Kvennablaðið - 22.06.1904, Blaðsíða 5

Kvennablaðið - 22.06.1904, Blaðsíða 5
KVENNABLAÐIB. 45 »Nei«. »Getur þú ekki farið til kirkjunnar á morg- un í staðinn?« »Nei, það er ómögulegt«. »Já, þá kemstu ekki lengra«, sagði hann teiðulega*. »Eg vænti að herrann sé ekki brjálaðúr«, sagði drengurinn skjálfraddaður. Vegarverðinum fór nú ekki að lítast á blik- unar. En ef það bærist nú út, að hann væri frávita, og það var svo sem auðvitað að það tnundi "fréttast, ef hann bannaði hverjum ógiftum karlmanni leiðina, svo var 1 tilbót sunnudagur, °g þá var sjálfsagt, að bændur komu hundruð- nni saman til kirkjunnar. Hann gat hreint ekki komið í veg fyrir ó- gsefuna, og ekki gat hann heldur látið þessa sér- v>tru unglingsstúlku steypa sér í ógæfu. »Já, þá var betra að sleppa öllum athuga- semdum og fara sjálfur. Hann elskaði svo sem stúlkuna, en þorði ekki að tala. — Ef til vill Hti það út eins og hending. . . . »Heyrðu, piltur minn, ef þú bíður hérna Oórðung stundar, þá færðu þenna fimm krónu seði)«. Drengurinn hló og sagði: »Það get eg vel gert«, og stakk svo seðlinum í vasa sinn. »Maðurinn, sem elskaði stúlkuna, flýtti sér til baka aftur. Nú leiddist honum eftir að hún kæmi, fyrst hann hafði ákvarðað sig. Þau hittust einmitt á vegamótum. »En hvað það var skrítið, að það skyldi verða þér«, sagði hún forviða. »Eg hefi komið til að telja yður af þessu«, sagði hann. »Viljið þér ekki hafa mig?« sagði hún. »Þér verðið að hætta við þetta«, sagði luinn þrályndislega. »Nei, aldrei«, sagði hún. »Viljið þérþáekki f>afa mig?« Einmitt í þessu bili gekk drengurinn fram Þjá. Hann leit á þau um leið, og sagði við sjálfan sig: Eg átti von á því; það var svo sem auðséð, að hann ætlaði sér að hitta kærustuna, eu aldrei hefði mér dottið í hug, að hann gæti verið svona afbrýðissamur«. Sjáið þér til, þessi hefði orðið maðurinn tt'inn, ef þér hefðuð ekki komið. Á eg að halda áfram ?« »Nei, til þess elska eg yður of mikið«,sagði hann náfölur af geðshræringu. Hún roðnaði og leit ofan fyrir sig. Loksins þótti henni þögnin verða heldur löng og sagði: «Því kyssir þú mig þáekki?« — Hann hlýddi þegar í stað. Svo héldu þau áfram samtalinu: »Þú segir að þú hafir altaf elskað mig«, sagði hann með venjulegum þráa unnustanna, að fá útskýringu á öllu. — »En hvernig gaztu þá teflt allri hamingju okkar svona á tvær hættur? Eg veit að þú hefðir efnt heit þitt og tekið þann fyrsta, sem þú hefðir hitt. En ef það hefði nú ekki verið eg?« Hún andvarpaði, hálf-sorgmædd á svipinn: »Eg vissi, að þú mundir koma«, sagði hún feimnislega. Og það var svo sem engin hætta á að eg mætti öðrum, því eg stóð í felum bak við trjárunna. Þá varð hann ánægður. Móðskraf. Eg mun liafa verið búin að lofa þér, að skrifa þér eitthvað um vormóðana hérna í höfuðstaðnum. En því fer nú ver, að eg get fátt sagt af sjón og reynd, því kuldinn er enn svo mikill, að flestir ganga í vetrarföt- unum ennþá og móðarnir fara ekki að sjást fyr en dregur undir hvítasunnuna. Kjólarnir litlu stúlknanna sýnast mér svip- aðir og í fyrra í móðblöðunum. Ermavíddin kemur ef til vili ofar, svo er og ermalíning- in nú breiður stnokkur um 4—5 þumi. á lengd (upp og ofan). Pilzin eru á eldri telpum lík í sniði og á fullorðnum 5—7 dúkuð og falla slétt niður. Það sýnist vera mikil tízka nú sem stendur, að hafa framdúkinn heilan nið- ur úr, en hina p&rtana annaðhvort yfirskorna eða með rykkingjabekk (garneringum) elleg- ar með leggingum, sem ganga fram undir framdúkinn, sem stangast þá ofan á hliðar- dúkana. Utikjólarnir (spaserdragter) líkjast enn- þá mikið bæði á telpum frá 10 ára til ferm- ingar, fullorðinna kjólum. Ermarnar eru nú orðnar líkarog „blúsu“ermar, með háum smokk framan við, ýmist beinum að ofan eða sniðn- um allavega. Innan í smokknum er stíft millifóður, og saumast hann utan á ermina. Ermarnar eiga ekki að rykkjast á öxlinni.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.