Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 01.07.1896, Blaðsíða 1

Dagskrá - 01.07.1896, Blaðsíða 1
Verð arg. (minnst 104 arkir) 3 kr., borgist fyrir janúarlok; erlendis 5 kr., borgist fyrirfram. D AGSKKÁ. Uppsögn skrifleg bundin vio 1, júii komi til otgefanda fyrir októberlok. 1,1. Reykjavík, miðvikudaginn 1. júlí. 1S96. Til áskrifenda „Dagskrár .« Vjer viljum byrja þetta fyrsta blað vort með því, að þakka almenningi íyrir hinar ágætu undirtektir, er boðs- brjef vort, 29. nóv. f. &., hefur fengið, og lýsa því yfir, að hinar góðu vonir er vjer gjörðum oss um það, að blaðið mundi ná mikilli útbreiðslu þegar í byrjun, hafa rætst fyllilega. Því miður neyddumst vjer að vísu til þess, að fresta útkomu blaðsins fram yfir þann tíma, er til var tekinn í boðsbrjefinu, sbr. auglýsingu í „Þjóðólfi", og var það ætlun vor fyrst, að láta ekki blaðið koma út fyr en sjerstök prentsmiðja, er vjer ætlum að setja á fót fyrir Dagskrá, væri fullbúin. En sökum þess að margir áskrifendur að blaðinu hafa hvatt oss til þess, að minnka blaðið heldur en að fresta útkomu þess leng- ur, höfum vjer nú ráðið það af, að láta prenta „Dag- skrá" fyrst um sinn í Fjelagsprentsmiðjunni, enda þótt það hafi mikinn kostnaðarauka í för með sjer. Kjör þau er vjer höfðum að b^óða kaupendum blaðs- ins samkvæmt boðsbrjefinu, voru aít§yitað meðal annars byggð á því, að vjer gætum fengið mikið ódýrari prent- un, með þvi að annast hana sjálfir. E-n eins og tekið var fram í auglýsingu þeirri, er áður var, nefnd, gátu öll tæki, þau er með þarf, ekki komið á tilteknum tima, sökum þess að landskipið „Vesta" hindraðist á fyrstu ferð sinni, eins og kunnugt er. > Þessi breyting frá því er upphaflega var gjört ráð fyrir um kostnað við útgáfu blaðsins, hefur það nú í för með sjer fyrst og fremst, að vjer sjáum oss ekki fært, að láta blaðið koma út nema 2svar í viku, og er það að vísu mikið minna en til var ætlast. En árgang- urinn verður þó yfir 100 arkir alls, og kemur blaðið þannig töluvert optar út en nokkurt annað blað á land- inu. í annan stað verðnm vjer að hafa stærra megin- letur á blaðinu fyrst um sinn, heldur en það, sem blað- inu er ætlað í hinni nýju prentsmiðju, en þar sem boðs- brjefið gjörir ráð fyrir að Dagskrá verði „nálægt Þjóðólfsstærð", er.átt við mál blaðsins en ekki einungis arkarformið. — Vjer álítum að allt of miklu fje sje helt út í þarfleysu með því að hafa svo stórar leturtegundir á dagblöðunum, sem tíðkanlegt hefur verið. Menn eyða þar pappír og burðargjaldi til einkis, og sjest slíkt let- ur naumast á dagblöðum annarsstaðar. íslendingar hafa víst fullt svo góða sjón sem aðrir menn, og virðist því ekki ástæða til þess að eyða svo miklu til þessa, því siður sem íslenzk blöð verða að vera fátæklegar úr garði gjörð að flestu öðru leyti, heldur en dagblöð ann- ara þjóða. — Til þess að bæta þetta upp, höfum vjer ekki önnur ráð en að skipta á tiltölulega um smáletur og meginmálsletur. — Loks skulum vjer einnig geta þess, að einungis einn ritstjóri verður við blaðið fyrst um sinn. Verðið á blaðinu höfum vjer fært niður í 3 krónur og vonum vjer að mönnum þyki það ekki of hátt sett. ^ — Áskrifendur að Dagskrá eptir boðsbrjefinu, eru auð- vitað ekki bundnir við að kaupa blaðið úr því það jjfat ekki komið út á þeim tíma, sem til var tekinnk nje heldur á þann hátt, sem gjört var ráð fyrir, enlfjer leyfum oss þó að senda blaðið eptir áskjáfendalistum þeim er liggja fyrir, og látum það ráðast «|rjar undir tektir blaðið fær í þessu formi. — Hvað gjalddaga og uppsögn snertir höldum vjer ákvæðum boðsbrjefsins. Um stefnu þá er „Dagskrá" vill halda í almennum málum höfum vjer í þetta sinn, engu að bæta, við það, sem sagt er í boðsbrjefinu. En vjer vonura, að oss veitist tækifæri til þess innan skarnms, að gjöra grein fyrir þessu í hinum helztu málefnum, hverju fyrir sig. Hvað hitt snertir, hver mál vjer viljum láta sitja í fyr- irrúmi í blaðinu, skuium vjer taka það fram, að vjer álítum allt það, sem lýtur að framleiðslu af sjó eða landi, vera mest um varðandi fyrir þjóðina eius og nú stendnr, og vjer munum því reyna, fyrst og fremst, að skýra álit vort í nokkrum aðalatriðum þessara mála. Að öðru Ieyti verðum vjer að fela framtíðinnni að sýna, hvort innihald blaðsins verður svo, að þvi takist að vinna hylli almennings. Vjer látum oss nægja hjer að lýsa því yfir, að vjer munum gjöra það sem í voru valdi stendur til þessa, og kveðjum svo lesendur „Dag- skrár" með óskum alls góðs fyrir þ;i og þjóð vora í heild sinni. Botiivörpuveiðariiar, Uppástunga sú, sem kom fram í „Þjóðölfi" 9. þ. m. um það, að opna landhelgi við ísland fyrir botnvörpu- veiðum landsmanna sjálfra, var þannig vaxin, að hún þurfti að ræðast ýtarlegar en þar voru föng á, með rökum með og mót, eins og drepið var á í enda greinar- innar. — Það mátti gauga að því vísu, að mörgum

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.