Dagskrá

Útgáva

Dagskrá - 10.08.1896, Síða 2

Dagskrá - 10.08.1896, Síða 2
50 breyting, heldur með grundvallarlagabroti eins og þessi íslenska stjórn sem vjer neyðumst til að nefna því nafni, hefur gjört í viðureign sinni við ensku stjórnina út af lagabrotum enskra botnvörpumanna hjer við land. Það væri um of farið að þynnast blóðið í íslending- um ef þeir finndu nú ekki til þess, að farið er með þá eins og rjettlausar undirlægjur, þar sem erlendum laga- brotsmönnum eru gefnar upp sektir sem úrskurðaðar hafa verið til landsjóðs á löglegan hátt, og þar sem sam- ið er af umboðsvaldinu við útlenda skipsforingja um af- nám laga, sem löggjafafarvald vort hefur samþykkt með fullri heimild bæði samkvæmt vorum eigin grundvallar- lögum og almennum þjóðarjetti. En líkast til má búast við því nokkurn tíma enn, að hinar og þessar grútsifjaðar sálir, meðal hirðfífla þeirra, er dansa fyrir stjórnarnefnunni okkar, kinki koll- um yfir því hve vænlegt og viturlegt það sje, að brjóta niður lög vor um verndun vorra eigin eigna gegn er- lendum fiskaraskríl 1 — Það þarf að sverfa enn betur að oss til þess að cdlir sjái, eða þykist sjá, hverskonar leikur nú er leikinn með ísland af Hafnarráðinu góða. En eptir öllum veðurmerkjum, mun þess ekki mjög langt að bíða. Það er af tilviljun einni, að ensku fiski- mennirnir sjást ekki á Faxaflóa rjett þessa dagana; þeg- ar þeim sýnist svo, koma þeir hjer inn að landi og draga vörpuna enn rækilegar eptir að þeim er leyft inn fyrir merkin, heldur en áður, meðan þeim var bannað það. — Heimdallur sveimar kringum lögbrjótana og tekur þá tali, til málamynda. — Þeir ensku eru svo kurteisir að draga inn vörpuna áður en stigið er upp á skip þeirra, en allir horfa á nýdreginn lifandi fiskinn sprikla á þii- farinu, og vita að hann er dreginn fyrir innan merkin. — Þannig mun það hafa verið um þrjú skip, er Heim- dallur sleppti nálægt Papós, ekki alls fyrir löngu. Og þannig mun það verða framvegis, ef íslendingar sjálfir knýja ekki stjórn sína til þess að fylgja lögum þeim sem vjer nú höfum, og þar auki semja önnnr ný, enn öflugri verndarlög, gegn botnvörpuveiðum útíendinga. Það er þó hart að öllu skuli þurfa að stofna í voða og neyð, til þess að íslendingar sjálfir sjái, að þeir eiga sín eigin fiskimið innan landhelgi, og þurfa engan að spyrja að því hvernig þeir hátta veiðiskap þar, eða hvort þeir leyfa eða banna öðrum siglingar að erindisleysu með skaðleg veiðarfæri inuan þeirra merkja. Og hvern- ig sem allt fer, er vonandi að gjörræði umboðsvaldsins í þessu máli verði til þess að vekja einstöku menn, sem ekki hafa eigingirninnar hvöt til þess að halda líf- vörð um öll afglöp þessarar vorrar góðu stjórnar, sem hefur fengið það hlutverk að beinum erfðum, frá margra alda fyrirrennurum, að halda íslendingum í þrælabandi örbyrgðar og dáðleysis, til aumkunar og athlægis fyrir allan heim. Nýir siðir. t _______ i jyEinusinni á öldunum, endur fyrir löngu, mig minnir um það leyti sem þeir ristu hver annan á kviðinn við Svold, undir forustu hins heilaga Ólafs Tryggvasonar — varpaði hinn íslenski ísraej frá sjer öllum úreltum goðakreddum og tók nýjan sið. — E>á var það, að mörlandinn saup sárar hveljur, er hann drekkti sínum gamla Adam í Öxará, en hugsan hans og hegðan öll var stórbreytt er hann kom upp úr