Kvennablaðið - 17.04.1895, Qupperneq 1

Kvennablaðið - 17.04.1895, Qupperneq 1
Kvennablaðið. I. ár. Reykjayík, 17. apríl 1895. Nr. 3. Ekknasjóðir. Það er mjög þarflegt fyrirtæki, sem nokkrar konur á Akureyri hafa gengizt fyrir, að stofna ekknasjóð í Eyjafjarð- arsýslu með frjálsum samskotum. Þær eiga mikinn heiður og viðurkenn- ingu skilið fyrir framgöngu sína í þessu máli. Og þótt þær tali að eins til Ey- firðinga, ætti öllum að vera það ljóst, að stofnun slíkra sjóða væri víðar nauðsyn- leg enn þar. í hverri sveit, hvort sem er til lands eða sjávar, væri slíkar stofn- anir nauðsynlegar. Það ber svo oft við, að kona missir mann sinn frá mörgum börnum, sem hefir gert sitt ýtrasta til að vinna fyrir fjölskyldu sinni og bjarg- ast án anuara hjálpar. Og ofan á þá sorg, sem slíkur missir er fyrir eigin- konuna og móðirina, bætist við áhyggj- urnar fyrir heimilinu og ótti fyrir, að hún geti eigi varizt sveit með börn sin. Þá mundi ofurlitill árlegur styrkur verða mjög mikils virði. Fyrst gæti hann, þótt litill væri, oft bætt mikið úr bráðustu peningavandræðum ekkjunnar, og í öðru Iagi mundi hann verða hvöt fyrir ekkjur til að leitast við að bjargast áfram án sveitarstyrks, svo lengi sem unnt væri, því auðvitað ættu þær einar að fá styrk- inn sem ekki þægju af sveit. Það er of mörgum hætt til, sem einu sinni hafa | fengið sveitarstyrk, að kæra sig minna þótt þeir fái hann aftur, úr því þeir einu sinni hafa þurft hans með, þótt þeim hafi í fyrstu fallið það illa. En styrkur úr ekkjusjóði, sem veittur væri fátækum, duglegum kouum, sem hefðu mjög erfiðar áslæður. væri nokkurs kon- ar viðurkenning fyrir dugnað þeirra, og mundi auka kapp og glæða sómatilfinn- ingu kvennanna sjálfra. Það væri því mjög æskilegt, að konur vildu víðar taka sjer fyrir hendur að reyna að koma á fót vísi tii slíkra sjóða. Sjálfsagt væri þá að frjáls samskot væru í fyrstu og fengið væri leyfi til að halda tombólu o. 8. frv. Mundi það ekki verða mikil upphæð, sem með því fengist, og virðist því sjálfsagt, að eitthvert víst ársgjald þyrfti að vera, eins og eyfirzku konurnar hafa lagt til. Það ætti líka að vera sjálfsagt, að sem flestir, bæði konur og karlar, styddu slíkt fyrirtæki. Hver einasta búandi koua ætti að geta látið fáeina aura árlega — 25—50 aurar eru ekki mikið fje, en safnast þegar sam- an kemur. — Og bændurnir mundu fús- lega leggja til sinn skerf, enda væri það líka eðlilegast, að þeir sem ekki hafa tryggt líf sitt eða á annan hátt sjeð konum sínum og börnum farborða, þótt þeirra missti við, hefðu áhuga á að gera eitthvað sem gæti ljett undir með ekk-

x

Kvennablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.