Kvennablaðið - 08.08.1903, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 08.08.1903, Blaðsíða 2
KVENNABLAÐIÐ. 5» Áform hennar er að kenna konum garðyrkju, sem er heimilunum og efnahag manna svo nauðsynleg, og getur orðið þúsundum heim- ila til velmegunar og blessunar, ef vel og hyggilega er með farið. Þetta skólafyrirkomulag hefur fengið svo mikið álit, að svipaðir skólar þjóta upp víðs- vegar í Danmörku. Árangurinn er sá, að fjöldi manna hefir fengið ráðdeildarsamari og fullkomnari konur, og fjöldamargar húsmæð- ur hafa fengið duglegri og myndarlegri vinnu- konur. Og það sem mest er um vert, sú skoð- un er að komast á, að þykja nauðsyn, að konur þurfi að læra hússtjórn og heimilisverk, en sú þekking sé engum meðfædd eða komi af sjálfu sér og fyrirhafnarlaust. Skyldi ekki Alþingi vort og Búnaðarfé- lag íslands geta orðið ásátt um, að okkur íslenzku konurnar vanti líka bæði verklega og bóklega þekkingu til að gæta vel bús og barna vorra? Og vinnukonurnar vanti einn- ig kunnáttu til að vinna öll heimilisverk ? Og ef þeim nú kemur ásamt um þetta, þá hyggjum vér að sýnilegt sé, að lítil líkindi séu til, að við lærum það af okkur sjálfum. Ætli nú væri ekki tími til kominn að koma á fót hússtjórnarskólum fyrir sveitakonur í sambandi við búnaðarskólana? Sveitakonur vorar ættu að líkindum að geta haft not af farand-kennslukonum, ekki síður en bændurnir af farand-búfræðingum, eða barnakennurum. Þessi hússtjórnar-farand- kennsla hefir einmitt svo marga kosti, sem hér geta átt við. Væri ekki ráð að kynna sér hana og fyrirkomulag þessara húsmæðra- skóla áður en menntamálum vorum er ráðið til lykta? Því varla mun hússtjórn og mat- reiðsla geta talist henni alveg óviðkomandi. Búnaðarfélagið ætti líka að láta sér ann- ara um ao efla og útbreiða matjurta- og kál- garðarækt, heldur en það hefur gert hingað til. — Við erum svo nauða-ókunnugar í því að nota okkur kál og matjurtir til manneldis, að okkur veitir ekki af tilsögn og áminning- um í þvf tilliti. Uppeldisfræði. R uppeldið ekki innifalið í þvf að átta s i g á 1 í fi n u. Lífinu bæði inra og ytra 1 kringum menn? Að átta sig á sjálf- um sér — nota augun, þar sem eitthvað er að sjá, eyrun, þar sem eitthvað er að heyra, ímynd- unaraflið, þegar yrkja skal eða skilja skáldskap, og hugsunina til að skilja virkileikann? Ætíð að velja það rétta meðalfæri. — Hafa menn lært að átta sig á sjálfum sér, þegar þá dreymir, þegar þeir ættu að starfa, hugsa í staðinn fyrir að vilja og áforma, þegar menn skilja ekki, að þeir eiga að njóta þess fagra, framkvæma það góða, viður- kenna það sanna, með fullri meðvitund og skiln- ingi um gildi þess og eðli, heldur sjá það allt og njóta þess, starfa að því og viðurkenna það 1 hugsunarleysi. -- Að átta sig á sjálfum sér — eru það ekki hæfileikarnir til aðgrfpa hlutverkin með ósjálfráðum öruggleika, og einmitt nota þá krafta, sem hvert hlutverk útheimtir sérstaklega. — Látið því sérhverja hlið manneðlisins þrosk- ast hvast og skýrt. Ljúkið upp öllum andans dyrum einstaklinganna, hvort sem þær leiða inn til þeirra eða út frá þeim. Látið hugann fá nóg verkefni til að glíma við, látið ímyndunaraflið fá myndir til að byggja eftir, látið mælskuhæfileik- ana leita sér að mótmælum til að spreyta sig á og jafna, látið líkamlegu kraftana fá að berjast við erfiðleika og sigra með áreynslu. Þá verða hinir réttu hæfileikar réttilega undirbúnir, þegar á þarf að halda. (H. Trier). Skuldadagarnir. (Þýtt). Framh. [VERNIG getur þú talað svona heið- inglega?« spurði hún óttaslegin. »Hvað er lífið hér á jörðunni móti því lífi, sem bíður vor f eilífðinni«. »Eilífðinnil« »Þetta orð var honum eins og svo mörg önnur orð, sem hann hafði ekki haft tíma til að hugsa um í sínu óþreyjufulla, hvíldarlausa lífi. Það var svo óákveðið og langt í burtu, — en nútfðin var lifandi virkileiki. — Að hugsa sér, að verða tekinn fastur —

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.