Kvennablaðið - 01.10.1900, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 01.10.1900, Blaðsíða 2
74 skyldi vera svo, að vér sleptum rjómanum, en sleiktum sorann, svo að vér heimtuðum sama munað og gerðum sörnu kröfur til alls óhófs og sællífis eins og stórþjóðirnar, sem bæði í andlegum og líkamlegum efnum standa svo langtum ofar en vér. En því er ver og miður, að svo lítur út sem hingað nái einnig þær illu afleiðingar, sem nú er kvartað svo víða undan hjá stærri þjóðunum, og eru skoðaðar sem ávextir of mikill'ar »civilisationar«, þetta hugsjónaleysi, vonleysi og kæruleysi í flestum efnum. Vilja- leysið og þrekleysið að leggja ekki sjálfir neitt í sölumar, engar lífs hugsjónir, sem allir kraftar leggist á eitt að framkvæma, og ómöguleikinn að verða hrifinti af neinu. Þetta má álíta sem maðksmogna ávexti raentunarinnar. Það er sor- inn undan mentuninni. En er ekki hægt að ráða neina bót á þessu ? Eða það sem betra væri, er ekki unt að koma í veg fyrir þetta? að breyta þessum straumum eins og breyta má stefnu sjávar- straumanna? »Oft getur litil þúfa velt stóru hlas; i«, segir máltækið, og það er einmitt styrkj- andi að hugsa til þess, ef margir vilja leggja saman að girða fyrir einhverju hættu, eða vinna að einhverjum framförum, að geta þá vonað að meiri hlutinn muni verða samtaka og verða svo fær um að breyta eða yfirvinna þá hættu sem stafar af vana eða frá straumum yfir- standandi tlmans. En það er líka annað, sem gera má og heimilin standa bezt að vígi með til að geta með góðri von um sigur barist á móti aldarandanum og skapað vonglaða og heil- brigða kynslóð. Meðan unga fólkið er ungt þarfnast það slns hluta af lífsgleðinni. Það rlður að eins á að bæta smekkinn, svo unga fólkið velji þær skemtanir, sem hressa og veita nýja krafta, en ekki þær, sem veikla og þreyta lífskraftana. Saklausar og hreinar skemtanir eru eina meðalið, sem kemur í veg fyrir þær nautnir, sem skapa »þreytta menn«. Þær skemtanir sem eg á við að heimilin geti veitt, etu svo einfaldar og kostnaðarlaus- ar sem unt er. Það er þýðlegt og skemti- legt samtal, einfaldir leikir, söngur og hljóð- færasláttur og upplesturí góðum bókum,á vetr- arkvöldunum, þegar allir safnast saman kring- um ljósið, lesarinn með bókina, og hinir all- ir hver með sína vinnu, en allir fylgjandi lestr- inum með áhuga og talandi saman við og við um efnið, til að láta skoðanir sínar í ljós. Bezt væri að menn læsu til skifta, því bæði er þreytandi fyrir þann sama að lesa, og svo gerir það hina ánægðari. I rökkrinu á kvöld- in mætti sitja dálitla stund og syngja sér til skemtunar og hressingar, áður enn kveikt væri og vinnan væri tekin aftur. Slíkar hvíldar eg skemtistundir ættu svo að segja að vera einn hluti af vorri daglegu fæðu. Þær eru jafn- nauðsynlegar til að halda huganum heilbrigð- um og hreinum eins og loftið er fyrir lung- un og vöðva æfingar fyrir útlimina. Það ætti að álítast jafn-rangt og heimskulegt að vanrækja að fá sér þess konar hressingar, eins og að vanrækja heilsufar líkamans. Hollar skemtanir eru jafnnauðsynlegar til viðurhalds andlegri heilbrigði og llfsgleði eins og hæfi- leg vinna. Auðvitað er vinnan aðalatriðið, og til vinnu eigum vér að verja meiri hluta dagsins, en vér eigum aldrei að álíta oss þræla vinnunnar. Þegar oss finst það, þá er það vottur um að alt er ekki sem skyldi. Sjaldan þarf heldur langt að leita áður en vér verðum þess vsrir, að sá sem finst vinnan vera þrældómur hefir vanrækt að nota þau fáu hressingar með- ul, sem honum stóðu til boða heima hjá sér. En ef hinar réttu skemtanir eiga að finn- ast á heimilunum, og ef lífs þrekið og llfs gleð- in eiga þar að fæðast og fóstrast upp, og þar

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.