Dagskrá

Issue

Dagskrá - 06.07.1896, Page 3

Dagskrá - 06.07.1896, Page 3
11 Enskir botnvörpumenn sektaðir. í Hull-blaðinu „Daily Mail“ 26. f. m. er grein með fyrirBögn: „Teknir faetir í íslandi11, sem menn ef til vill hafa gaman af að gjá. Greinin hljóðar svo: „Eimtrawlarinn ,St. Lawrenee1 er kominn til Hull eptir að hafa mætt misjöfnu í íslandi, þar sem löghald var lagt á skipið. Seinni hluta þesaa dags hitti fregnritari „Dagpðstsins" skipstjðra W. Ager- skow, sem skýrði þannig frá því með hverjum atvikum þetta hefði orðið. „Jeg fðr frá Hull ll.júní", segir skipstjðri, „og kom upp und- ir ísland næsta þriðjudag að kvöldi. Við vorum þar við veiðiskap þangað til á laugardag, að við fórum inn til Reykjavíkur. „Hvert erindi höfðuð þjer?“ „Við fðrum að Bækja vistir og ís. Samferða okkur voru botn- vörpuskipin „Origon“ og „Niagara11, sem eru eign ThomaB Haml- ing & Co. Við rerum strax í land til þess að hafa tal af enska konsúlnum, ráðBtafa peningasökum okkar og fá leiðbeining um hvar vörur þær væri að fá, sem við þurftum með. Degar jeg var á leið til skips míns aptur, hitti jeg íssalann, og tjáði hann mjer að lagt hefði verið fyrir sig að láta engan ís af hendi við okkur. — Þetta var hin fyrsta vitneskja, er jeg fjekk um það, að nokkuð væri at- hugavert við aðgjörðir okkar“. „Hvað tðkuð þjer þá til ráða?“ „Jeg fór til enska konsúlsins, og sagði hann mjer að hann hjeldi að við mundum verða fyrir lögsókn út af því að hafa haldið skipum úti við ísland. — Degar þetta var, höfðu skip okkar legið um 6 stundir á höfninni“. „Hvenær fenguð þjer vitneskju um það, eptir ráðstöfun hins opinbera' að þetta mundi geta leitt til lögsóknar gegn yður?“ „Þegar jeg kom að skrifstofu landstjórnarinnar11.* Mjer var fenginn reikningur og sagt við mig: „Þetta verðið þjer að borga“. Við höfðum ekki svo mikið sem sjeð neitt yfirvald, en okkur var tilkynnt að við yrðum að borga upphæð þá, sem stóð á reikn- ingnum, áður en við gætum farið af höfninni. Lögregluþjónn nokk- ur sagði okkur, að við værum settir fastir“. „Höfðuð þjer fiskað nærri landi?“ „Óekkí. Við tókum inn veiðarfærið 8 mílur (enskar) undan landi. KonBúllinn sagði að við værum undir lögsðkn fyrir að hafa haldið úti skipum í íslenskum sjó“. „Hver varð svo endirinn á þessu ?“ „Við urðum að borga 12 pund Sterl. fyrir hvert skip, að við- bættum öðrum útgjöldum, áður en við vorum látnir lausir. Jeg beiddist upplýsinga um, hvar við gætum fengið vistir, og spurði hvað við ættum að gjöra ef við lentum í hafsnauð, og var mjer þá vísað á að veiða fisk í flrðinum og lifa á fiski og köldu vatni þangað til við kæmumst heim“. „Hafa önnur botnvörpuskip verið vön að koma til Iteykjavíkur?" „Síðastliðið ár komu þangað þrjú skip frá sama fjelagi, og voru skipstjórar þá látnir hlutlausir. Vjer höfum heyrt að yfirvöldin hafi látið í ljósi, að þeir viidu sekta okkur öðrum til viðvörunar11. „Þetta er“ — bætir .Daily Mail' við — „meðferðin, sem bresk- ir fiskimeDn verða fyrir við önnur lönd. Við skipakvína St. Andrew hafa menn lýst yfir megnri gremju út af þeBsu, og ráðstafanir á að gjöra til þess að koma þessu máli fyrir ensku stjórnina". * * * Engin ástæða er til þess að ætla, að enska stjórnin fari að þjóta upp til handa og fóta, þó botnvörpumenn verði að hlýða lög- um hjer við land, og borga hæfilega sekt fyrir óþarfasnatt inn á *) Á vlst að vera bæjarfðgetaskrifstofan. hafnir, enda munu fæstir leggja trúnað á þessa afbökuðu frásögu hins enska skipstjóra. — Eu þó svo væri, að