Kvennablaðið - 28.02.1901, Blaðsíða 7

Kvennablaðið - 28.02.1901, Blaðsíða 7
KVENNABLAÐIÐ. »5 mér þætti alt að. Og svo vond tengdamóðir er eg þó ekki að eg vilji þér svo ilt, Asa mín! Nei. — alein skuluð þið berjast baráttu lífs- ins. En vandamesta baráttan er það, að tvær í fyrstu ókunnar manneskjur lifi svo saman, að þær verði eins og einn maður, og haldi þó hvort um sig sinum sérstöku eiginleikum, í friði og samræmi hvor við aðra, án þess, að önnurhvor þeirra eins og þurki út einkenni hinnar; því á þann hátt verða mörg hjón eins og einn maður, að það sem sterkara er og meira varið í, eins og þurkar út persónuleg einkenni hins og lætur það alveg sam- lagast sínum einkennum Það er auðgert, en það er ekki sú rétta sambúð. Og “in saman skuluð þið fá að eldast. Ekki skal þreytusvipurinn á mér,— bogni ellisvipurinn, eða þungu, áhyggjufullu gömlu andvörpin mín kenna ykkur það of snemma. Ekki skal mín gamla reynsla draga úr æskuþreki ykkar, þegar þið viljið reyna eitthvað nýtt; ekki skal giktin í gömlu limunum mínum vera ykkur til fyrirstöðu, þegar þið, eins og nú er tizka, opnið alla glugga og dyr fyrir norðanvindinum oftsinnis á dag. Ekki skulu ábreiðurnar og svæflarnir mínir gera óvið- kunnanlegt ( björtu, nýju herbergjunum ykkar, og ekki návist mín draga úr hvata fótatakinu ykk- ar eða háværa, hjartanlega, glaðværu hlátrunum. Syngið, hlæið, starfið og lifið saman alein, þá verður ykkur hægast að ráða hina erfiðu gátu — baráttu lífsins. Og látið þið svo mömmu og tengdamömmu sitja í gamla stólnum sínum heima í gömlu stof- unni sinni með allar sínar gömlu minningar, þar sem hún sjdlf má ráða öllu. Þar situr hún í stólnum sínum, prjónar, óskar og biður. Og meðan hún prjónar sokka á fæturna á öllu smáfólkinu, sem í smámsaman bætist við og kennir þér móðurdstina, þá brosir hún raunalega með innilegu þakklæti fyrir það, sem lífið gaf henni. Hún biður nótt og dag fyrir drengnuur sínum og ástvinum hans. Og fyrir sjálfa sig biður hún, að hún mætti læra þá þungu íþrótt, að vera bæði móðir og tengdamóðir. Norræna kvenfélagið. U í haust og vetur hafa staðið grein- ir í ýmsum kvennablöðum um það hvað æskilegt það væri, að slíkt félag kæmist á fót. Upphaflega áttu Svíar og Norðmenn þessa hugmynd. Lfklega hafa hinar merkari konur þessara þjóða fundið sárt til þess, hvað hið pólitiska samband þeirra og samkomulagið þar af leiðandi væri stirt, og því viljað ef unt væri bæta úr því. Þær hafa því skrifað um það bæði f sænsk og norsk blöð, hvað nauðsynlegt væri að konurnar tækju sig saman í þessum löndum, sem væru svo nákomin hvort öðru, til að auka þekking, vináttu og bróðurhug milli þessara þjóða. Ymsar merkar konur hafa tekið til máls um þetta mál og ritstjórnir ýmsra kvenblaða hafa fylgt því. í öllum þessum löndum, Svfþjóð, Noregi og Danmörku gangast ritstjórnir ein- hvers blaðs fyrir þvf að koma þessu á stað. Norsk kona, frú Elisa Kjelland, kom svo með þa uppástungu, að konurnar í öllum þessum löndum skrifist á, í líkingu við bréfaskriftir milli skóla, sem nú eru komnar á víða. Þetta hefir þótt líklegasti samvinnuvegurinn, bæði til að kynnast bókmentun, listum, siðum og náttúru landanna og þjóðanna. Fyrst var fé- lag þetta kallað, „Tremagtsforbundet“, sfðan „Det skandinaviske Forbund", og síðast stakk norsk dama, ritstýra norska kvennablaðsins „Husmoderen" upp á því, að félagið væri kallað „Det nordiske Kvindeforbund" („Nor- ræna kvenfélagið"), af því að það gæti náð yfir Noreg, Svíþjóð, Finnland, Danmörk, ís- land og Færeyjar (sem hún vildi fá með ef unt væri). Nú með „Laura“ í janúar fékk eg bréf frá frök. Marie Jörstad ritstýru „Húsmóðurinnar“, þar sem hún biður mig að taka þátt í þessu ] félagi, bæði ganga í það sjalf og fá aðrar kon- ur til að ganga f það. í bréfinu stendur með- al annars: „Við viljum byrja á að sameina konurnar á öllum Norðurlöndum til þess að þær tæki höndum saman í því, að vinna að þekk- ingu, skilningi og vináttu milli þessara þjóða, og til þess er fyrst og fremst stungið upp á bréfaskiftum milli þessara kvenna. í hverju landi taka ritstjórnir einhvers blaðs við nöfn- umþeirra sem gangaífélagið. Núhöfum við það svo, að þær sem ganga í félagið hjá yður fá „korrespondent" í hverju þessara landa sem þær óska.------Ef einhver vill skrifa um eitthvert sérstakt efni, þá tekur hún það fram —“. Þaðermjög þakklætisvert, að vorar norsku systur hafa munað eftir oss, sem erum þeim þó svo ókunnar. Eg vona að margar góðar konur, bæði eldri og yngri, vilji gjarna kom- ast í bréfasamband við konur þessara landa.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.