Dagskrá - 03.09.1896, Qupperneq 2
78
sýni foreldra og annara vandamanna einatt um að kenna, er þeir
knýja börn sín til að seilast eptir því, er þeira er ofvaxið og eðli
þeirra frábitið. Hver strákhnokkinn, erskammlaust getur jlagt sam-
an 2 og 4, má til að verða prestur eða sýslumaður. „Hann vantar
ekki gáfurnar hann Nonna", sagði Þorsteinn gamli í Grófum þegar
Jón litli sonur hans gat þulið upp öll nöfnin á rollunum í kvíun-
um og rakið ætt þeirra út í æsar. Það jók og ekki alllítið á álit
föðursins, að Nonni kunni söguna af Sigurði lúsaleist og Loðinkópi
Strútssyni. „Það væri synd að láta ekki drenginn læra“. Jðn var
sendur i skóla. En hvernig fór? Eptir 7 ár kom hetjan heim apt-
ur og hafði þá í annað sinn fallið í gegn við 2. bekkjarpróf. En
á búnaðarskólanum, er hann vifjaði siðar, fjekk Jón fyrirtaks vitn-
isburð; gjörðist hann siðan bðndi og þótti ágætur búmaður; eink-
um var hann talinn fjárauga hið mesta.
En það var til yðar, nýju stúdentar, sem jeg ætlaði að snúa
máli mínu. Þjer lifið nú i lystisemd og fagnaði, og þykist hraust-
lega hafa brotið af yður skólaböndin, og munuð eigi síður en jeg
vera drýldnir af takmarki því, er þjer hafið náð fram tii. Nú stand-
ið þjer á vegamótum og horfið hugfangnír fram á veginn, er kvísl-
ast í allar áttir. En þoka hvílir yfir hverri braut, að eins enda-
stöðvarnar sjáið þjer gnæfa hátt í embættislegri dýrð. Þar hyllir
á einn veg undir konunglega dándismenn á stöfuðum brókum og
gullknepptum sloppum og með borðalagðar húfur eða hrúthyrnda
hatta á höfðinu; er það glæsileg sveit, tigin mjög og titlarík; þar
er kvennsæld mikil, því að hver göfug mær, er nokkuð þykist hafa
tii síns ágætis, lyptir þangað augum með ást og lotningu; gullið
þykir fagurt og embættin feit. Slík dýrð er töfrandi fyrir ung og
metorðagjörn hjörtu; mjer er sem jeg heyri marga yðar kalla með
lifi og sál: „Jeg les lög, lög, ekki að tala um annað!“
Á annan veg getur að líta guðsmennina góðu, forkólfa rjett-
lætisins og andskotasyndarinnar. Sumir lifa á háum launum og
ást safnaðanna í borgunum. Aðrir hjúfra sig i friði og kyrrð á
frjóvsömum jörðum, og baða sig í guðrækninni sem hvolparí fiður-
hing. Það er sælt og ljósauðugt lif, og vænlegt til sáluhjálpar.
„Ó, að jeg væri orðinn prestur11, segir Góði-drengur, „þá þyrfti jeg
ekkert annað að gjöra en lifa á eggjum og uýmjólk, leggja út dá-
lítinn ræðustúf á laugardagskvöldin og láta dáðst að mjer i stóln-
um á sunnudögunum11.
í hinni þriðju átt glittir í sprenglærða málfræðinga, er berjast
með hnúum og hnefum fyrir uppfræðslu þjóðarinnar, og gefa út
ósköpin öll af orðabókum og ódauðlegum ritum. AMestir eru þeir
magrir og renglulegir af sífelldu grúski og erfiði, er þeir dag ept-
ir dag verða að tögla fræði sin í athyglisvana harðsvíraðra þorsk-
hausa.
„Jeg vil verða málfræðingur11, segir frónskuhetjan mikla, „það
er fagurt starf, þótt erfitt sje, — maður getur alltaf ætlað sjer af?“
Þá er i fjórða lagi lækna sveitin vopnuð með blikandi skurð-
hnífa sem bíta á náinn. „Það er nytsamt starf og gróðurvænlegt“,
segir litli Toggi, „en verst er að vera refinn upp úr rúminu frá
konunni um hánótt, sem titt er með lækna“.
Enn eru heimspekingar, er stritast á móti trú og guðdómi og
eru sífellt að bisa við að smíða grundvallarskoðanir á lögmáli lífs
og tilveru, andhverfar allri skynsemi, og svo náttúrufræðingar, fljúg-
andi um allan heim i ransóknaferðum.
„Eyrir það er frægðin vís“, gellur fimbulþulur við, „jeg vil
verða heimspekingur og fagurfræðingur og kenna löndum mínum
að hugsa og rita; það er engin vanþörf á íslenskum Brandesi11.
Allt þetta sýnir hugsjónir yðar í glæsilegum myndum, ef til
vill glæsilegri en svo, að sannleikanum sjeusamkvæmar. Það kitl-
ar hjegómagirndina og tælir lengra og lengra, einatt út á glapstigu.
