Kvennablaðið - 17.04.1895, Qupperneq 3

Kvennablaðið - 17.04.1895, Qupperneq 3
19 þessum sjóðum á laggirnar, mundi allur þorri bænda og kvenna styðja þá að meira eða minna leyti. Lísa krypplingur. Eftir Fr. Lorenzm. (Niinrl.). Læknirinn útvegaði rúm handa barninu til að iiggja í og dýr áhöld, og borgaði hann það allt sjálfur. Þegar hann sagði mjer frá þessu, borgaði jeg líka dálitið upp i kostuaðinn. Barnið varð að liggja mánuðum sam- an í þessu rúmi; það fekk gott fæði, 8tyrkjandi vín — svo stendur á tómu vínflöskunum, sem sækjandi álítur sönn- un fyrir, að móðirin hafi svallað, þótt hún hafi aldrei bragðað einn dropa úr þeim —. Allt varð þetta til einkis. Þessi teyg- iugarfæri urðu aðeins til að kvelja barnið. Því var hætt við þessar lækningatilraun- ir. Barnið fór þá að hlaupa fram og aftur eins og áður. Hlaupið gat það reyndar ekki eins og önnur börn, og það líktist meir og meir móður sinni — sami krypplingurinn í vexti, sama rauða hárið og sömu augun, grá og skökk. Litla stúlkan óx upp og varð sex ára gömul. Guð einn veit, hve oft móðirin grjet yfir henni. Það var eitt sunnudagskveid, að Lísa sat í litla herberginu sínu og saumaði kjól handa Gretu litlu. Þá kom hún grátandi iun í herbergið og byrgði and- litið í kjöltu móður sinnar. Og svo leit hún upp og spurði með miklum ekka: „Mamma, af hverju vill ekkert barn leika við mig? Og jeg heiti ekki Lísa; | þvi kalla þá börnin mig alltaf Lísu krypp- ling?“ Við þetta hlýtur aumingja konan að hafa orðið gagntekin af óumræðilegri sorg, hún, sem þó var nærri þvi orðin tilfiuningarlaus fyrir bágindunum. Allt líf hennar rifjaði sig upp fyrir hugskotssjónum hennar; uppeldisárin gleðilaus með hungri og misþyrmingum, og öll þessi löngu ár, sem hún hafði lif- að siðan í eymd og volæði, þar sem hver stundin hafði verið kvalafull, en enginn glaður dagur. Með hlífðarlausri sannfæringu varð henni það ljóst, að barnið hennar átti sömu forlög í vændum. Sjálf var hún enn nokkurn veginn hress og gat annast barnið sitt, en — hversu lengi ? Hún var heilsulítil, og gat búizt við að deyja frá barninu þá og þegar, og þá var aumingja Greta munaðarlaus í þessum tilfinningar- lausa heimi. Ef til vill hefir hún þótzt sjá — jeg veit ekki, hvort hún hefir getað skygnzt svo langt, en mig grunar það, jeg finn það, jeg trúi því — hún hefir þótzt sjá kynslóð af krypplingum, hóp af aumingj- um, sem yrðu afkomendur hennar og lifðu í mestu eymd og bágindum. Eða að einhver risi upp — því ekki bera allir fátæktina og mótlætið með þoliumæði — sem gerði eymdina enn þá meiri, og hefndi sín á heiminum með því að diýgja glæpi. Hún sá í anda saklausa afkomendur sína verða að þola þjáningar og kvalir, af því að þeir reyudu að verja sig fyrir ranglætinu. Og þessi aumingja kona, sem hvorki

x

Kvennablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.