Kvennablaðið - 01.04.1898, Qupperneq 2

Kvennablaðið - 01.04.1898, Qupperneq 2
26 Hugvekjur fyrir konurnar. Eftir Þ. A. Björnsdóttur. . C?~> ' =r ------ kki get jeg ímyndað mjer íslen/.k- ar sveitakonur svo barnalegar, að fara í »eltingaleik við tízkuna« fremur fyrir það, þó þær tækju upp kjóla til daglegra nota (hversdagsbrúks). Þær eru vanar sundurgerðarlausum búningi, og það geta kjólarnir verið eins og pils- og peisubúningurinn. En svo skvmsam- ar geri jeg ráð fyrir að þær sjeu flestar, að þyðast þær umbætur, sem þær geta gert án nokkurs kostnaðar, ef þeim að eins er bent á það, og þær vita, að slíkt er eigi virt þeim til vanza, eða þarf ekki að gera. Kjólarnir eru hentugri mislitir, þó heldur dökklitir. Sniðið á þeim getur verið mjög einfalt, en þó þægilegt, t.d.: Bakið að mitti eins og á venjulegri reið- treyju. Stallinu, sem kemur á stykkin við að klippa úr fyrir baksaumnum, má hafa í lokufall aftan á kjóluum. Síðu- stykkin eru höfð uppsneidd, og sniðið á þeim efst eins og á samskonar stykk- jum í reiðtreyju. Að framan er brjóst- stykkið látið ná niður á brjóstin, og framstykkin rykkt eða feld upp í það. Leyniþráður liggur frá hliðarsaumunum fram yfir, og má með honum draga fram- stykkin saman og suudur eftir þörfum. Ermarnar eins og á venjulegri hvers- dagstreyj u. Nokkur hægð væri að því fyrir kon- ur, sem daglega ganga pilsbúnar, að hafa ljetta eða uppihöld í pilsunum, er festa má i bolfatið (millibolinn eða treyj- una). Að strengja (snöre) sig ekki. Sá skaðlegi og heimskulegi vani, að herða saman líkamann með hinu svo- nefnda lífstykki (snöreliv) mun því mið- ur ekki vera alveg lagður niður. Það sem konur venjulega vinna við þann sið, er að aflaga líkamann og spilla heilsunni. Strengingin þrengir brjóst- holið og liindrar eðlilega þróun líffær- anua. Oftast mun lifrin vera verst leikin. Jeg hef sjeð kvennmannslifur sprengda í sundur til hálfs, og’ nafn- frægur læknir, sem var við þann lík- skurð, sagði, að oft hefði hann sjeð lifr- ar kvenna enn ver leiknar eftir streng- irgar eða þröngan klæðnað, og varla hefði hann sjeð nokkra kvennmanns- lifur alveg óskemmda af þessu, af öll- um þeim fjölda, sem hann hafði verið með að kryfja. Auðvitað liöfðu þær líka allar liðið meiri og minni þjáningar og heilsutjón af þessu, og að líkindum engin gætt þess, að hún var sjálf sök í því. Sje lífstykki notuð, má eigi hafa þau þrengri en svo, að líkaminn haldi eðli- legu lagi, og sama er að segja um pilsa- streugina. Annars eru þeir ekki síður skaðlegir en lífstykkin. I fyrri hluta þessarar hugvekju minn- ar til ykkar, góðu konur yngri og eldri, hefi jeg tekið það fram, að fötin ættu helzt að að vera hlý, rúmgóð og Ijett, og við það vil jeg bæta því, að konur sem þurfa að-vera við þannstarfa, sem þær þurfa að verða votar við, þurfa einnig að reyna að klceða af sjer vœt- una; þær sem t. d. verða að vinna á engjum, ættu þá ætið að vera í skinn- sokkum. Þó taka yrði verð þeirra af kaupinu, þá borgaði það sig vel. Það sem jeg hefi verið að benda á hjer viðvíkjaudi klæðnaðinum álít jeg að hafi svo mikla þ/ðingu fyrir heils• una, að það eigi að setja í fyrirrúmi fyrir mörgu öðru, pví heilsa hvers manns er hans dýrmcetasta eign. 1) Sbr. Kvennabl. I, bls. 46.

x

Kvennablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.