Dagskrá - 31.08.1896, Blaðsíða 4
76
eptir fjðrðungi stundar eptir dagmál, kom annar kippur, sem þó
var miklu styttri og vægari. —
Á Stað i Hrótafirði varð að eins vart við kipp nm kvöldið, en
töluvert meira í Borgarfirði. Pjðs hrundi í Hiðdal í Mosfellssveit.
Bn þá er austar dregur taka fregnirnar að verða allt voðalegri.
Ijó er ekki getið um að mikið húsahrun hafi orðið í Árnessýslu nema
í Hreppunum. En austan Djórsár kvað fallinn meira og minna hver
bær í ofanverðum Holtum, á Landi, Rangárvöllum, Hvolhrepp og svo
langt austur í Pljótshlíð, sem fregn er komin af. — Skipshöfnin af
gufubátnum „Oddi“, sem um það leyti fór fram með söndunum und-
ir Eyjafjöllum, kvað hafa þóttst sjá — í sjónauka — að þar væri
fjöldi bæja hruninn. — Steinn fjell í jarðskjálftanum yfir mann í
Vestmannaeyjum, og Jifði maðurinn við harmkvæli 29. þ. m., aðþví
er sagt er þaðan af farþegum, er komu 30. þ. m. með póstskipinu
„Laura“.
Menn hjeðan er voru á ferð austur í Rangárvaliasýslu þá er
jarðskjálptinn kom segja svo frá: Vjer vorum að snæðingi úti á
víðavangi um kvöldið hinn 26. nálægt Rauðalæk í Holtum, þá er
fyrsti kippurinn kom kl. 10, er var svo ákafur að vjer veltumst
aptur á bak, þar sem vjer sátum á jörðunni, og hjeldum oss ósjálf-
rátt í grasið. Kyrrt var og blæjalogn, en jarðskjálptanum fylgdi
þungur þytur líkt og vindur færi yfir loðið starengi. — &á er vjer
komum að Efri-Rauðalæk' var þar nokkuð af húsunum hrunið, og
hálfklæddar konur komu í ofboði frá næsta bæ (Brekkum) til að
biðja um mannhjálp til að ná kúm úr fjósi er var hrunið yfir þær.
Kippirnir hjeldu áfram alla nóttina þar til kl. 3 daginn eptir, en
allir voru þeir miklu vægari en fyrsti nema einn á 10. stund um
morguninn, sem hlýtur að vera hinn sami og fannst í Reybjavík.
Vjer hjeldum að Odda um kvöldið. Hafði fólk alstaðar flúið
fit á túnin og ljet fyrirberast þar. Hafði mikið af húsum hrunið,
þegar í fyrsta kippnum, sumt var að hrynja í smákippunum um
nóttina, en hitt hrundi í stóra kippnum morguninn eptir.
í Odda fjellu meira eða minna öll torfhús, svo og í Kirkjubæ;
á Reyðarvatni fjell timburhús, er byggt var í fyrra, og kvað hafa
mölvast svo að ómögulegt sje að byggja það upp aptur úr sama
efni. Tvær hlöður fjellu á Reynifelli. Á Dingskálum fórust 2 kýr
í fjðsi, 25 ær í Húsagarði á Landi, og á næsta bæ þar, Helli,
hrundi fyrir hellismunna, sem fullur var af heyi, svo til heysins
næst ekki, nema með afarmikilli fyrirhöfn. Snjallsteinshöfði á Landi
fjell og allt Marteinstunguhverfi i Holtum, öll torfhús á Árbæ og
kirkjan fór alin af grunni. Á Stórólfshvoli skemmdust mestöll með-
ul hjá Ólafi lækni Guðmundssyni.
IJtan Þjórsár hefur frjetst um húsahrun á Urriðafossi og Djót-
anda, við Þjórsárbrú, Birtingaholti í Hreppum og tveimur eða
þremur bæjum öðrum þar. — Skriða hafði fallið á Akranesi.
Eptir því sem frjettst hefur um, lítur svo út sem miðdepill
jarðskjálftans sje í Heklu eða þar í grennd, en einkis jarðelds hefur
þó ennþá orðið vart og hinn 27. hafði Hekla verið snævi þakin
niður í rætur, er hafði fallið um nóttina meðan á jarðskjálftanum
stóð.
Fjögra alda biL
Það var árið 862, eptir því sem nákvæmast verður talið, að
Garðar Svavarsson lagði skipi sínu úti á Skjálfanda, og náttfari
farþegi hans skaut báti og gekk á með þræl sinn. — Húsavíkur-
höfn hefur jafnan þótt miður árennileg, enda varpaði þetta fyrsta
landakip atkerum langt úti í flóa, líkt og tiðkast um strandsiglinga-
skip vorra síðustu tíma, þegar ekki þykir vert að hrapa um of að upp-
skipaninni. — En af þessu varð Garðaj fyrir því óhappi að missa
fjelaga sinn, Keltann Náttfara vestur undir Víkurfjöll, því nóg veð-
ur og alda var í firðinum. Nam Náttfari þá land á þessn herranB
ári alla leið suður í Reykjadal, en Garðar byggði sjer hús inn við
fjarðarbotn, með þeim hug að hverfa aptur alfarinn frá ÍBlandi á
næsta ári. Ber því Náttfara en ekki Garðar með rjettu heiðursnafn-
bót hins fyrsta landnámsmanns á sögutímanum.
