Kvennablaðið - 22.06.1904, Page 2

Kvennablaðið - 22.06.1904, Page 2
42 K V E N N A B L A t> I Ð. hana til dauða. Og það þurfti þrek og kær- leika fyrir konu á efra aldri til að leggja upp í svo langa ferð ein síns liðs, og án þess að skilja málið. En þægindi sjálfrar hennar og heilsa, lá henni í léttu rúmi, ef vel- ferð barna hennar var öðrumegin. Þótt hún hafi mátt sjá á bak öllum dætrum sín- um, þá er eg viss um að þær hefðu sagt sjálfar eins og bróðir þeirra H. Hafstein lagði Soffíu elztu systur sinni í munn í hinum gullfallegu erfiljóðum eftir hana: „Eg meinti sem eg sagði fyrir skömmu, að sæl eg væri að fá hvíld hjá sKkri mömmu". Eg er viss um, að því eldri, sem bþ'rn frú Hafstein verða, því meira þakka þau henni »alt og alt«, og því innilegar finna þau hvaða hamingja það er að hafa átt »þvílíka mömmu!. Frú Hafstein hefir jafnan haft góðan tíma til að hugsa um aðra. Hún hefir aldrei þarfnast neins handa sjálfri sér. Henni hefir verið svo eðlilegt að láta sjálfa sig sitja á hakanum, að hún hefir ekki vitað af því. Börnin hennar, heimilisfólkið, vinir hennar og kunningjar, öllum sem á einhvern hátt þurftu hennar við, hefir hún verið reiðubúin að liðsinna og gleðja eftir fremsta megni í orði eða verki, án þess að telja eftir tíma eða fyrirhöfn. Frú Hafstein er hin mesta gáfukona, og sí-ung og áhugasöm um allar framfarir. Hún hefir borið barnamissi sinn, eins og alt ann- að, með óviðjafnanlegri stillingu. Trú henn- ar hefir verið svo sterk og lífsskoðanir svo bjartar að ekkert hefir fengið bugað hana. Eg hefi átt því láni að fagna að kynn- ast henni talsvert, og hefi aldrei skilið svo við hana, að eg hafi ekki grætt á samtalinu. Það sem mest hefir heillað mig, það sem mér hefir orðið ógleymanlegast í viðkynn- ingu okkar, það er hennar sanni kvenleiki, það er móðirin, konan, daman, svo látlaus, og óvitandi um gildi sitt, en — sem engum þó gleymist að virða og elska, sem einu sinni hefir kynnst henni. Því miður hefir myndin skemst, á að liggja svo lengi ónotuð, og var því ekki hægt að prenta hana eins vel, og eg hefði óskað. Útg. Alheimstungan. Það gæti sýnst nokkuð ótímabært, að vera að setja fram kenningar um það, hverja tungu skyldi velja að alþjóðamáli, þar sem enskan er í raun og veru, og það meir og meir augljóslegar að verða alheimsmálið. Samt er þessi spurning borin upp aftur og aftur og um hana rætt í alvöru og ritað í lærðum lé- lögum og tímaritum. Eins og nú var sagt, getur verið, að þetta hafi litla eða enga þýð- ingu til að bæta úr þörfum þjóðanna og kemst auk þess að líkindum aldrei svo langt. En við skulum nú samt líta ofur lítið á þær uppástungur, sem fram hafa komið. Margar þeirra eru vafalaust mjög góðar og spakleg- ar, en þær eru, og líklega dæmdar til að verða að eins ráðagerðir, sem ekki verða framkvæmdar. Allir eru vel ásáttir um það, að samsoðin eða tilbúin tunga geti ekki náð þeirri festu og allsherjarhylli, og því síður þeim eðlisþíðleik, sem tíminn skapar, eða slíkri skáldskaparfyllingu, að hún geti full- nægt hinum margvíslegu hvers dags nauðsynj- um eða bókmentaþörfum heimsins. Og að vekja upp einhverja af forntungunum sýnist jafn vonlaust verk. En á svæði hinna lifandi mála mætir oss aftur á móti hin smámuna- lega öfund og metnaðarrígur milli stórþjóð- anna, sem kollvarpar öllum líkindum fyrir, að nokkur af þeirra tungum verði gerð að heimsmáli. Ef úr þessu máli ætti að skera með at- kvæðagreiðslu á alþjóðasamkomu og ekki með hnefarétti, eins og líklega yrði, þá mundu hinar stórþjóðirnar auðvitað aldrei gangast undir, að taka upp mál eins af keppinautum sínum. Þessvegna ætti, eins og bent hefur líka verið á sú tunga, sem kosin væri, að vera mál smáþjóðar, sem lítið færi fyrir. Mér datt í hug, að skoðað frá þessu sjónar- miði gætum við ekki gert hyggilegra, en að

x

Kvennablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.