Framsókn - 01.09.1900, Side 2

Framsókn - 01.09.1900, Side 2
.14 Eins og kunnugt er, eru konur hafðar í litlum met- um á Kínlandi. Samkvæmt kenningu Kínverja er kon- an eins miklu óæðri en maðurinn, eins og jörðin er ó- æðri himninum, eymd og dauði stafa frá konunni, en líf og hamingja frá manninum, því er það lögmál nátt- úrunnar, að konan skal jafnan standa undir valdi manns- ins, sjálf má hún ekkert vilja og engu ráða. Að drepa stúlku- börn er eigi talið með morðum í Kína og er altítt. Hvergi í heiminum er ólíklegra, að umkomulaus ambátt mundikomast til æztu valda en í Kínaveldi, en þetta hef- ur Toze Hsi þó tekizt. Hsi var borin og barnfædd norður í Mantsjúri; faðir hennar var embættismaður þar, en missti eignir og stöðu fyrir einhver óhöpp og flæktist suður til Can- ton með konu sína og tvö börn: Hsi og bróður hennar. Norður í Mantsjuri er það eigi siður að strengja fætur stúlkubarna, eins og gert er á Kínlandi. Hsi fékk því að halda fótum sínum óskemmdum og gat hlaupið um allar áttir, hún var stór og sterk eftir aldri og tíndi spítur í eldinn fyrir mömmu sína; fátæk börn í Kína vinna sér líka oft inn ofurlítið með því að safna taði á göt- unum og selja til áburðar, Og á þann hátt hefur Hsi lík- lega líka hjálpað foreldrum sínuni. En hvernig sem þau fóru að gátu þau ekki varizt hungursneyð og svo fóru leikar, að foreldrar Hsi sættu sig við að selja hana man- sali, sem altítt er á Suðurkínlandi; eru efnileg stúlkubörn þar jafnan gjaldgeng vara. Það er sagt, að Hsi hafi sjálf stungið upp á, að faðir sinn skyldi selja sig til að forða foreldrum sínum og bróður hungursdauða. Mað- urinn, sem keypti Hsi fór vel með hana. Hun var skýr- leiksbarn og myndarleg í öllum verkum og kom sér svo vel við húsbændur sína, að þau fóru með hana frem- ur sem barn sitt en ambátt. Enginn, skilur í því, hvern- ig Hsi lærði að lesa og skrifa, því þess voru engin dæmi, að nokkrum manni dytti í hug að kenna kínversku stúlkubarni slíkar listir. Allt um það var Hsi lesandi og skrifandi, þegar hún var 8 ára gömul. Arið 1848 gerði Hien Fung, keisari Kínverja, sem þá var barnlaus maður, heyrum kunnugt, að allar yngis- meyjar 15—18 ára að aldri af ætt hinna fornu Mant- sjúri keisara gætu komið til hallarinnar í Peking, til að keppa um þá miklu tign að verða önnur kona keisar- ans. Einn góðan veðurdag, þegar Hsi var á hlaupum um bæinn, sá hún þessa auglýsingu og las hana; henni datt í hug að freista gæfunnar og fara til Peking, það væri aldrei annað en sér yrði vísað frá. Hún fór til húsbónda síns, sagði honum frá fyrirætlun sinni og bað hann leyfis að mega fara. Aræði hennar og metnaður gekk svo alveg fram af manninum, að hann gaf henni farar- leyfi og gerði hana að öllu sem bezt úr garði. Hsi kom til keisarahallarinnar á ákveðnum tíma, og svo fóru leikar, að hún varð ein af tíu stúlkum, sem valdar voru úr mörgum þúsundum. Hsi komst innan skamms í vinféngi við keisaradrottninguna, og kom sér mætavel við allt kvenfólkið í höllinni. Þremur árum seinna fæddi hún son, ríkiserfingjann Tung-Chi og var hagur hennar nú hinn glæsilegasti, er orðið gat, hún var upp áhald keisarahjónanna og keisaramóðir. Atlt fór nú fram með mestu spekt, en árið 1860 brutust Frakkar og Englendingar inn í Peking, rændu „sumarhöllina" og lögðu síðan eld í hana; keisarinn komst með naumind- um undan og flýði til Jého með Hsi og son þeirra 6 vetra gamlan. Ekki löngu seinna árið 1861 dó keisar- inn; ríkisstjórnina fól hann þar til kjörnu ríkisráði, en kon- ur hans báðar skyldu annast um uppeldi ríkiserfingjans. Frá þessum tíma ætla menn, að Hsi hafi haft af- skifti af allri ríkisstjórn. 1872 þegar tími var til kom- inn að sonur hennar giftist, valdi hún honum konu. Hsi lét sjaldan sjá sig opinberlega, en hún stóð „á bak við tjöldin" og heyrði og sá allt, sem fram fór, og er það almæli, að jafnan yrði fljótt um þá, sem að einhverju leyti sjálfrátt eða ósjálfrátt tálmuðu fyrirætlunum hennar. 1875 dó Tung-Chi keisari. Ekkja hans Al-a-tevar þá ineð barni, en dó snögglega skömmu eftir, að sumra ætlun af eitri. Hsi komst nú á ný til valda ásamt vin- konu sinni, gömlu keisaraekkjunni. Þær bjuggu hvor í sínuru enda keisarahallarinnar og var Hsi kölluð vestur- keisaradrottningin, en hin austurkeisaradrottningin. Gamla keisaraekkjan dó 1881 og ambáttin frá Canton varð lög- mæt keisaradrottning Kínaveldis. Þegar Tung-Chi keisari dó tók Hsi frænda hans Kwang-tu, sem þá var barn að aldri, til að verða eftirmann hans. Kwang-tu kom til valda 1889. Hann var ekki eins leiðitamur Hsi, eins og hún hafði búizt við, en þó hét það svo, að hann sæti að völdum þangað til 21. sept. 1898. Þá lýsti hann því yfir, að hann væri eigi fær til ríkis- stjórnar og lagði völdin í hendur Hsi; samt gaf hún öll stjórnarboð út í hans nafni. Dómar manna um lunderni og mannkosti Hsi eru mjög misjafnir, en öllum ber saman um það, að hún hafi haft framúrskarandi hæfileika, og að allra dómi er hún mjög kurteis og þýð 1' viðmóti. Sumir segja, að hún sé frjálslynd og hlynnt öllum framförum og um- bótum, aðrir segja að hún sé grimmdin sjálf og svífist einkis til að geta satt hamslausar fýsnir, að hún hafi komið á stað og styðji af alefli manndrápin og hryðju- verkin í Kína, sem enginn sér fyrir endann á. Uppreisn- in og manndrápin í Kína bera máske í skauti sér stór- kostlegii viðburði og byltingar í sögu mannlegrar menn- ingar, en skeð hafa í margar aldir; heímurinn hefur enn ekki séð Austurlandarisann í veldi sínu, hann hefur enn ekki kreppl hnefann til fulls, og líklega hefur engin kona í veröldinni fyr né síðar haldið fleiri örlagaþráðum í hendi sér, en ambáttin frá Canton, sem nú sveigir veld- issprota sinn yfir fjórða hluta alls mannkynsins. Heitrof ið. (Eftir konu. í Skagajirði.) (Niðurl.). Það var komið undir jólaföstu, þegar Sigrún kom á kvennaskólann. Allar hinar stúlkurnar voru fyrir löngu komnar. Meðal skólasystra hennar var stúlka nokkur, er Guðrún hét, ættuð að austan. Hún var dökkhærð

x

Framsókn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsókn
https://timarit.is/publication/151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.