Kvennablaðið - 14.07.1914, Page 7
KVENNABLAÐIÐ
47
og austurískum konum, sem voru að sjá
fremur smávaxnar, dökkhærðar, með fínan
fölan litarhátt, grannvaxnar fremur, en
þó þéttvaxnar, mjög fjörlegar og sérlega
smekklega klæddar. Þýskar konur virtust
mér vera fremur stórar og feitar mjög,
miklu ljósari á hár, og þungbúnari, ekki
eins glaðlegar og fjörlegar, og ekki nær
því jafn skrautklæddar. Auðvitað var þetta
lítið að marka af því við dvöldum svo
stutt í þýskum borgum, einkum Berlín,
sem er þeirra mesta tískuborg, og sjálf
höfuðborgin í öllu þýska ríkinu.
í Dresden dvöldum við sólarhring.
Aðalerindið var að skoða málverkasafnið.
Það er i ákaflega stórri og fallegri bygg-
ingu rétt við Elben, með útsjón upp á
hæðirnar þar í kring, og ganga rafmagns-
sporvagnar þangað uppeftir. Er þaðan hin
fegursta útsjón yfir borgina, enda er
Dresden víðfræg fyrir fagurt landslag og
legu. Skiftir Elben henni í tvo hluta, sem
eru tengdir saman með mörgum brúm.
Við komum inn í málverkasafnið kl.
9V2 um morguninn og vorum þar til kl.
3 síðd. Er þar mikill fjöldi af sölum og
smærri herbergjum, fullir af listaverkum
eftir flestalla frægustu listamenn heimsins.
Má þar sjá frummyndir að fjölmörgum
olíuprentuðum veggmyndum og bréfkort-
um, sem seld eru um allan heim. T. d.
margar Krists- og Maríu-myndirnar.
í fyrsta sinni sem menn ganga í gegn
um slík söfn, er naumast unt að átta sig
á þeim. Og svo eru mörg af listaverkum
þessum hvort öðru meistaralegra. Og hver
meistarinn hefir sín sérstöku einkenni og
ágæti. T. d. Rembrandt sína meistaralegu
skugga og ljós, Rubens sína ríku fögru
liti, 0. s. frv. Svo lítt mögulegt er fyrir
ókunnuga að taka eitt þeirra fram yfir
annað.
Eitt af þeim málverkum sem ég tók sér-
staklega eftir, var myndin af Kristi: »Gefið
keisaranum hvað keisarans er«, eftir
Tiziano Vecello, (f. 1417—1576) Útlit og
svipur Krists, sem er þar svo óviðjafnan-
legur, sýnir að hann les hugsanir Fari-
seanna ofan í kjöl og svarar þeim eftir
þvf. Önnur óviðjafnanleg Krists mynd,
sem margir hafa séð olíuprentanir af, er
þar líka. Hún er eftir Heinrich Hoffmann.
»Kristur í musterinu: »Hver sem er
hreinn kasti fyrsta steininum«, frægt lista-
verk.
En það yrði oflangt mál að fara að
telja upp, þótt ekki væri nema einstöku
myndir af öllum þeim listaverkum, sem
þarna eru saman komin, og til lítils gagns
fyrir þá, sem ekkert þekkja til þeirra.
Menn ganga í gegn um hvern salinn eftir
annan og hvert smáherbergið eftir annað,
allstaðar finna menn eitthvað það, sem
menn sérstaklega staldra við og dást að
og sem sérstaklega vekur eftirtektina. En
altaf er haldið áfram. Loks komum við
inn úr síðasta salnum. Þar koma dyr til
hægri handar og liggja upp að þeim þrjú
þrep. Við göngum þau upp og inn úr
dyrunum. Fyrir okkur verður herbergi,
klætt innan með vínrauðu silkidamaski.
Við fremri endann í herberginu eru bekkir.
Þar situr margt fólk steinþegjandi og
horfir inn í herbergið. Þar, fyrir miðjum
vegg, stendur ein stór mynd í ramma á
fótnm, á gólfinu. Hún tekur yfir 2/% af
breidd herbergisins, og er samsvarandi á
hæð. Það er hin »Sixtenska Madonna«
Rafaels.
Menn segja að þessi fræga mynd hafi
fundist í klaustri einu. Meistarinn hafi
gert hana handa því. Þaðan var hún svo
flutt, úr fámenninu og gleymskunni og
sett í drottningarsætið í þessu heimsfræga
listaverkasafni. En svo mikla lotningu
bera menn fyrir þessu meistaraverki list-
arinnar, að ekkert annað listaverk telst vera
þess vert að vera þar inni. Þetta eina
herbergi er skrýtt í silki til þess að vera
verðugur bústaður handa því, og enginn
áhorfandi dirfist að mæla orð frá munni
þar inni.
Auðvitað stafar þessi lotning að likind-
um nokkuð frá því, að myndin er sköpuð
og geymd í katólsku landi. En ennþá
þykir hún sem listaverk, óviðjafnanleg, og
það kemur mörgum Mótmælanda til að
beygja kné fyrir henni, í huga sínum að
minsta kosti.
Víða í safninu voru bæði karlar og
konur að »kopiera« ýmsar myndir. Einn
maður var einmitt að enda við að »kopi-
era« »Sixtensku Madonnuna«. Eg er ekki
listadómari, en mér sýndist hún vera af-
bragðs vel gerð, þótt dálítill munur virtist
á litunum, sem líklegt var, þar sem að
hann varð að nota nýja liti til að eftir-
gera gamla.