Framsókn - 01.09.1900, Blaðsíða 4
3Ó
grun í, að móðir sín hefði litið réttari augum á hann
en hún sjálf.
Það var hart að þurfa að slíta ástar- og vonarblómin
úr hjarta sér, eitt á fætur öðru og skilja þar eptir opin
sárin, er nístingskuldi næddi um. Rn voru ekki blómin
orðin saurguð, útötuð, fótum troðin, svo þau gátu ekki
lifað.
Það gengu ósköpin öll á í S., þegar það vitnaðist
þar, að Sigrún hafði rofið heit sitt við Einar, því þótt
trúlofunin hefði ekki verið opinber, þá sagði Einar nú
hverjum, sem hafa vildi, frá þessu öllu. Að eins sagði
hann engum frá, af hverju Sigrún hefði brugðið heit
við sig; yfir því gat hann þagað, og Sigrún sagði það
engum heldur, hún vildi ekki gera honum vanvirðu eða
spilla áliti hans hjá fólki.
Hún sagði ekki einu sinni foreldrum sínum orsök-
ina til þess, því að hún var svo hrædd um að móðir
hennar kynni að segja frá þessu, en hún vildi ekki að
það breiddist út. Um vorið kom hún ekki heim, því
að foreldrar hennar létu hana fara suður til Reykjavíkur,
svo að hún væri ekki heima fyrst í stað. —
Enginn gat í þessu skilið, en öllum bar saman um
að þetta væri óstaðfestu Sigrúnar að kenna, og álösuðu
henni fyrir að hafa svikið jafngóðan og sketmmilegan
pilt og Einar, en einkum var það þó Aslaug, hreppstjóra-
konan á Hóli, og Björg dóttir hennar, sem aldrei þreytt-
ust á að tala um það. Einar hafði danzað mikið við
Björgu um veturina og hafði henni eins og öðrum þótt
hann „ógn skemmtilegur".
Næsta vetur fyrir jólin heimsótti Aslaug prestskon-
una, og meðan þær sátu við kaffidrykkju segir Aslaug:
„Eg ætla að segja þér dálítið í trúnaði, því að eg
veit að þú segir engum frá því. Hún Bagga mfn er
trúlofuð honum Einari Ofeigssyni, en þau ætia ekki
að opinbera fyr en á afmælisdaginn hennar, sem er
á þrettándanum. Hann hefur sagt Böggu, að honum hafi
alltaf litizt bezt á hana, en hann þorði ekki að hugsa
til hennar, því að honum fannst hún vera svo langt fyrir
ofan sig; svo sagði hann, að Sigrún hefði farið að sækja
eftir sér og þá lét hann til leiðast, af því hann hélt
að hann fengi aldrei Böggu, en eiginlega er það Bagga,
sem honum hefur alltaf litizt á“.
„Það var þá gott að þau náðu saman á endanum,
sagði prestskonan".
„Já, hamingjunni sé lof fyrir það. Einar er góður og
staðfastur piltur og það er fyrir öllu“.
*
* *
Sigrún er enn ógift. Hún hefur strengt þess heit,
að ef hún trúlofist aftur, skuli hún ekki gangast
fyrir lit.
--------►♦Q»< ■ ■
Móðir D. L. Moody.
Faðir D. L. Moodys var gjaldþrota, þegar hann dó.
Móðir Moodys stóð uppi allslaus að heita mátti með
7 börn öll í æsku. Nágrannar hennar réðu henni að
koma börnunum frá sér og buðust til að útvega þeim
góða staði, en hún svaraði: „Meðan guð gefur mér þess-
ar tvær hendur, læt eg börnin ekki frá mér fyr en þau
geta unnið fyrir sér sjálf". Nágrannarnir sögðu, að það
gæti aldrei farið vel fyrir einstæðings kvenmanni að ætla
að ala upp 7 drengi, það sannaðist að þeir lentu á end-
anum í hegningarhúsinu eða á sveitinni. Enhúntreysti
guði og fór sínu fram, og allir drengirnir hennar kom-
ust til manns, þó enginn þeirra yrði jafnmikill maður
eins og D. L. Moody, sem hefur verið talinn mestur pré-
dikari af leikmönnum eftir daga postulanna. Moody sagði
jafnan, að enginn staður á jörðunni hefði brosað bjart-
ara við sér, en heimili móður sinnar, og þegar hann væri
á leið til hennat fyndist sér vegurinn aldrei taka enda.
Yfir gröf móður sinnar sagði hann, að ef allar mæður
væru líkar henni, þá þyrfti engin hegningarhús í heim-
inum.
Smávegls.
Það er ljótur ósiður, er ætti sem bráðast að hverfa, að
væta fingurinn i munnvatni sínu um leið og blöðum er fiett
1 bók. Sé sá, er þetta gerir, berklaveikur, getur veikin breiðzt
út áþennan hátt. Það ætti líka að gæta meiri varúðar, en gert
er, við meðferð peninga, því að þeir fara svo margra á milli.
Það er t. d. altítt hér í Rvík að láta smápeninga ofan í mjólk-
urílát, þegar mjólk er keypt, en það ætti enginn að gera, því
að mjólkin, sem svo er lá}in í ílátið, getur fengið 1 sig sótt-
kveykjuefni úr peningunum. Bezt er að þvo sér úr karbólvatni
um hendurnar hafi menn handleikið peninga.
Rdð við bruna. Hrárri eggjarauðu er gott að rjóða á bruna,
sé hann ekki svo mikill að læknis þurfi að leita; öllu betri er
þó eggjaolía, hún fæst í lyfjabúðum.
Nýtt rdð. Það hefur hingað til þótt óskaráð, að ná blettum
úr silki og fötum með benzíni, en þó hefur sá hængur verið
á því, að rönd hefur komið kringum blettinn, sem vættur er
í benzíninu. Til þess að komast hjá því, hafa verið gerðar
ýmsar tilraunir og nýlega hefur mönnum tekizt það, með því
að láta dálítið af kartöflumjöli saman við benzinið, sem á að
verða þykkt eins og grautur. Þessum graut er síðan roðið
um blettinn og þegar hann er orðinn þur, er hann fyrst nugg-
aður með voðfeldri tusku og síðan burstaður með varúð; er
þá bletturinn horfinn, án þess að nokkur rönd sé eftir á fatn-
aðinum. En það eru að eins óhreinindi, sem nást á þennan
hátt, en ekki blettir eftir lit, vín eða meðui.
Ohreinum blettum má ná úr karlmannsfötum og peysuföt-
um með tusku vel vættri í salmiakspiritus, sem fæst á lyfjabúð-
um. Hvað eftir annað er tuskan vætt og bletturinn nuggaður
þangað til hann hverfur. En tappann skal fljótt láta aftur í
salmiak- og benzinglös, því annars gufar það burt. Benzin
má ekki koma nálægt eldi, því að það er svo eldfimt.
,FRAMSOKN‘
kostar 1 kr. hver árgangur (12 tölubl.) erlendis 1 kr. 50 a.
Nýir kaupendur að þessum yfirstandandi árgangi geta fengið
sem kaupbæti allan drganginn 1899 fyrir að eins 50 aura, eða
fyrir I kr. 50 a. bdða árgaugana, er borgist um leið og pant-
að er. Nýir kaupendur gefi sig fram sem fyrst. Ungfrú Ólafía
Jóhannsdóttir, sem nú dvelur erlendis, mun halda áfram að
rita í blaðið. Allir vinir »Framsóknar« eru beðnir að styðja
að útbreiðslu hennar.
Utgefendur:
Jarþrúður Jónsdóttir. Olafía Jóhannsdóttir.
Glasgow-prentsmiðja,