— Þjer viljið ólmir verða lögfræðingar! Er það vegna einkennis-
búningsins? Sje svo, getið þjer aflað hans með margfallt hægara
móti. Yagnstjórar á hafnargötum bera samskonar klæði. Eða er
það til að verða fengsamir til kvennkosta? Eins og það sje ekki
meiri aragrúi til af góðum og fallegum stúlkum til á íslandi (—
því að alkunnugt er, hversu dæmalaust vel drottni tókt að skapa
kvennfólkið þar —) en svo, að þær þurfi allar að hugsa til að ná
í lagasnápa, enda þótt þeir sjeu margir sem mýin í Skorradal; ein-
hverjar hljóta að verða afgangs og vart munu þær hætta til of-
langrar biðar, því að geigvænlegt er djúp örvæntingarinnar, held-
ur hlaupa þær óðfúsar í faðm yðar. „Ó já, okkur þykir nú lítið til
koma, kunningi, að vera neyðarúrræði kvenna“, segið þjer. Borgin-
mannlega mælt. En trúið mjer. Þeim muu fara sem þorskinum í
Bolungavík, er ekki komst að línunni hans gamla Kláusar; þeir öf-
unduðu í fyrstu ósköpin öll þá, er á önglunum hjengu, af glófögru
síldarheitunni, en er þeir sáu bræður sína dregna á þurt land, klöpp-
uðu þeir lof í lófa að vera lausir og undu með sæld við ormakrás-
ina á mararbotni. — Eða er það vegna embættanna sjálfra? „Já,
auðvitað“. En vegurinn, er liggur til þeirrar dýrðar, er torfær og
illur yfirferðar. Þar úir og grúir af pyttum og stórgrýtisurðum,
ekki úr náttúrlegu grjóti, heldur úr pálþykkum baunverskum laga-
skruddum. Hver Bem um veginn vill fara, verður að svolgra i sig
alla fúlguna, því ekki dugir að sparka henni í burt, sem steini úr
götu. Pyttirnir eru fullir af sumbli, er nemendur hafa til svölun-
ar sjer, því þurt er að kyngja lögfræðinni einni saman. Nellemann
heitir jötunn einn, er stendur öndverður á götuenda og púar á móti
aðsækjendum; spýr hann í sífellu nýjum og nýjum doðröntum full-
um af svo krókóttri lögvísi og smásmuglegum orðhengilskap, að
vart verður botnað í; hafa lögfræðingar sagt svo sjálfir frá, að ó-
tuggnum yrðu þeir að kyngja kenningum hans. Ár frá ári harðn-
ar hriðin, enda hnígur margur knár kappi í valinn, og fáir kunna
sigri að hrósa fyr en eptir 6—8 ára þrautseiga aðsókn. Nei, það
er engin gamanleikur að tarna, og þrek þarf til og ekki alllitla
staðfestu að sitja jafnlangan tíma samankropinn í slíka fræði; með-
an unaðsbliðar ástaraddir þjóta töfrandi um eyrun, og gleðin og
lífið leikur sjer fyrir utan. Skyggnist fram í tímann, piltar; fikið
yður eptir þræði orsaka og afleiðinga, og yður mun ekki dyljast
hvilíkt svartnætti hjúpar framtíðarútlit ÍBlenskra laganemenda um
þessar mundir. Sjáið þjer ekki vargafjöldann, er rífst með voða-
hljóðum um hvern embættishrauðmolann. Brátt mun þó meir grána
gamanið. Pæstir munu krækja í bráð; einungis sóknhörðustu hetj-
urnar, hæfilegleikamennirnir. En hinna miðlungsgreyjanna, bíður
sultur og seyra. Annað tveggja verða þeir að velta út af á hor-
leggjunum, eða láta sjer nægja með einhverja lítilfjörlega atvinnu,
er hver menntavana kotungi getur fengið. Tólf til sextán ára bar-
átta er unin fyrir gíg, þróttarárin horfin, og nú verða þeir að
byrja að nýju til.
Látið því lögfræðiskænuna sigla sinn eiginn sjó, þjer sjáið að
hún ætlar að liðast í sundur af ofhleðslu. Heppilegra mun aðsnúa
huganum til einhverra hinna annara vanalegu námsgreina, svo sem
læknisfræði, og gjörast sóknharðir drengir i holdsveikisbaráttunni
miklu, eða málfræði og berjast gegn baunverska soranum, en þó
einkum verkfræði og eðlisfræði, því að hver veit nema þjer kunnið
að verða járnbrautakóngar og rafurmagnsmeistarar þegar framfara-
aldan mikla skellur yfir ísland; þannig verðið þjer frægir menn og
máttarstólpar ættjarðarinnar.
En skoðið þó grandgæfilega hugi yðar áður þjer veljið einhverja
brautina, skoðið hæfileika yðar og hinar sönnu tilhneigingar, í
hvaða átt þær hallast. Ef þjer hafið ekki einbeittan áhuga og
fölskvalausa ást á vísindunum og unnið öðru meir, hvort sem eru
konur eða vín, er einkarhætt við að lærdómurinn verði yðnr tor-
sóttur. Það er betra að snúa við nú þegar, þótt mikið sje að vísu
í sölurnar lagt, þar sem eru 6 blómlegustu ár æskunnar; seinna
verður eptir meiru að sjá og örðugra viðfangs að breyta stefnunni.