lauginni. — Þrátt fyrir dæmafáa tryggð við hina nýju kenningn, gat landinn þó ekki komist hjá því að verða fyrir nokkrum umbótum á trú sinni rúmri hálfri öld eptir Öxarár- fundinn, og var sú breyting kölluð siðabót. Gegnum alla hina stór- stígu byltingatíma, er geysað hafa yfir þetta land, síðan nýi sátt- máli var saminn í Kópavogi, hefur sú bót haldist fram á síðasta dag. Svo lengi sem sporðurinn er aptan á og allir hinir á undan, stendur enginn oss á sporði, hvað framfarir snertir; en hitt er það, að tryggð lýðsins við trúna muna standa þjettfyrir tilraunum nýrra trúboða. Og þó er nú eins og menn hafi í hyggju að fara enn að leiða fólk vort í nýjan sannleika í þessum efnum. — Það keppnaðist ekki um árið þegar sjera Eiríki þótti vor allra nýjasti Adam frá siðabótatímanum vera orðinn of aldraður i landinu, og tók sjer þá gálauslega fyrirætlun fyrir hendur, að drekkja honum inni í Laug- um. Mormónaandinn frá Saltsævarborginni vestra kom að sönnu yfir fáeinar Evudætur þessarar þjóðar, fyrir dyggilega frammistöðu Eiríks og embættisbræðra hans, en vor nýíslenski Adam stóð einn- ig fastur fyrir, engu síður eptir að þessi tælandi villukenning var kunngjörð öllum orðsins heyrendum, heldur en áður, og varð ekki úr því að fjölkvænismönnunum tækist að valda neinni verulegri breytingu á ástandinu. — En nú á þessum siðustu, vestu tímum, þegar Yesta er orðin okkar besta fyrirtæki, og Yaltýr sýnir sig líklegan að reka endann á Kumpsstjórnina, með því að setjast sjálf- ur á ónefndan stað1, sýnast kaþólskar klausturmeyjar og herfólk af báðum kynjurn, úr hinu volduga hjálpræðisliði enn á ný ætla að fara að leita lags, og ieiða oss friðsama trúendur af hinum breiða vegi jvjóðkirkjunnar. Stæðum vjer eigi svo fast fyrir, eru að sönnu engir trúboðar líklegri til þess að geta snúið oss við, en þessir. Maður getur sagt að grundvöllurinn sje sá sami hjá þeim sem oss; það eraðeinsyfir- byggingin — ef vjer mættum svo að orði komast — sem ekki þol- ir samanburð. — Keykeisi og trumbusláttur, getur hvort um sig tekið skilningarvit manns í þjónustu á nokkuð óvæntan hátt, þegar maður er alinn upp við allt öðru vísi ilmandi samkomur og lát- lausan einraddaðan söng orgauleikarans, þó enginn geti efast um að meiningin sje góð hjá báðum. — En sá mun þó enn verða end- inn á, að íslendingar halda við sína eigin siði, og lofa útlending- unum að eiga þeirra í næði. Vjer verðum að játa að það væri ekki nema rjettlátt að gjalda líku líkt, og reyna að kenna frelsishernum að hafa dálítið lægra, og þeim kaþólsku að leggja minni rækt við hina ytri helgisiði, en vjer erum friðsamt fólk, hógvært og hleypidómalaust, og hirðurn ekki að breyta sannfæring annara í þessum efuum — þó vjer viljum að sönnu fá að halda vorri eigin. — Þeir tímar eru nú liðnir, þeg- ar valdboð stjórnendanna gat knúð þjóðirnar til þess að skipta um trú, eins og þegar skipt er um fat. Trúbragðafrelsið er viðurkennt í þessu landi, og enginn mun á neinn hátt amast við flytjendum hinna erlendu kenninga eða trúarsiða; en þó hlýtur mönnum að detta í hug, að ýmislegs annars mundi þurfa hjer fremur við, en nýrra trúarbragða. — Síst finnst það vera neitt brennandi áhuga- *) Höf. hefur ekki þorað að nefna ríkisráðið í þessu sambandi. Bitstj.

x

Dagskrá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.