Kvennablaðið - 01.04.1898, Page 1

Kvennablaðið - 01.04.1898, Page 1
Kvennablaöiö. 4. ár Reykjavík, apríl 1898. Nr. 4. Heimilishjal. /líjwað er oft haft að orðtæki, ef ein- -hvcrjar lausar fregnir eða sögur koma upp um eitthvað, að það sje ekki að henda reiður á því; slíkt sje að eins heimilishjal eða baðstofuhjal. Þetta er auðvitað sjaldnast meint til neiuna sjer- stakra heimila eða manna, en það er í sjálfu sjer nijög meiðandi fyrir allt heim- ilislíf, að slík ummæli geti átt sjer stað. Því þótt ymislegt geti borið á góma á stórum heimilum og innan um margt fólk, þá ætti þar þó aldrei ueitt það að vera haft á orði, sem gæti verið öðrum til óhróðurs, ef það væri eltki alveg satt og á almanna viti. Vjer höfum auðvitað ekki meiri rjett til að gera náungunum getsakir, eða búa til óhróð- urssögur um þá heima hjá oss, en anu- arsstaðar. Og allir skyldu gæta þess, að það er alls ekki heldur saklaust að geta ills til antiara eða leggja illa meiningu í orð og gerðir manna, þótt það sje gert heima hjá sjer. »Víða fer orð, er um munn líður«, og þótt það kæmist aldrei út fyrir dyru- stafinn á heimiliuu, þá er fyrst og fremst raugt að ætla öðrum illt án fyllstu ástæðna, og í öðru lagi er ó- mögulegt að reikna [tað út, hvað ntik- inu skaða slík orð og eftirdæmi gera. Þar sem börnin heyra iðulega dagdóma og getsakir um aðra, er hætt við að þau venjist fljótt á að láta sitt ekki eftir- liggja, og þá koma ósannindi og lygi bráðlega á eftir. Auðvitað er það ekki ætíð af illvilja sem ýmsar sögur og get- gátur spretta. Einhver ber fram fyrstu getgátuna, og það oft í hugsunarleysi, en á eftir, og þegar sagt er frá, er þessi tilgata gerð að staðhæfingu. Þá er þessi tilgáta orðin að ósannindum eða lygi, sem síðar berst mann frá manni, skaðar álit og raannorð þess, sem talað var um, og gerir oft á annati hátt margfaldan skaða. Þegar svo sag- an er komin á gang, þekkja upphafs- menn ekki sinn eigitt tilbúning og eng- inn veit hvernig hún hefir orðið til. Það sem í þessu efni ætti að vera öllum áhugamál er það, að halda sín- um heimilum latisum við allskonar þvað- ur og ntælgi. Þá ntyudi fréttaburður, þvaður og ósæmilegar getgátur og dag- dómar smámsaman minnka og menn mundu hætta að leita með logandi ljósi að óhreinum og eigingjörnum hvötum í beztu verkum manna, eða að brotum og brestum, þar sem ekkert slíkt s/n- ist liggja ofan á. Til þess að geta dæmt rjetta dóma um náungann, þyrftu menn að þekkja allan þeirra lífsferil hugsanir, tilfinningar og skaplyndi, en til þess erum vjer allir of skamms/nir. Því ættum vjer að ætla öllum gott en dæma engan.

x

Kvennablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.