,
eins og svip af hrannarsköfium.
Spegilvangans glampi og gljá
grúfir yfir huldum öflum. —
Ólgubrjóst, þín andartog
eru þung, sem stormsins sog.
Djúpsins vættir leika að teningstöflum.
Mikla, kalda dulardjúp,
drauma minna líf þú glæðir. —
Afl þitt, bak við bjarmans hjúp,
ber mig upp í loftsins hæðir.
Bærast sé ég báruvæng,
breiðast sé ég hafsins sæng,
þar sem brimsins þróttur bundinn æðir.—
Kvikan, mjúkan bylgjubarm
bið ég leggjast mér að hjarta,
dögg í auga, djúpan harm
ineð dularhjúp um andann bjarta;
hóglátt mál og brennheitt blóð,
blæju af kulda um hjartans glóð —
kraft sem ei vill ærslast hátt, né kvarta.
G.
Utan úr heimi.
(Frh.). Allir ferðamenn, sem dvelja degi lengur í
Lundúnum fara að skoda „brezka safnið", þó ekki sé
nema til að geta sagt að þeir hafi séð það. Að skoða
sér til gagns, allt sem þar er samankomið, mundi taka
mannsæfi og hana langa, svo er það yfirgripsmikið.
Byrjað var að mynda safn þetta I753> en a^a tíð
síðan hefur það verið aukið kappsamlega. Georg fjórði
gaf safninu bókasafn föður síns, sem var afarfjölskrúð-
ugt og merkilegt.
í fordyrinu stendur meðal annara listaverka mynda-
stytta Önnu Damer; hún var frægur myndasmiður. Lestrar-
salurinn liggur í miðparti byggingarinnar, hann er 140
fet að þvermáli og 106 fet frá gólfi upp í hvelfingu,
bókaskrárnar einar eru rúm 2 þúsund bindi. Innar af
lestrarsalnum er „stúdentastofan", þar una námsmenn
aldri sínum yftr gömlum handritum og hundrað ára
gömlum blöðum og tímaritum. En ferðamaðurinn verð-
ur að halda áfram og láta bækurnar geyma sitt. Svo
koma langar raðir af borðum með glerlokum, og undir
glerlokunum eru geymd eldgömul bókfell með skínandi
litum, gömlum helgimyndum með logagylltum kórónum
og gullnum bagal, helgar meyjar í fagurbláum klæðum,
bænabækur forfeðranna í hvítu fílabeinsbandi skornu
með elju og iðni, sem er horfin í skaut löngu liðinna
alda, innsigli konunga og ráðgjafa Bretaveldis, dauða-
dómur Carls fyrsta undirritaður af Cromwell, sendibréf
frá Shakespeare, Milton og Jóni Knox, Washington, Luth-
er og Melankton; þjóðir og aldir bregða fyrir huga
manns og hverfa dýpra og dýpra inn í djúp meðvitund-
arinnar. Og enn þá undarlegri myndir birtast, þjóðir
og ríki, sem um þúsundir ára hafa legið í gröf sinni,
Ninive og Babýlon í öllu sínu veldi, ríki hinna fornu
Egypta, og sögurnar úr hinum helgu bókum, sem vér
lásum í æsku, tala undarlega þýtt í huga vorum, einsog
þegar þýtur í stráum um sólbjartan sumardag. A stórt
koparspjald er grafin mynd af assýriskum konungi, sitj-
andi á hásæti Assýríuveldis. Armeriiskir konungar og
konungasynir standa umhverfis hásætið og færa honum
skatt og þegnskyldu. Um þúsundir ára hefur veldi As-
sýríu verið jafnað með jörðu, fornfræðingar 19. aldarinn-
ar leita að leifum þess í iðrum jarðarinnar, en Armen-
ingar lifa enn á sömu stöðvum, þrátt fyrir allar ofsóknir
og hörmungar, af því þeir geymdu boðorð drottins allsherjar.
Enginn skarkali truflar kyrðina, allir ganga hljótt og
tala hljótt, steinveggirnir byrgja úti sumarhitann, sem ætl-
ar að gera út af við menn og skepnur, loftið er svalt og
leyfir huganum að njóta sín. Hver getur skýrt undraafl
endurminningarinnar, sem tengir kynslóð við kynslóð,
sem hnýtir kerfi aldanna, sem hvorki er takmörkuð aí
tíma né rúmi. Sannarlega er eðli hennar eilífðin og
ekkert getur fullnægt kröfum hennar, nema guð, sem er
uppfylling óendanlegleikans. — (Frh.).
----—»<►{ |5|||^| J**—-
Keisaradrotting Kínaveldis.
Síðan óeirðirnar í Kína byrjuðu hefur engin kona
í veröldinni vakið eins mikla eftirtekt eins og Toze
Hsi, keisaradrotting Kínaveldis.
Æfisaga hennar er undursamlegri en íburðarmesta
skáldsaga,