Englendingum fjelli þungt að láta úti fje hjer samkvæmt íslenskum lögum, er líklegt að Islendingar fari ekki að spyrja enn eina útlenda stjórn til ráða um það, hvernig þeir eigi að semja lög sín, — svo lengi sem þess aðeins er gætt, að lögin ríði ekki í bága við almennar mannúðarreglur. En engin getur sagt það með sanni, um sektarákvæði botnvörpulag- anna, þar sem ræða er um varnarlaust land, sem enga teljandi framkvæmdarlögreglu hefur á sjó. Bitstj. Svar til dr. Finns. í greinarkorni í 26. tölubl. Fj.konunnar hefur dr. Finnur vilj- að verja mjög órökstudda dóma sína (í Eimr.), um útgáfu á úrvals- ritum eptir Sigurð Breiðfjörð; andmælir hann þar fáeinum athuga- semdum i S.fara, er gjörðar voru við ritdóm hans, og skal þess get- ið, að athugasemdirnar voru ritaðar í þeim tón, er Finnur mjög hafði verðskuldað fyrir hryssingslegar og ókurteisar staðhæfingar, er hann sló fram að ástæðulausu og að fyrra bragði í Eimreiðinni. Dr. Finnur lýsir þvi yfir í enda Fj.k. greinarinnar, að hann láti þar með úttalað um þetta mál, og er öðrum það vist fullt svo ljúft sem honum, að hann láti ekki heyra meira til sín um það efni. Ekki þykir það heldur þess vert, að taka bjer upp neina deilu við hann, út af öllu því sem hann virðist hafa misskilið og farið rangt með. Það sýnist nægja að nefna það álit hans, að forsetningin „eptir“ sje ekki rjett mál í því sambandi sem hún er höfð á titilblaði bók- arinnar, en það stendur fast og verður ekki neitað, af neinum sem vill segja rjett um þetta lítilvæga atriði, að forsetningin er rjetti- lega höfð í þeirri merking, eptir öllum sögnum er tákna áhrif á hlutinn (andlag setningarinnar), sem hann ber merki af, sem breytir lögun hans, útliti o. s. frv. — Þannig er rjett mál að segja: Skaptið er krotað eptir smiðinn, lagið er raddsett eptir Bergreen, frásögnin er lagfærð, afbökuð eptir sögumanninn, bókin er búin til prentunar eptir útgefanda o. s. frv. — Jafn furðulegt sem það er, að íslenskur málfræðingur skuli neita þessu, er hitt, að hann skuli halda því fram í alvöru, að forsetningin „af“ í sama sambandi sje góð íslenska. Þvi var aldrei neitað, að þetta er nú þráfaldlega haft í bjöguðu, óíslensku nútímaritmáli margra höfunda, sem litla þekking hafa á málinu, og enn minni smekkvísi. En það sannar ekkert um þann ágreining sem hjer lá fyrir. Dæmi þau sem dr. Finnur færir til, eru röng. — Það er rjett mál að segja: „Gripurinn er smíðað- af málmi,“ en ekki hitt: „Gripurinn er smiðaður af Jóni Jónssyni.“ Annað atriði má einnig nefna. Dr Finnur heldur því fram, að útgefandinn hefði átt að telja „Fjöllin á Fróni“ með þýddum kvæð- um, en í formálanum er skýrt tekið fram, að þau kvæði sem skáld- ið hafi „vikið við“, sjeu talin með frumkveðnum ljóðum. — Það væri auðgert að benda á margt sem tekið er upp án athugasemda í frumortum kvæðum annara skálda, og er þó mikið nær því að vera þýðing en „Fjöllin á Fróni“, sbr. t. a. m. Jónas Hallgríms- son og Heine; slíkt finnst jafnvel í kvæðasöfnum manna, er sjálfir hafa gefið út kvæði sín, sbr. t. a. m. kvæði Grims Thomsens: „Táp og fjör og frískir menn,“ á sænsku: „Mandom mod och morska man“ o. s. frv. Þetta vita allir sem nokkuð þekkja til skáldmennta vorra, og væri hart að gjöra þýðingar úr öllu því, sem líkist öðrum texta í stöku erindum. Svigurmælum dr. Fiuns í þessari grein, um „axarsköpt í for- málanum“ sem ekki sjeu tekin upp úr bókmenntasögunni hans o. s. frv., er þarflaust að svara.

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.