Dagskrá - 10.08.1896, Page 4
52
menn að sitja með hann nauðugir viljugir, þó hver skynberandi
gjaldþegn í landinu sjái, að maðurinn sje engra peninga virði.
Þetta naglalega dekur við hina ungu óreyndu menn bakar
ekki einasta þjóðfjelaginu stórtjón, heldur er það og versta hefndar-
gjöf, sem þeim sjálfum verður gefin. Embættisgleðin, með tilheyr-
andi mánaðarlegum útborgunum, leggst eins og mjúkt, þungt farg
yfir alla framtakssemi þeirra, og þeir „stöðvast" í öllum framförum,
um leið og þeir standa eins og illur veftur í vaðmáli fyrir öllum
umbótum á því, sem þingið löggilti þá til að „fúska“ við.
Icelanfl SMpii anú Trafling Go„
byrjar verslun næstkomandi þriðjudag
11. ágtíst,
í Haftiarstræti (verslunarhúsuin S. Johnsen).
Fyrst um sinn verður seld allskonar
Vefnaöarvara.
Allt mjög vandað, Allt fyrir lágt verð.
Samstundis tekið á móti
pöntun
á allskonar útlendri vöru.
m Með „Laura“
hef jeg nú fengið hyrgðir af ailskonar úrum,
þar á meðal kvennúr einkennilegri en áður hafa sjest
hjer; þau eru slypsisnáiar um leið og þau eru úr.
Úrkeðjur af mörgum tegundum, svo sem úr „Talmi“,
„Hvidmetak, nikkel og nikkelhúðaðíir.
Pjetur Hjaltesteð, úrsmiður.
Laugaveg 19.
Bestu baðmeðul fyrir sauðfje
eru:
HLTCERINBÁÐ og NAPTALINBAÐ
í 1, 2, 4 og 10 pd. dÓ8um í a/2 og x/i Aösk. og ankerum
frá S. Barnekow í Malmö.
Yerðlaunuð á öllum sýningum heimsine. Bændur! Munið
eptir að panta þau fyrir haustið.
Einkaútsölu á íslandi hefur
Th. Thorsteinsson
(Liverpool).
Lífsábyrgð fyrir börn.
Lífsábyrgð sú sem hjer er um að ræða, er stofnuð
fyrir nokkrum árum af iífsábyrgðarfjelagiuu „Star“, og
er það sú Iífsábyrgðartegund er sýnist muni verða mest
notuð framvegis.
Hjer skal bent á aðalkosti þessarar lífsábyrgðarteg-
undar.
I. Árlegt iðgjald er ekki nema Va—Vs af sem
fullorðið fólk borgar.
II. Fyrir börn krefst ekkert læknisvottorð, sem stund-
um hefur í för með sjer, að menu ekki fá tryggt
líf sitt.
m. Lífsábyrgðin er laus við hinar venjulegu takmark-
anir og skilyrði, þannig að,
a. Ábyrgðareigandi má ferðast og dvelja hvar sem
vera skal á hnettinum, án þess að gera fjelag-
inu grein fyrir því.
b. Ábyrgðareigandi má stnnda sjómennsku og hverja
aðra atvinnu, án þess að iðgjald hans hækki.
Sem ellistyrkur er lífsábyrgð þessi einkar hag-
felld.
Kaupi maður t. d. barni á fyrsta ári lífsábyrgð til
útborgunar þegar það er 55 ára, er árlegt iðgjald 12 kr.
Borgi ábyrgðareigandi þetta sama iðgjald í 50 ár, hef-
ur hanu borgað út 604 kr., en þá mundi áhyrgðin með
viðlögðum „bonus“ vera orðin 1500—1600 kr.
Vilji ábyrgðareigandi verja „bonus“ til þess að lækka
iðgjöldin, hverfa þau smámsaman alveg og hann á á-
byrgð sína, sjer að kostnaðarlausu, en getur eptir þanu
tíma fengið „bonus“ lagðan við, eða þá borgaðan jafn-
óðum.
Þegar áyrgðareigandi er fulls 21 árs öðlast ábyrgð
hans eiginlegt gildi, og nýtur eptir þann tíma allra
rjettinda fjelagsins um uppbót, lántöku, endnrkaups-
gildi o. s. frv.
Deyi ábyrgðareigandi fyrir þann tíma, eru iðgjöldin
endurborguð foreldrunum eða þeim sem hafa tryggt líf
barnsins.
Ef allir bjer á landi, sem með góðum vilja hafa efnl
á því, vildu tryggja líf barna sinna, mundi ekki líða
margir mannsaldrar áður landsmenn ættu lífsábyrgðir
sem svaraði þúsund krónum á mann, en það væri sama
sem að árlega borgaðist inn i landið 1,750,000 kr. með
sama fólksfjöida og nú er.
Hvalur er útvegaður.
Rengi .... 4 aura fyrir pundið
Sporður ... 2 — — —
LTndanflátta . . l1/^ — — —
Ómakslaun lítil. Umbúðir ódýrar.
Pantanir verða að koma 3 vikum fyrir burtfarar-
dag skips þess, sem hvalurinn óskast sendur með.
Minnsta sending 400 pnnd.
Sje ekki borgun send fyrirfram kostar hvalurinn
10°/0 meira.
Lysthafendur snúi sjer til
K. Torfasonar,
Flateyri.
Skrifstofa Dagskrár, Vesturgötu 5 (Glasgow).
Ábyrgðarmaður: Einar Benediktsson, cand. juris.
Fjelagsprentsmiðjan.