Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 08.09.1896, Blaðsíða 2

Dagskrá - 08.09.1896, Blaðsíða 2
82 köstuðust flatir til jarðar og hjeldu sjer í grasið til að verjast meiri byltingum. En lítið öskufall fylgdi því gosi. 1597 varð mikið gos úr Heklu og byrjaði 3. jan. Hvellirnir Iíktust fallbyssuskotum og heyrðustá norður- landi í 12 daga. Hekla sýndist öll í einu báli. Gosin stóðu fram í marsmánuð. Frá sumum stöðum sýndust 18 eldar koma upp frá fjallinu. Þá var öskulagið % fet á þykkt í Mýrdal, bæjir hrunduí Ölvesi, þar á með- al Hjalli, hverir hurfu og nýjir komu upp. Eitt hið mesta Heklugos er gosið 1693. Það byrjaði 13. febr. með miklu braki og skruðningum, jarðskjálftar voru á- kafir, þrumur, eidingar og grjótflug. Björg á stærð við hús köstuðust langar leiðir. Blossarnir komu upp á fjórum stöðum. 16. febr. varð mikið öskufall. Aska fjell yfir allt land og barst til Noregs, og verslunarskip sem voru á leið milli Færeyja og Suðureyja þöktust þykku öskulagi. Jörð eyðilagðist víða, en fjenaður fjell af sjúkdómum og megurð, fuglar rotuðust af grjótflugi ög silungar dóu í ám og vötnum. í þeim hreppum, sem næst liggja, Hreppum, Landi og Biskupstungum, eyddust margír bæir af jarðskjálftum og öskufalli, en hrísskógar brunnu á ýmsum stöðum til kaldra kola. Á 18. öld hafði eldur tvisvar verið uppi í nánd við Heklu, 1728 og 1754, en hún hafði lengi setið þegjandi og horft á. En 1766 varð mikið Heklugos og byrjaði að morgni 5. apríl og höfðu jarðskjálftar farið á undan. í nánd við Heklu var öskulagið álnarþykkt, en hálf alin í þrjátíu mílna fjarska. Hefði landið eyðst alltí kring, ef eigi hefði komið á harður suðaustanvindur og borið öskuna innyfir óbyggðir. Bæir eyddust í Bangárvalla- og Árnessýslum og stór svæði skógi vaxin huldust ösku. Hagar og engi í Rangárvallasýslu urðu fyrir stórskemd- um. Ytri-Rangá stíflaðist og flóði yfir láglendið. Þjórsá og aðrar ár í nándinni báru svo mikið af vikri til hafs, að fiskibátar hindruðust og varð ekki róið um sjóinn. En þorskar, sem veiddust þar í nándinni þetta ár, voru magrir og maginn fullur af vikursteinum, sem þeir höfðu gleipt. Meðan á öskufallinu stóð varð svo dimmt á Þingeyjarklaustri, 26 mílur frá Heklu, að enginn sá mun á hvítu og svörtu, og í Skagafirði var myrkur svo svart að ekki sáust handaskil. Haustið eptir fjell fje stórum í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum. Mílulangt hraun rann frá fjallinu til suðvesturs. Tveir gígir gusu undir eins, annar í fjallstoppinum, hinn niðri í hlíðinni að sunnan og vestan. 10. og 11. apríl var vindur á suðvestan og askan barst yfir afrjetti Rangvellinga. Næsta dag var kominn snjóbylur á norðvestan, en gosunum hjelt áfram með ákafa til 15. apríl. Eptir það urðu þau hægari. 21. april var öskusúlan mæld og reyndist 16000 fet, hafði þó opt verið hærri. Hekla hjelt áfram að gjósa við og við allt sumarið og fram á haust og fylgdu þá jarðskjálftar svo snarpir að hús fjellu. Pest og kvillar fylgdu þessu gosi og sýktust bæði menn og fjenaður. Það jók og vandræðin að tíðin var hin versta, og lokaði hafísinn öllu norðurlandi og miklum hluta Vestfjarða. Eptir þetta gaus Hekia ekki fyr en 1845. Það gos hefur verið bezt ransakað og því betur lýst en öðrum Heklugosum. Bæði er til ritgerð um það eptir J. C. Schythe og svo skoðuðu þrír útlendir vísindamenn Heklu skömmu eptir gosið. Veturinn 1844—45 var óvanalega góður eins og venja er þegar eldsumbrot eru. Jörð var farin mjög að grænka í byrjuu aprílmánaðar og sum- arið var heitt og þurkar miklir. Kl. 9 um morguninn 2. sept. byrjaði gosið með landskjálfta. Stundu síðar tók Hekla að spúa frá sjer dökkum reykjarmökkum og dunur og dynkir heyrðust frá fjallinu. Um hádegi var orðið svo dimmt sem um svörtustu vetrarnótt og hjelst myrkrið til nóns. G-rátt öskulag, xj2 þml. á þykkt, huldi jörðina. Ofan á það lagðist dökkt sandlag, og rigndi sandi allan þann dag, nóttina eptir og fram á næsta dag. Var þá allt landið í nándinni hulið þykku lagi af ösku og sandi. Þykkast var það í Skaptártungu og á Síðu. Kvöldið 2. sept. voru drunurnar hæstar og sló mikilli ógn yfir allar skepnur. Hekla spjó gífurlegum gufustrókum í lopt upp og sló á þá glampa frá glóð- inni niðri í gígnum, því stór glóandi björg byltust þar til og frá og í myrkrinu um kvöldið lá hraunstraumur- inn niður með vesturhlíðum Heklu eins og glóandi eld- rák allt niður á jatnsljettu. Um miðjan dag hafði Rangá vestri stýflast, en braust fram aptur fyrir kvöldið og flutti með sjer leir og vikur; vatnið var svo heitt að menn gátu ekki dýft hendi í það. Silunga bar áin á land hundruðum saman, alla dauða og hálfsoðna. Með- an á gosinu stóð var logn kringum Heklu. Frá 4.—9. sept. var Hekla hulin þoku og sást ekkert til hennar, en við og við heyrðust þungar drunur frá fjallinu og jarðskjálftakippir voru alltíðir. Gosunum sljákkaði fram til 12. sept. en hraunstraumurinn rann jafnt og þjett yfir láglendið neðan við fjallsræturnar. í fyrstu fór hann 50 fet á klukkutímanum. Hraunið fyllti heilan dal og var 80—100 fet á þykkt. 12. sept. harðnaði gosið apt- ur, öskusúlan varð hærri og svartari. Þá fjell aska yfir Rangár- og Árnessýslur, grasið vienaði og fjenaður rann fram og aptur fóðurlaus. Kvöldið 14. sept. urðu drunurnar hærri og ógurlegri en nokkru sinni áður. Þær heyrðust með reglulegu millibili hverja mínútu og menn sögðu þær líktust jötunstunum í fjallinu. Hverri drunu fylgdi svartur reykjarmökkur upp úr gígnum, en miili drunanna var gufustrókurinn hvítgrár. Eptir 18. sept. lækkuðu drunurnar og gosið varð hægara, en hraun- straumurinn hjelt áfram til 23. sept. 8. okt. byrjuðu

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.