Kvennablaðið - 30.09.1913, Blaðsíða 5

Kvennablaðið - 30.09.1913, Blaðsíða 5
KYENNABLAÖIÐ 69 Samhliða þessu þingi okkar, hélt Al- þjóðafélag karlmanna, sem berst fyrir kosn- ingarrétti kvenna Sambandsþing sitt líka. — Fyrsti fundur þeirra var haldinn þ. 18. júní. Formaður eða fundarstjóri var Georg de Lukca fyrv. ráðherra Ungverja. Ræðumenn voru þeir dr. Charles V. Drysdale frá Englandi, dr. Alexander Giesswein, preláti og þingmað- ur í Budapest, dr. André de Máday Ungverjal. og ofursti C. V. Mansfeldt Hollandi. Ýmsir karlmenn töluðu á kvennaþinginu, þar á meðal Keir Hardie hinn alþekti enski jafn&ðarmannaforingi og þingmaður. Margir opinberir fundir voru haldnir í sam- bandi við Kvennaþingið, þar sem ýmsir af fulltrúunum og ýmsum frægum konum og körlum töluðu. Eitt af þeim var hinn fyr- nefndi fundur um hvíta mannsalið. Þá var fundur fyrir unga fólkið, 17. júní. Þeim fundi stjórnaði Vilma Glucklich, formaður Kvenréttindafélagsins í Ungverjalandi. Hún er ung kona eins og flestar kvenréttinda- konur þar í landi — allar ungar og fagrar, gáfaðar og skemtilegar. Svo voru þær, sem við kyntumst. — Á þessum fundi töluðu meðal annara þau Keir Hardie, dr. Charlotte Perkens Gilman frá Bandaríkjunum, heims- frægur rithöfundur. Þar talaði líka Laufey Valdimarsdóttir ræðu þá, sem hin danska kona frú Pallene Bagger hefir hneykslast svo á. Sú ræða var eiginlega um unga fólkið á íslandi, mentunarástand þess framfarir og á- hugamál. Til skiiningsauka fyrir áheyrend- urna sagði hún fyrst örlitinn útdrátt úr sögu íslands, af því hún vissi, að flestir þeirra þektu ísland varla að nafni. Fáeinar breytingar voru gerðar á lögum félagsins. Ný stjórn var kosin og urðu allar þær sömu kosnar, sem áður höfðu verið, og enn gáfu kost á sér og 5 nýjum bætt við. Mrs. Catt hafði sagt af sér. En með því að allir lands-kvenréttinda-félaga-formennirnir sendu henni bæn sína, að vera áfram for- maður þeirra, þá lét hún um síðir tilleiðast með það, svo með henni eru 11 í stjórninni. Ýms önnur mál voru rædd og samþyktir gerðar. En það yrði oflangt upp að telja. Ólíkar aðferðir. 1. Síðasta nýlundan, sem heyrst hefir í fræðslu- málunum hér á landi er það, að bæjarstjórn Reykjavíkur þyki börnin, sem gengið hafa í gegnum allan barnaskólann, óþarflega lærð, og hafl því ákvarðað, að draga úr þeim mentunar ofvexti smám saman. Til að byrja með, vill hún leyfa börnum, sem eru 81/* árs, að vera í skólanum 2 klukkutíma á dag, en borga verða þau 20 krónur um mánuðinn fyrir kensluna. Ekki mega þau læra annað en lestur og skrift, og sitja í I.—II. bekk, þótt þau kunni að hafa áður gengið í gegn- um þá báða. Auðvitað lætur hún hina lög- skipuðu fræðslu í té þau 4 ár, sem hún er neydd til þess, en vill sýnilega taka þá stefnu, að láta ekki annað eða meira af mörkum. Verklega námið, sem hór hefir verið að byrja í skólanum, þykist hún hafa í háveg- um, en þó svo, að það geti sem mest dregið úr bóklega náminu. Annarsstaðar í hinum mentaða heimi, þykir mönnum ekki, að bæja- og sveitarfélög geri nóg fyrir fræðslu uppvaxandi kynslóðar- innar með slíkri 4 ára kenslu. Þar eru fyrst og fremst undirbúningsskólar, sem eiginlega byrja annarsstaðar fyrir fátæk börn mjög snemma. Ein grein af þeim eru barnagarð- arnir, sem eru með dálítið mismunandi sniði. Á Norðurlöndum, Þýzkaiandi og víðar, hafa þeir fyigt aðferð þeirri, sem er kend við Fröbei, alkunnan uppeldisfræðing. Þessar stofnanir, sem kallaðir eru barnagarðar með- an börnin eru mjög ung (frá 3—6 ára), og eru oft stofnaðir af einstökum mönnum eða félögum, eru styrktar af bæjarfélögunum. — Þeir taka fátæk börn frá 3—6 ára bæði til geymslu á daginn af mæðrunum, meðan þær eru við vinnu sína, og líka sem fyrsta byrj- unarliðinn í uppeldi og námi. Þar er börn- unum fylgt eftir af umsjónarkonu, sem líka er kenslukona, og kennir þeim að þekkja allskonar dýr og hluti, og búa þá um leið til í sandi, leir eða pappa. Með þessu móti

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað: 9. tölublað (30.09.1913)
https://timarit.is/issue/162756

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

9. tölublað (30.09.1913)

Aðgerðir: