Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 01.07.1896, Blaðsíða 3

Dagskrá - 01.07.1896, Blaðsíða 3
3 landhelgi, rymii inn í landið en ekki til útleudinga, sem fyrst legðu fje fram til útgerðarinnar, hyggjum vjer að það sje auðgert að sýna fram á, að lögiu sjálf með ýms- um skilyrðisákvæðum, gætu vel sjeð fyrir því að þau yrðu ekki að misnotum fyrir íslendinga þess vegna, að hjerlendir menn gætu leigt sig til þess að látast vera eigeudur botnvörpuskipa, án þess að vera það í rauu rjettri. (Framh). Utlendingar í Islandi. Þess er bráðum að vænta, að erlendir ferðamenn komi nokkuð margir saman, með „Botnia", í því skyni að ejá sig hjer um, kynna sjer háttu landsmanna o. s. frv., flestir að líkindum í fyrsta sinn, og nokkrir sem hafa heimsótt ísland áður. Það sýnistiþví ekki úr vegi, þó menn hugleiði það, hvernig menn geti haft gagn og arð af komu þessara gesta, og yfirleitt, á hvern hátt menn eigi að hagnast sem bezt af heimsóknum erlendra ferða- manna hjer á landi. Hjer er ekki svo mikið um arðberandi at- vinnu, að mönnum veiti af að nota hvert gott færi sem býðst, og peningaeklan er enn svo mikil hjer, þrátt fyrir vorn góða banka, að mönnum ætti að vera kærkomið að fá sem mest af útlendu gulli inn í landið. Og þegar aðrar eins þjóðir og ítalir, Orikkir, Sviss- búar og Norðmenn, telja sjer þjóðarhagnað af heimsóknum útlend- inga, ætti oss ekki að vera ósamboðið að gjöra hið sama ef vjer gætum. En til þess að hafa hagnað af þessu, megum vjer ekki verðsetja ^&foflágt, sem vjer látum útlendingum í tje. Þeir útlendingar sem fælast landið af því, að menn selji hjer fullu verði það Bem falað er af þeim, gjöra oss fæstir neitt gagn. Það eru optast lítt menntað- ir menn af lágum stjettum, sem naumast geta sagt satt orð um hagi landsinB, þó þeir kynnu að ráðast í að skrifa um ísland er þeir koma heim aptur. — Menn hafa mörg dæmi þess, að slíkir útlend- ingar, hafa jafnvel gjört hjer töluvert tjón með því að hauga sam- an allskonar fjarstæðum og illgirnissögum um landið og ibúa þess. Sannmenntaðir menn, sem koma hingað til vísindalegra rannsókna, eða til að skoða náttúrufegurð landsins o. þviuml., eru optast svo í álnum að þeir standa jafnrjettir og flnna ekki til þess, þótt þeir borgi sómasamlega fyrir sig. — Slíkum mönnum dettur t. a. m. ekki í hug, að hægt sje að selja kaffibolla upp í sveit um háslátt, fyrir sama verð sem menn geta fengið hann á kaffihúsum eða gildaskál- um ytra, eða að menn sju reiðubúnir til þess hjer á hverri stundu, um bjargræðistímann, að leggja niður orf og hrífu, til þess að stjana og stauta við allskonar rellu úr útlendingum, sem enginn hefur bú- izt við, jafnvel fyrir minna gjald, en siður er að borga lægstu leigu- þjónum á gististöðum erlendis. Því verður ekki neitað að sú fiugsun virðist nú vera að læð- ast inn hjá mönnum hjer, að menn eigi að hæna að sjer útlendinga með því að selja þeim svo ódýrt sem framast sje unnt, án þess að verða fyrir peningatjóni. Menn eru t. a. m. nú margir hverjir farn- ir að leigja útlendum ferðamönnum hesta sína fyrir 1 kr. 50 a. á dag, í stað þess, að áður var aldrei nefnt minna en 2 kr., og, að minnsta kosti hjer í Reykjavík, veitir innlendum mönnum fullerfitt að fá hest leigðan nokkra klukkutíma fyrir minna en það. — Menntaðir menn t. a. m. skólapiltar og jafnvel stúdentar leigja sig nú út til þesB að túlka fyrir enska ferðamenn, fyrir dagkaup sem er meira en helmingi lægra en ferðamenn þessir borga óbrotnum vinnumönnum heima hjá sjer. — Fáir enskir þjónar, sem koma hing- að, munu hafa öllu minna kaup en 3—4 pund Sterl. um vikuna, eða um 10 krónur á dag, og sýnist hart að sjá menntaða menn á ís- landi í einni fylgd með slíkum gestum, fyrir hálfu minna gjald. Það er einnig helber misskilningur, ef menn halda að útlend- ingar yfirleitt sækist meira eptir því sem vanhugsun eða samkeppni vor sjálfra kemur oss til að hafa á boðstólum, langt fyrir neðan rjett verð. Útlendingar, einkum Englendingar, álíta einmitt iiklegt, að allt það sje í sjálfu sjer betra, sem er virt hátt. — Ogþað ættisízt að sitja á seljandanum, að svipta sína eigin vöru áliti. Æfðir túlk- ar, sem jafnframt geta upplýBt útlendinga um sögustaði, íornmenj- ar og þviumlíkt, sem þeir eru komnir til þess að sjá, ættu ekki að láta heyrast, að þeir tækju minna en svo sem 10 kr. á dag, fyrir það að vera fylgdarmenn og þjónar þessara ferðamanna. Bændur sem hýsa útlendinga eða selja þeim greiða, ættu aldrei að taka minna fyrir það en svo, að þeir hafi ágóða af, scm þeim dregur, í hlutfalli við þá upphæð sem um er að ræða. Því að eins getur landið í heild sinni grætt á erlendum ferðamönnum, að einstakir menn sjái um sig í viðskiptum við þá. Það er vonandi að vaxandi einstaklings- og fjelagsmcuning ís- lendinga kenni þeim að virða sig sjálfa svo mikils, að þeir að minnsta kosti selji ekki sig og sitt fyrir minna verð en þcim býðst. En því miður er enn of mikið hjer af þeim hugsunarhætti, að vjer eigum að beygja osb fyrir öllu sem útlent er, jafnt i þessu sem öðru. Aptur á móti eru að sönnu einstöku dæmi til þess, að menn hafa heimtað heimskulega mikið fje hjer af útlendingum, og mælir enginn slíku bót. En enginn siðaður maður getur áfellt þjóðina í heild sinni fyrir það, og í sjálfu sjer er það hætturainna fyrir hag vorn þó slíkt komi fyrir, heldur en hitt, ef menn færu almennt að selja útlendingum greiða með skaða sínum eða of litlum hagnaði. Menn gætu óvíða í Norðurálfunni komið heim á bændabæi og heimt- að allt sem heimilið hefur að bjóða, fyrir minna v'erð en goldið er hjer á landi, en úr því þessi siður er lagstur í land, að hver bóndi á landinu, með eða móti vilja sínum, verði að vera nokkurskonar veitingamaður, þegar einhverjum ferðamanni þóknast að ÓBka þess, er sanngjarnt að menn taki fulla borgun fyrir. Það kemur ekki því við, sem hjer að framan er sagt, að allir mundu sakna þess mjög, ef hin eiginlega íslenzka geBtrisni minnkaði eða legðist niður. Þessi gestrisni er og hefir verið sómi þjóðar vorr- ar. Meðan hún helzt ber fátæklingurinn ekki árangurslaust að neinum dyrum, og ferðamaðurinn sem óveður eða aðrar orsakir hindra frá því að balda lengra, fær gistingu og þann greiða sem hann þarf, með eða án borgunar eptir því sem sanngjarnt er. En þessi gestrisni á ekki að leiða fátækan bónda til þess, að bora það sem hann hefur flutt í heimilið, handa sjer og sínum, á borð fyrir sjer ríkari mann, sem ekkert brýnt erindi hefur, án þess tð hon- um sje borgað vel fyrir. Vindlar og vín frá Kjær & Sommerfeldt hjá Steingríiui Johnsen. Unga og einlita, fallega hesta kaupir undirskrifað- ur seinast í júlí eða fyrst í ágúst. ítvík, 23. júní 1896. Eyþór Filixson.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.