Framsókn - 01.10.1900, Blaðsíða 4
4°
ekki sjónar á gömlu konunni, það lá við að eg gengi við
hliðina á henni. Við urðum nú samferða inn í þorpið {
kvöldkyrðinni rétt áður en kvöldklukkunum var hringt. í
þorpinu voru fáeinar dimmar götur og fáeinar búðir með
spánskum skóvarningi í gluggunum, múldýrabeizlum og
öðrum iðnaði stutt á leið komnum. Þar var einnig
kirkjan og kirkjugarðurinn; og allt þetta mannfélag var
útilokað frá umheiminuin með hinum afarstóra, hljóða
eikitrjáa-skóg.
Jæja, mér var þá ekki hægt að gera neitt fyrir
þennan gamia vesaling, sem tilviljunin lét verða á vegi
mínum. Nú hugði eg, að konan mundi hverfa inn í
eitt af hinum dimmu, Hnáu húsum, leggja byrði sína
frá sér í eitthvert skot og að öllum lfkindum fá illar
viðtökur, að hver a fætur óðrum myndi hreyta illu til
hennar, eins og títt er gert þeim mannskepnum, sem eigi
geta unnið fyrir sér, að morgni myndi hún byrja hina
gleðisnauðu, einskisverðu tilveru sína, þangað til dauðinn
miskunaði sig yfir hana vesaling. Hjarta mitt komst
svo við af bágindum hennar allt frá þeirri stundu er
eg virti fyrir mér hinn ráðvendnislega svip hennar og
heyrði hið þúnga andvarp, þegar hcnni veitti svo örðugt
að klifa upp fjallið.
En þar sem gatan endaði sáum við barn, það liljóp
á móti okkur yfir hina hrufóttu steinbrú. Það leit svo
út, sem það vænti komu hennar og hlypi nú á móti
henni, og undir eins og það þekkti hana rétti það út
hendurnar á móti hcnni og kallaði hátt »Amona«, er
á baskisku þýðir amma. Litla greyið var tveggja eða
þriggja ára — í rifnum flíkum, veiklulcgt og fjarska
ljótt, en líktist henni: Þar var svipurinn hennar og sama
hreinskilnislega og góða tillitið. Þetta litla brosandi
barn átti nú að byrja að lifa hinu sama aumkvunarverða
lífi og amma þess hafði lifað og nærri því endað.
»Amona!c Hún rétti út hendurnar, og innileg
hjartans gleði breytir andliti hennar á svipstundu. Nú
hugsar hún ekki framar um hinn langa og örðuga veg,
er hún varð að ganga eða um ónot annara, ást litla
barnsins sykrar henni allt. Hrukkurnar sléttast á enni
hennar og hún finnur ekki lii þreytu, hún er sem væri
hún önnur en fyr. Hún hefur án efa getið sér til, að
eg mundi aumkva hana, því að hún snýr sér við og
að mér, til þess að ganga úr skugga um að eg hafi séð
hann, þetta barn. Það var eins og hún vildi sagt hafa:
»Sko, er hann ekki yndislegur — get eg ekki verið upp
með mér af því að eiga hannf Dirfist þú nú að aumkva
mig aftur, þegar þú sér að eg er amma slíks barns.
Eg geng burt og tekmeð mér mína óþörfu meðaumkv-
un — og í sama bili er kvöldklukkunum í kirkjuturnin-
um hringt. Þegar gamla konan heyrir það, stendur hún
kyr og signir sig, hún beygir andlitið, sem Ijómaði af
barnslegri, fastri trú, hinni einu sönnu trú, sem ekki
hryllir við elli og dauða.
Og í hinni djúpu ró þessa afskekkta staðar, í þessum
skóg, sem gengur til hvílu í hlýju sumarhúmi, vildi eg,
hinn einmana ferðamaður, sem á ferðalagi mínu hef að
eins af tilviljun komið og séð þetta framfaralausa, óbrotna
mannlíf, hafa ávarpað þannig gömlu konuna. »Aumkvast þú
heldur yfir mig, bið þú fyrir rósemi minni, því að eger
vafalaust aumkvunarverðari en þú — vafalaust aumkvun-
arverðari “.
Aðsent.
Þess hefur áður verið getið í Framsókn að hollara
og hentugra væri að brúka teppi en yfirsængur. í stað
bómullar má brúka tog eða ull og er það miklu ódyrara.
Togið eða ullin þarf að vera þvegin áður en hún er
kemd. — Þegar búið er að kemba hana (sem ekki þarf,
að gera mjög vandlega og er fljótlegast að gera í stól-
kömbum) er hún lögð í lög á víxl, eins mörg lög og
þurfa þykir ofan á fóður af þeirri stærð er menn vilja
hafa teppið. Þá er hitt borðið lagt ofan yfir og síðan
er þrætt gegnum bæði borð eins þétt, sem þörf þykir og
hliðarnar varpaðar saman. Utan um teppið er svo bezt
að láta ver, sem má þvo eins og venjulega eru þvegin
yfirsængurver.
Vetlingar ættu jafnan að vera svo laskalangir að
þeir hyldu úlnliðinn; úlnliðakuldi er bæði óhollur og ó-
notalegur.
Sokka, vetlinga og vaðmál í nærföt ætti ekki að
þæfa mjög mikið. Allur nærfatnaður verður harð iri og
kaldari við mikið þóf.
A sveitabæjum þar sem ekki er hægt að leggja í ofna,
eru gestarúm oft 'köld og jafnvel raki í rútnfötunum. Ur
þessu mætti dálítið bæta með því að lata brúsa eða
flöskur með sjóðandi vatni í rúmið áður en að sofa á
í því og smáflytja þá til, einkum ríður á að velgja fóta-
lagið. Sé glerbrúsi eða flöskur notaðar, þarf að gæta
þess að hella ofurlitlu vatni í fyrst og gutla því svo
innan um ílátið, svo það smá-hitni, annars springur það.
Sessur ætti aldrei að fylla svo að þær yrðu harðar.
Þær ættu að vera búnar til þannig, að þær gætu verið
til hvíldar og þæginda, en- ekki bara til að horfa á þær.
Það má búa til laglegar sessur án alls útsaums úr fall-
egu hálf-silki eða jafnvel úr smekklegu sirzi og rikkja
utan um þær kvartels breiðan lista, lagðan tvöfaldan úr
sama efni.
Glasgow-prentsmiðja,
þar sem þetta blað er prentað. tekur til prentunar
fyrir mjög lágt verð: blöð og smáritlinga, erfiljóð,
grafskriftir, markaskrár, kvittana-eyðublöð, reikn-
inga- og bréfahausa og allskonar smávegis. Letur
fallegt. skírt og fjölbreytilegt og prentun fullteins
smekklega af hendi leyst, sem í öðrum stærri
prentsmiðjum hér,
Utgefendur:
Jarþrúður Jónsdóttir. Olafía Jóhannsdóttir.
Glasgow- prentsmiðja.