Framsókn - 01.09.1901, Blaðsíða 4

Framsókn - 01.09.1901, Blaðsíða 4
Um kvenfólk erlendis. Kvenháskóla í Moskva í Rússlandi er nú í ráði að stofna. Rússneskur maður, Astrakorf að nafni, hefur gefið 3 miljónir rúbla (um 6 miljónir króna) til þess konar stofnunar, og kennslumálastjórnin rússneska hefur gefið samþykki sitt til þess. Fyrst um sinn er ætlazt til, að þrjár fræðideildir verði á háskólanum, ein fyrir læknisfræði, önnur fyrir stærðfræði og hin þriðja fyrir náttúrufræði. Á Þjóðverjalandi stunda nú sem stendur 1029 kon- ur nám við háskóla. Sumarið 1900 voru þær að eins 618. Félag finnskra kvenna skipaði í fyrra ungfrú E. Lindgren umsjónarkonu í garðyrkju í Helsingfors. Ætl- unarverk hennar er að hjálpa þarlendum konum til að búa til aldingarða og gróðrarreiti og til að rækta aldin- tré og berjarunna, einnig til að hagnýta rótarávexti og kál o. fl. Frá byrjun maí og til októbermánaðar- loka í sumar, er leið, ferðaðist ungfrú Lindgren á 54 staði og hafði þar eftirlit með tilbúningi garða og gaf ráð og bendingar um skynsamlega aldingarðarækt og garðyrkju. Kona ein í Frakklandi hefur nýlega verið gerð ridd- ari af heiðursfylkingunni. Það er hinn djarfi og frjáls- lyndi kvenrithöfundur frú M. L. Gagneur. Hún hefur verið alin upp í klaustri Jesúíta og hefur þar átt hægt meðað verða nákunnug öllu því ólagi, er þar á sér stað og sem hún nú skýrir frá og berst á móti með miklum ákafa. Þegar hún var sloppin úr þessari stofnun, gerð- ist hún rithöfundur og reit fyrst grein um hin bágu kjör enskra verkamanna. Með grein þessari ávann hún sér mann sinn, því þegar hinn frakkneski þingmaður Gagneur hafði lesið þessa litlu grein, bað hann hennar sér til eiginkonu, þótt hannn ekkert þekkti hana. Hann fékk jáyrði hennar og það er sagt, að hjónabandið fari ágætlega. Skaldsögur hennar hafa runnið út og vakið mikla eftirtekt. Hún berst þar heitt og ákaft fyrir frelsishug- sjónum sínum. Af einni grein hennar um útbreiðsln þjóðveldisins seldust 300,000 eintök. Kvenveiki. Dr. med. C. Lorentzen héit fyrir skömmu fyrirlest- ur í Kaupmannahöfn um veiki, sem væri almenn meðal kvenna, gasteroptosis, sem táknar, að maginn sfgur niður. Um 1880 varð franskur læknir fyrst var við veiki þessa, og á fáum árum hafði hann undir hendi sinni 120 sjúklinga, sem, að fráskildum tveimur, höfðu allir verið meðhöndlaðir eins og þeir hefðu magakatar. Það er ekki hægt að benda með vissu á neitt, er veldur veiki þessari, með því að hún finnst hjá konum úr öllum stéttum, ungum og gömlum, giftum og ógift- um, já, jafnvel hjá börnum. Læknirinn gat síðan um sjúkdómseinkennin, mörg þeirra voru hin sömu sem á magakatar, en þó voru nokkur þeirra alveg sérstök. Sjúk- lingarnir væru oft mjög veiklaðir og það þyrfti nákvæma rannsókn til að geta staðhæft sjúkdóminn, Við þessa rannsókn væri bezt að hafa loftrör með litlum rafmagns- lampa. Maginn gæti verið svo langt niðri, að hann þrýsti á blöðruna, Það væri ekki hægt að gera neitt til að fyrirbyggja þessa veiki, hún gæti sjaldan orðið svo læknuð, að maginn kæmist á sinn rétta stað aftur) en sjúklingnum gæti með réttu matarhæfi batnað svo á stuttum tíma, að honum væri ekki mein að veikinni. Meðul gögnuðu ekki, en veikin yrði læknuð með kröft- ugri fæðu og með því að borða oft og lítið í einu og hvfla sig á eftir, ef mikið er borðað. Konur ættu að hafa magabelti til að styðja mag- ann, búið til eins og hentast væri til heilsubata. (Tekið úr Kvinden og Samfundet). H r u k k u p. (Lauslega þýtt). Ommur vorar sögðu, að æskan væri á enda, þegar þær urðu varar við fyrstu hrukkuna. Þær hugðu, að frá þeirri stund ættu þær að klæðast sem gamlar konur og láta á sig kappa oggleraugu, þær hefðu lokið við að lifa. Mér þætti gaman að sjá þann mann eða þá konu, sem nú hefði dirfsku til að segja við konu, sem vel fylg- ir tímanum, að ellin kæmi með fyrstu hrukkunni. Hún mundi svara, að þessi daufa rák bæri vitni um, að hún hefði náð því, sem hún hefði barizt fyrir og ætti alls alls ekkert skilið við æsku eða elli. Ömmur vorar lifðu á rólegri tímum en vér. Þá höfðu konur ekki eins miklar annir. Hrukkurnar komu seint á andlit þeirra kvenna, er að eins hugsuðu um dagleg störf á heimili sínu, og sem lifðu þvf lífi, er rann áfram sem iéttur straumur, hver dagurinn var öðrum líkur Og þeim var ekki dýrmæt hver mínútan eins og oss. Heilsuleysi setur oft hrukkur á andlitið, en séu þær ekki of margar, iýta þær ekki andlitið, heldurgeraþaðskarp- legra. Bezt er að þvo sér úr volgu vatni, það varnar mest hrukkum. Kalt vatn eða heitt er ekki rétt að nota til andlitsþvottar. Sumir venja sig á hrukkur, með því að gretta sig og setja brettur á andlitið, en það ættu menn að var- ast. Bros og hlátur getur líka sett hrukkur á andlitið, en þær eru kririgum augun og munninn og lýta ekki. Það er slæmt að ofþreyta augun með vökum, lestri eða vinnu; öll þreyta gerir menn hrukkótta og sama er að segja um sorg og kvalir. Öll andlitssmyrsli dýpka hrukkurnar, þó að húðin verði í bili fallegri. Bezta ráð- ið til að verjast hrukkunum er holl og kraftgóð fæða. Góð heilsa, góð lífskjör og hugarró eru beztu meðulin til að viðhalda fegurðinni. Þessar bendingar eru handa þeim; sem vilja verjast hrukkum, en konur ■ nútímans eru ekki hræddar við hrukkurnar. — Smávegis Litla dóttirin. Eger lík mömmu. Er það ekki satt frændi? Módirin. Ja, sei, sei, hvernig getur Lísa litla verið svona hræðilega hégómleg. Hann. O, inndæla ungfrú! Eg elska yður og eg tilbið yð- ur, svo að eg ætla að missa vitið. Hún. Þá er bezt fyrir yður að tala við hann föður minn. Hanti. Hef eg þá einhverja von? Hún. Já, óefað. Faðir minn er læknir á vitlausra-spítala. Útgefendur: Jarþrúður Jónsdóttir. Olafía Jóhannsdóttir. Glasgow-prentsmiðja.

x

Framsókn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsókn
https://timarit.is/publication/151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.