Dagskrá - 09.07.1896, Blaðsíða 1
Verð árg. (minnst 104 arkir)
3 kr., borgist fyrir janúarlok;
erlendis 5 kr., borgist fyrirfram.
Uppsögn skrifleg bundinvið
1. júlí komi til útgefanda
fyrir októberlok.
DAÖSKEA.
j^ Iteykjayík, Hmiiitudaginn 9. júlí. 1896.
Sjá auglýsing Dagskrár á seinustu
síðu þessa Iilaðs.
Auður og arður.
Þegar menn eru loksins farnir að sjá, að hjer væri
hægt að iifa bæði af landi og sjó, ef hvorttveggja, eða
jafnvel aðeins annaðhvort væri notað, og þegar menn að
síðustu, flesta hverja, er farið að ráma í að hjer sje víst
heldur fámennt, til þess að gjöra, með 70,000 hræðum
á nær því tvö þúsund ferhyrningsmílum — er erfiðasta
þrautin eptir, sem sje að láta sjer skiljast, að auðmagn
vantar aldrei, getur aldrei vantað til lengdar, sje auðs-
uppsprettan sjálf fundin, og siðaðra manna stjórn ráði
lögum í landi.
Það dugar ekki fyrir oss að firtast eða hrista höf-
uðið, þó vjer getum nú ekki sjálfir lengur dregið að
opna augun fyrir því, að dauð hönd liggur hjer yfir
öllu atvinnulífi, þótt þjóðin þræli baki brotnu ár út og ár
inn, og sýni hæfileika bæði að andlegu og líkamlegu at-
gerfi, til jafns við hverja aðra þjóð í heimi.
„Hver er svo orsökin til þessa?“ spyrja menn. —
„Auðmagnið vantar“, svara menn.
En þetta er hin háskalegasta villukenning, sem
nokkurntíma hefur haldið nokkurri þjóð á klafa fátækt-
ar og ráðaleysis.
íslendingar eru nær að segja hin einasta þjóð í Norð-
urálfu heims, sem á fje inn í ríkis- eða landssjóði. Skatt-
ar, tollar og álögur keyra hjer fram úr hófi, og allt af
eru fundnar upp nýjar og nýjar Ieiðir til þess að næla
saman fje úr vösum einstakra manna, til þess að halda
innstæðu hins opinbera sjóðs við. Menn Ieigja út fjenað
fátækum bændum, fyrir blóðuga okurvexti, um allt land,
en þing og stjórn keppist við að leggja hönd á peninga
borgaranna, og draga þá saman í arðlausan aurasekk.
Því getum vjer ekki fengið meginið af öllu því fje,
sem landssjóður á nú inni, að viðbættu öllu þvi, er láus-
traust landssjóðs gæti útvegað, til þess að ejia p-am-
leiðslu í landinu?
Látum það vera svo, að oss sje lífsnauðsynlegt að
hafa embættling á hverri þúfu, halda við æfagömlum
8kriffinnskustofum, sem ekki gjöra annað en tefja fyrir
brjefum á rjettri póstleið, og setja upp alla þessa her-
fylking af bráðónýtum opinberum starfsmönnum, nefnd-
um og ráðum í eina þvögu. En hvað er gjört við hitt
sem eptir verður, þegar búið er að launa öllum vinnu-
lýðnum í víngarði vorrar ötulu pappírsstjórnar. — Yæri
ekki afsakanlegt þótt borgarar landsins vildu sjá ein-
hvern arð af þessum auði, sem dregin er saman með af-
arkostnaðarsamri innheimtu, eitthvað annað en bitlinga
og vanhugsað samgönguflan.
Samgöngur eru að sönnu nauðsynlegar, en þær eru
ekki hið fyrsta lifsskilyrði þjóðarinnar. Hið fyrsta er
framleiðslan, og fyrir hana hefur verið sáralítið gjört
tiltölulega, sje rjett litið á. — En svo sýnistsem menn
blíni sig starblinda á það eitt, að auka verslun og sam-
göngur; en hinu virðast menn of mjög hneigðir til að
gleyma, að fyrst verður eitthvað að vera til að reka
verslun með og eitthvað til að flytja, hvort heldur er á
eimskipum eða akbrautum.
Menn kunna að segja á móti þessu, að mikið fje sje
lánað út gegnvenjulegum vöxtum af opinberufje til ein-
stakra manna, er þannig ættu að geta notað fjeð til
framleiðslu, eða hvers annars sem þeim þóknast. En
það er ekki nóg. — Stjórnin á að hvetja til ankinnar
framleiðslu með því að veita lánin með sjerstökum vil-
kjörum, öllum þeim sem taka lánin til framleiðslufyrir-
tækja, auðvitað með hæfilegum skilyrðum, svo ekki sje
hægt að misneyta þessara hlunninda í öðrum tilgangi.
En af ráðstöfunum hins opinbera í þessa átt um undanfar-
in ár, verðurekki annað talið, en nokkrar litlar og lje-
legar tilraunir, sem hafa komið að litlu sem engu haldi.
Það þarf meira fje til þess að reka litla atvinnu
með skaða sínum, en að ráðast í stærri fyrirtæki sem
gefa af sjer mikinn arð. 0g hjer eru nóg ráð til þess
að skipta um. — Sameining kraptanna og hyggileg
meðferð á því fje sem er fyrir hendi hjá íslendingum
sjálfum, væri út af fyrir sig nægilegt til þess að breyta
atvinnuvegum vorum stórvægilega í betra horf; en þess
utan stendur það opið fyrir landssjóði að margfalda auðs-
afl sitt með lánum, hvenær sem stjórn vorri og löggjöf
innanlands þóknast að beygja við inn á þá vegi, sem
verður að ganga, ef einstaklingunum á að verða íhlut-
unarsemi hins opinbera til hjálpar, en ekki til tjóns og
niðurdreps.
Vjer verðum að efla landbúnað og sjáfarútveg fljótt
og vel, ef duga skal. Vjer megum ekki berja því einu
við, að hjer vanti auðmagn — svo lengi sem hið opiubera
og einstakir menn, beita ekki því afli sem fyrir er.