Kvennablaðið - 01.04.1898, Síða 4

Kvennablaðið - 01.04.1898, Síða 4
28 það er mesta ánægjan að sjá glöð og á- nægð andlit í kringum sig«, sagði hinn gamli syndaselur og hló kuldahlátur. »Þjer hafið verið lengi að tala við greifann«, sagði barónessati, þegar Ját- varður greifi kom aftur til hennar. »Um hvað voruð þið að tala? Hann svaraði: »Hann frændi minn vildi helzt, að jeg væri hjer svo lengi sem jeg gæti«. »Og þjer viljið það auðvitað líka«. »Það er alveg satt, frænka; jeg vil ekki með nokkru móti fara hjeðan, en það getur þó komið fyrir, að jeg neyðist til þess«. Barónessan leit fljótlega á hanu, eu það var eitthvað í augnaráði hans, sem kom henni til að líta niður fyrir sig. »Þjer talið undir rós, greifi«. »Nei, langt frá. Eru ekki dæmi til þess, að óvinirnir hverfi stundum viljug- ir af vellinum ?« Barónessan veifaði blævængnum, eins og henni fyndist of heitt, og sagði: »Ætti það að vera af göfuglyndi?« »Nei, miklu fremur til að sjá sjer borgið«. Þau litu hvort á annað. Barónessan roðnaði meira, lauk samtalinu og sagði: »Nóg um þetta, frændi. Reyndar skil jeg ekki, hvað þjer eigið við. Allir taka eftir okkur. Það mætti halda ...« »Það sem ekki er«, sagði greifinn hlægjandi »leyfið mjer að rjetta yður handlegginn og svo getum við gengið saman og horft á hvernig fólkið skemmt- ir sjer«. Nú jókst glaðværðin inni í salnum. Jólagjöfunum var þeytt inn eins og skæðadrífu. Auk þeirra gjafa, sem gest- irnir fengu hjá húsbændunum, fengu margir eitthvað óvænt frá vinum og kunningjum, sem leit út fyrir að vera græzkulaust gaman og vakti mjög hlát- ur. Sigríður, ráðskona greifans, sem var orðin roskin, en hjelt þó að allir yrðu skotnir í sjer, fjekktólf látúnshjörtu fest upp á band. Einn af landsetum greifans, sem allar ungar stúlkur þar höfðu hryggbrotið, fjckk kopar-trúlofun- arhring, sem var svo stór, að hann mundi hafa verið nógur handa risa. Þegar allir voru að hlægja að þessum landseta greifans, sem sjálfur var hálf- vandræðalegur, komu þau Játvarður greifi og barónessan þangað. I sama bili laukst hurðin upp, og einhver ytti inn stórum hlut, sem var mjög likur körfu. »Nú þetta er almenuileg jólagjöf«, sögðu allir í einu hljóði, »hvað ætli það geti verið?« En forvitnin jókst þó um allan helming þegar skrifari greifans las upp hátt, en í nokkuð hásum róm: »Til hans tignar greifa Játvarðar Liljen- krona«. Barónessan, sem móti vilja sínum fór að verða forvitin, gekk nær, og studd- ist við haudlegg greifans. Margir fóru nú í ákafa að opna þenna stóra böggul. En allt í einu heyrðist eitthvert hljóð innan úr honum. Allir litu forviða hver á annan, og ein stúlkan stökk frá: »Hvað er þetta? Einhver hefir sent hinum náðuga greifa nyfædda ketlinga eða hvclpa«. »Hvað standið þið og þvaðrið um?« sagði gamli ráðsmaðurinn, »flýtið þið ykkur að taka utan af þessu«. Hljóðið heyrðist nú aftur, og í þetta sinni svo glöggt, að auðheyrt var hvað það var.

x

Kvennablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.