Náttfari hafði búið sig út til fararinnar, bæði með þræl og am-
bátt; mun lítill efi vera á að allt þetta landnámslíð var keltneskt,
enda telja fróðir menn líklegt að skip Garðars hafi komið frá Suð-
ureyjum, þar sem nýdáinn var tengdafaðir hans, þegar þessi saga
gerðist. En þótt fornmenn veldu sjaldan ambáttir af verri endanum
til slíkra langferða, fjölgaði fólki Náttfara þó ekki meir en svo, að
hann var siðar rekinn viðstöðulaust brott úr iandnámi sinu í Reykja-
dal norður á bóginn, þangað sem hann kom fyrst við land.
Það mun hafa verið um hásumar að þessir menn komu til „Sól-
areyjarinnar". Á það bendir hringsigling Garðars og eins hitt að
hann lofar landið mjög er hann kemur heim. Það mundi hann ekki
hafa gert hefði hanni ekki sjeð landið þegar það var í blóma sín-
um; en eptir því sem sagan segir lagði hann af stað aptur næsta vor
eptir landfundinn, og hefur því ekki verið hjer sumarið 863. —
Þýlingunum hefur Garðar ekki kynnst svo menn viti, og rjeðist
hann í það, að gefa landinu annað nafn en það Bem tíðkanlegt var
meðal Keltanna á Suður- og Yesturlandi í þá daga. — En þetta
nafn, Garðarshólmi, varð ekki tekið upp af öðrum, og var það ekki
fyrr enn eptir margar tilraunir að hinum norrænu landnemum tókst
að testaluppnefni það víð ísland sem það ber nú.
Svo liðu fjórar aldir. íslenska þjóðernið, varð smátt og smátt
sjerstaklegra, og tók einkenni af hinu keltneska og norræna eðli
hvoru fyrir sig, og dró keim af nátúru þessa lands, sem er svo
gagnólík öllu nema sjálfri sjer. — Eigingirni og sjálfsþótti Norð-
manna gekk i efnasamband við fljótfærni og lauslyndi hinna ör-
gerðu Kelta. — Ljóshærðir víkingar og dökkbrýndar konur tengd-
ust ástum um endilanga eyjuna, og niðjarnir báru merki beggja.
Hugmyndir Norðmanna voru heiðinglegri; þeir orktu torskilið og í
þungu rími, en hinir irsku þrælar, leysingjar og frjálsir menn hugs-
uðu mannúðlegar, og voru fimari í allri ljóðagerð, enda hefur hvergi
í heimi verið meira um alþýðukveðskap en á írlandi.
Umheimur var torsóttur frá íslandi, og fjöll og fljót bægðu
einni byggð frá samgöngum við aðra. — Veturinn var langur og
harður vetur en sumrin fögur, og frjálst iíf að búa að sínu uppi
til dala. Állt þetta merkti íslendinga eptir því sem tímar liðufram,
og þeir urðu þolgóðir, harðlyndir og hugmyndaríkir; en þeir urðu
ekki fjelagsræknir og voru opt bráðvígir og hefnigjarnir nm of.
Það var um hásumar 1262, að ísland gekk undir Noregskon-
ung, með gamla sáttmála, sem svo er nefndur. — Þá hafði hatur
og ofríki þeirra sem mest máttu sín í landiuu, leikið frelsisaldir
þessarar þjóðar til enda, og nýir tímar kúgunar, fátæktar og fram-
taksleysis færðust yfir ísland smátt og smátt.
Svo liðu enn 400 ár, og rjett um miðsumar 28. júlí 1662 var
það að „nýi sáttmáli“ var gjörður í Kópavogi og íslendingar gengu
undir einveldi danakonungs. — Þá var orðið lítið um mótstöðu gegn
danskinum hjer á landi, en þó höfðu bændur þá verið öllu djarf-
mæltari i ágripi sínu til konungs heldur en nú gjörist, þegar hið
„trúa og holla“ alþingi sendir kveðju guðs og sína til Amalíuborgar.
------------- Hörður.
Póstskipið „Laura" kom hingað í gær og með því nokkrir
farþegar, þar á meðal cand. Þorsteinn Gislason frá Kaupmannahöfn.
Dagskrá
Ibiður nærsTeitamenn gjöra sto Tel að Titja blaðs-
ins á afgreiðsiustofuna, Yesturgötu 5.________________________
Skrifstofa Dagskrár, Vesturgötu 5 (Glasgow).
Ábyrgðarmaður: Einar Benediktsson, cand. juris.
Fjelagspreutsmiðjan.