Dagskrá - 13.07.1896, Page 1
Verð árg. (minnst 104 arkir)
3 kr., borgist fyrir janúarlok;
erlendis 5 kr., borgist fyrirfram.
Uppsögn skrifleg bundin við
1. júll komi til útgefanda
fyrir oktðberlok.
D A G S K R A.
Reyhjavík, mámulagiim 13. júlí.
Fyrsti nagliim negldur.
Samkvæmt hinu langa launungarbrjefi dr. Yaltýs er
„aannleikurinn sá, að það er tvísýnt, hvort nokkrum er
annara um stjórnarmálið en honum“.
En mundi það ekki einnig vera sannleikur, að það
sje meira en tvísýnt, hvort Yaltýr er maður til þess að
takast á hendur milligöDgu milli þings og stjórnar í
slíku máii. Hann játar sjálfur í brjefinu, að til þessa
þurfi bæði þekkingu og hyggindi; en hann hefur sýnt
ótvírætt og óafmáanlega með þessari tilraun sinni, að
hann hefur hvorugt. Þetta er sá besti skilningur, sem
lagður verður í atferli dr. Valtýs.
Það virðist sem sje ekki næg ástæða til þess að
ætla, að Yaltýr vilji hafa framtíð íslands og stjórnar-
baráttu alla um undanfarin ár að leiksoppi. Svo grát-
lega hægilegar endemisumbætur á stjórnarhögum landa-
ins sem Valtýs-brjefið flaggar með gæti enginn nema
landráðamaður sett fram i alvöru, ef hann skildi sitt
eigið mál. Og það er ekki rjett að halda um dr. Val-
tý, að hann hefði viljað vera landráðamaður — þó hann
hefði getað það, þó svo mikill kraptur hefði fyigt til-
ræði hans, að það hefði getað leitt til nokkurs annars
en undrunar eða hláturs meðal hugsandi manna á íslandi.
Nei, dr. Valtýr segir það sjálfsagt satt, að honum
er „annt“ um málið — upp á sinn hátt. En hann ætti
að vera varkárari í því að hafa sig frammi í máli, sem
honum er annt um. Hann ætti að vita, að það er vanda-
verk að semja fyrir þjóð sína í herbúðum óvinanna, og
þegar maður les langa brjefið hans, sem er fullt af mis-
skilningi á hinum allra einföldustu atriðum þessa máls,
finnst manni svo mikið heimtandi, að hann ætti einnig
að finna, að slíkt verk er honum ofvaxið.
íslendingar hafa nú að vísu að undanförnu horft á
það með miklu langlundargeði, að menn hafa risið upp,
hver um annan þveran, með velviljaðar ráðleggingar í
stjórnarmálinu, og fallið svo jafnharðan aptur frá þeim
nauðugir, viljugir, af því að þeir hafa orðið berir að því
síðar, að þeir báru ekki minnsta skyn á málið, þegar
þeir gerðust til að tala um það opinberlega. En svo
má brýna deigt járn að bíti um síðir. Sá tími getur
komið, að mönnum Ieiðist slíkir postular nýrra öfug-
króka og ringulreiðar í því máli, sem þjóðinni ríður mest
á og hún hefur lagt mest kapp á að vinna. — Látum
það vera víst og ekki dragandi í efa, að þessir menn
|| 1896.
vilji hið allra besta, sem þeir hafa vit á. En það er
ekki nóg. — Þjóðin hefur rjett til þess að menn hug-
leiði einnig, hvort þeir hafi þá „þekking og hyggindi"
til að bera sem dr. Valtý vantar, áður en þeir ráðast
í að gjörast erindrekar íslands gagnvart Danastjórn i
stjórnarmálinu, á þingi eða utan þings.
Af öllum breytingum eða miðlunartillögum, er tafið
hafa fyrir því, að íslendingar fengju stjórnarbót, siðan
endurskoðunarmálinu fyrst var hreift, er Valtýs-uppá-
stungan berust að því, hve óhæf hún er í alla staði.—
Það er óþarfi að fara út í einstök atriði. Enginn Is-
lendingur sem riðinn er við opinber mál, nema Valtýr
einn, getur blekkst á henni. — Vjer skulum t. d. nefna
skilning Valtýs á stöðu ráðgjafans gagnvart ríkisráðinu,
sem hver maður, sem um þetta mál hefur fjallað, veit
að er hið fýrsta aðalatriði í stjórnarbótakröfum ísiend-
inga. Um þetta segir dr. V. að það sje að sönnu „ó-
viðkunnanlegt“ að ráðgjafinn sitji í ríkisráði Dana, en
það hafi „sáralitla eða enga praktiska þýðingu“.
Slík yfirlýsing ein ætti að vera nægileg tii þess að
almenningur skipaði Valtýs-póiitíkinni fljótt og vel á
þann bekk, er hún verðskuldar. Hjer er ekki verið að
hyija holurnar með yfirekinsákvæðum. Hjer erbeintog
blátt sagt, að það sje í sjálfu sjer þýðingarlaust, hvort
Danastjórn eða íslandsstjórn hafi síðasta atkvæði í sjer-
stökum málum íslands. Slíkt verður naumast misskilið,
og þarf ekki útskýringar við.
Það væri óskandi, að allir nýjungamenn, sem i vin-
arskyni við þjóðina velja sjer hlutverk dr. Valtýs, að
hindra framgang stjórnarmálsins í Höfn eða heima,
kæmu eins og hann til dyranna eins og þeir eru klædd-
ir, svo engin freisting yrði fyrir neinn að blekkjast á
þeim. Þá mundi apturhvarfspólitík síðasta alþingis verða
fylgt fljótt og vel til grafar með kistuua, sem dr. Valtýr
hefur slegið fyrsta naglann í.
Hestarækt.
Sauðasölubannið enska hlýtur að knýja menn til þess
að sjá sig um eptir Dýjum leiðum, öðrum úrræðum til
þess að gjöra landbúnað vorn arðberandi. Það er ekki
einungis nýr markaður fyrir hina fyrri framleiðslu sem
leitað mun verða að, heldur munu menn snúa sjer að því
að mynda eða efla aðrar greinar búnaðarins heldur en