Kvennablaðið - 31.08.1916, Síða 6

Kvennablaðið - 31.08.1916, Síða 6
62 KVENLNABAÐIÐ sprottnir af ýmsum ástæðum bæði ytri og innri. Ytri ástæðurnar eru augljósastar. Fyrst og fremst heilbrigði, sem við gamla iólkið getum notið með því, að færa oss réttilega í nyt allar hinar góðu vísindalegu heilbrigðisreglur, og nota krafta okkar skynsamlega. En æskan ier all-oft gálauslega með pá. Og jafn-áríðandi er pað, að vér æfum stöðugt krafta vora og hæfi- leika. »Sá, sem hvílist, ryðgar«, er sannur máls- háttur, ef það er gert um of. Undir ytri ástæðurnar heyrir það líka, að við gamla fólkið tökum eftir útliti okkar. — Gamalt fólk ætti að vera enn þá umhyggju- samara um klæðnað sinn, en unga fólkið, og aldrei vera í fötum, sem eru litlaus og leiðinleg. Sjötugt iólk gelur lika verið fallegt í sjón. Ekki er heldur sama, hvernig það heimili er, sem gamla fólkið lifir á. Pað á ekki að lítils- virða íallega sterka liti, sem gera skapið létt og sálina glaða. í íbúðarherbergjum mínum eru allir legu- bekkir og stólar dökkrauðir, og fyrirhengin með mjúkum. gyltum litum. Gólfdúkurinn er hlýlega grænn, og blóm í öllum vösum og blómkrukkum. En samt eru þessar ytri ástæður ekki aðal- atriðið, þegar tekið er tillit til kringumstæðna þeirra, sem verða til þess, að aftaka eða breyta hinni venjulegu skoðun manna á gamla fólkinu. Ungir og áhrifagjarnir skapsmunir þurfa svefn. Við gamla fólkið þurfum fremur að halda okkur vakandi. Vetrarvist upp til Qalla og við sjó er lika tízka nú á dögum. Við gamla fólkið þurf- um nýja vegi fyrir anda okkar, þar sem nútím- ans sterki hressandi stormur blæs í gegnum oss, i stað þess, að steingervast í breytingar- lausri logn-mollu, í þreytulegu kjarkleysi og elli-lasleika. Pess konar vetrar-heilsuhæli þurf- um við gamla fólkið. Pegar dimmir kveikjum við ljós. Nýjar, ung- ar hugsanir eru það ljós, sem reka hinar gamal- hrumu rökkurs-hugsanir á flótta. — Pað er gott lyf gegn kölkun sálarinnar. Til þess að halda sér ungum, verða menn að kunna að velja umhverfi sitt, samvista- menn, gesti og bækur skynsamlega. Ekkert er gömlum of gott. Gamalt fólk á ekki einungis að vera með frændfólki og eldgömlum vinum, því þeim hættir jafnan til, að hlynna að elli þeirra með hálf-aumkandi elskuverðri umhyggju. En með því að sýna, að menn álíti fólk gam- alt, gera menn það gamalt. Og finnum við, að fólk álíti okkur ellihrum, þá hefir það á- hrif á ímyndun og tilfinningu okkar. Við för- um að sjá okkur sjálf með annara augum, og missum kjarkinn óg viljann til þess að lifa. Auðvitað eigum við einhverntíma að deyja. En að grafa sig liiandi með fullu lífsfjöri í likamanum, er það allra versta, sem við getum gert. Lifið flýr okkur þá fyrst, þegar við flýjum það. Elskið lífið, verndið það og varðveitið, þá mætið þið aftur hlýrri vinsemi og æsku alstaðar. Og þið haldið skaplyndi ykkar sí- ungu og heilbrigðu«. Cato og konurnar i Róm. Eftir ósigrana í 1. Púnverska stríðinu, þegar rómverska þjóðin var í fjárkröggum, þá var konum bannað að bera skrautklæði; hvorki bera gullskraut né keyra í vögnum. Meðan á striðinu stóð, létu þær gripi sina af hendi til herkostnaðar. Pegar friður var kominn á, vildu þær fá sín gömlu réttindi, og hættu að hlýða lögunum. Pegar yfirvöldin létú það ekki viðgangast, heimtuðu þær, að lögin væru numin úr gildi. Málinu var skotið undir lýð- fundina, og með því konurnar höfðu ekki frem- ur þá en nú pólitískan atkvæðisrétt, þá gerðu þær alt, sem í þeirra valdi stóð, til að telja um fyrir karlmönnunum. Pær söfnuðust saman í fylkingar, fylktu sér fyrir veginn, að ))Forum«, og sárbændu karlmennina um, að láta sig fá aftur þessi gömlu réttindi. Um tíma var þetta kvenréttindamál miðdepillinn i pólitiska lífinu í Róm. Há-markinu nær þessi barátta fyrst, þegar Cato, hinn frægi og málsnjalli ræðismaður Rómverja, rís upp á móti kröfum kvennanna. Pað er ekki óhófið sjálft, sem hann fæst svo mikið um í þetta sinn. Fyrir honum er þetta einungis valda-spurning: Eiga karlmenn einir að vera herrar á heimiliuu og í ríkinu, eins og ætíð áður, eða á sjálfdæmi þeirra að ganga úr greipum þeim? Cato eggjar karlmennina lögeggjan og skýtur málinu til valdafýknar þeirra: konurnar eigi bara að eiga alt þetta undir góðvilja manna sinna, en ekki blanda sér í opinber mál. »Hvar eru ann- ars takmörkin fyrir velsæmi? Pað hefði átt bezt við, að þið hefðuð verið kyrrar heima og ekki farið að skifta ykkur af því, hvaða lögum hér væri lýst eða aflýst. — Forfeður vorir lög- buðu, að konur ættu ekki að taka sér neitt slíkt fyrir, ekki einu sinni það, sem sjálfa kon- una snerti. Hún væri algerlega á valdi föðurs- ins, mannsins og bróðursins. Nú eru aðrir timar. Ef guðirnir bægja ekki slikri ógæfu frá, þá lítur út fyrir, að við verðum möglunarlaust að þola, að konur fari að taka þátt í ríkisstjórn, kosningum og þjóðþingum. — Pað sem þær sækjast eftir, er takmarkalaust frelsi, eða satt að segja: takmarkalaust óstjórnar-æði. Ef þær

x

Kvennablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.