Kvennablaðið - 31.10.1918, Qupperneq 5

Kvennablaðið - 31.10.1918, Qupperneq 5
KVENNABLAÐIÐ 77 sitja, heldur fara á kjörstaðinn og gefa sambandslögunum atkvæði sitt. Þar næst talaði alþingismaður Bjarni Jónsson frá Vogi. Skýrði hann allar grein- ar samningsins nákvæmlega og áleit hann mjög misráðið, ef svo illa tækisl til, að hann næði ekki fram að ganga. Frú Bríet tók þá aftur til máls og ítrek- aði hina fyrri áskorun sína um að konur notuðu rétt sinn í þessu sambandslaga- máli á þann hátt, að gefa því atkvæði sitt, og bar þvi næst fram svolátandi til- lögu: »Fundurinn lýsir ánægju sinni yíir sam- bandslögunum, og skorar á allar kosn- ingarbærar konur í Reykjavík að veita | þeim fylgi sitt með því að sækja fundinn í Barnaskólanum á morgun 19. október og setja kross fyrir framan »jáið« á at- kvæðaseðlunum«. Með því að aðrir tóku ekki til máls, var tillagan borin upp til atkvæða og var hún samþykt með ölium atkvæðum gegn 2. Fleira ekki fyrir tekið og fundi slitið. Katrin Magnússon. Guðrún J. Briema. Fundur þessi var allvel sóttur. Voru } þar saman komnar á þriðja hundrað kon- ur. Lögðu forgöngukonur fundarins á- herzlu á að brýna fvrir þeim að sækja atkvæðagreiðslu'na vel. Daginn eftir fór atkvæðagreiðslan fram, sem menn vita. Nokkuð sóttu konur hana betur en kosningarnar 1916, en þó ekki svo vel sein óskandi hefði verið. Enda sóttu karlmenn hana ekki heldur vel. Greiddi að eins rúmur helmingur allra at- kvæðisbærra kjósenda atkvæði. Nú fara kvenfélögin að halda fundi sína. Thorvaldsensfélagið er bvrjað. Ætlar það að halda stóran bazar 4. nóvember til á- góða fyrir barnahælissjóð sinn, sem nú mun vera orðinn rúmar 12,000 krónur. Er það þarllegt fyrirtæki og munu margir vilja styrkja það. Kvenréttindafélögin hafa enn ekki byrjað á fundum. Þó hefir það heyrst, að Kven- réttindafélag íslands muni hafa í hyggju að gera tilraun til að fá stjórnarskránni breytt á næsta sumri í þá átt, að allar konur fái pólitiskan kosningarrétt og kjör- gengi með sömu skilyrðum og karlmenn. Hvað hið nýja Bandalag kvenna í Reykja- vík hefir gert í sumar, eða ætlar að gera í vetur, hefir ekki frétzt enn þá. En ef dæma skal eftir fundarefni þess í vor sem leið, þá þarf það varla að sitja auðum höndum fyrri hluta vetrarins. Vegurinn að virðingunum. Eftir Ernst Landquist. ------- (Frh.). Á næsta vetlangi liafði Mauro, án þess að biðja um leyfi, tekið myndina ofan. Umgerðin var svo feyskin, að það brast og brakaði í henni, eins og hún ætlaði að liðast í sundur, þegar hann lagði hana á grúfu á borðið. Og þarna stafaði hann sig með mestu varkárni fram úr máðri og nær því ólæsilegri skrift, sem auðsjáanlega var frá 1500. »1500 la futta questa tela Maistra Zorso da Castelf . . .«. Pað, sem eftir var, var algerlega ólæsilegt af elli. »Zorso de Castelfranco!« hijóðaði Mauro upp yfir sig fagnandi. Og svo fór hann að ganga aftur á bak og áfram um gólfið, með hendurn- ar i buxnavösunura og höfuðið full af þúsund hugsunum í einu. Sora Sabína hafði líklega talað langa runu við bann, en hann hafði ekki tekið eftir því eða heyrt af þvi eitt einasta orð. En svo nam hann alt í einu 'staðar beint fyrir framan hana og sagði: »Ef til vill er það ekki hálf miljón--------- jú, það mundi Pierpont Morgan gefa með glöðu geði og mrs. Gardener, en þá yrðu allra mestu vandræði með lex Pacco, sem fyrirbýðqr útflutning á öllum gömlum lista- verkum frá Ítalíu, og maður yrði að liafa svo míkiö fyrir þvi og viðhafa allskonar króka og brögð, og svo gæti vel farið svo, að málverkið lenti að síðuslu hjá itölsku landssljórninni fyrir einar hundrað þúsund krónur. En mikinn fjár- sjóð eigið þér þarna liggjandi fyrir framan yður, þar sem málverkið er, það gef eg yður mitt drengskaparorð upp á. Viljið þér nú ekki, í þakklætisskyni fyrir að eg hefi uppgötvað þetta fyrir yður, lofa mér að þegja yfir þessu, -----látum okkur segja svo sem hálft ár hér frá? Á þeim tíma skal eg gera allar fyrir-

x

Kvennablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.