Dagskrá

Eksemplar

Dagskrá - 17.10.1896, Side 2

Dagskrá - 17.10.1896, Side 2
106 Af þessari megin-ástæðu leiðir nú það, að þjer haíið borið fram uppástuugu um það, að íslendingum verði heimilað með lögum að veiða með botnvörpum i landhelgi sinni þorskinn, og gefur uppá- stunga yðar ðtvírætt til kynna, að botnvarpan sje sú veiðivjel, er opni íslendingum gullnámu þá er íslandshaf geymir í þorshnergð sinni. Enn nú er botnvarpa ekki veiðivjel fyrir þorsk, heldur fyrir flatfisk þann er með botni skríður, enda er hún fnndin upp einmitt til þess að ná upp í mergð hinum torfengna botníiski sjáfarins. Sá þorskur sem í botnvörpu slæðist kringum England er það rýrari en færaþorskur, að hann selst fyrir að eins Vs þess verðs er færaþorsk- ur er í. Líkt mun vera með þann sem í botnvörpur slæðist við ís- land. Að flytja slíkan þorsk frá íslandi til Englands horgaði sig á enga lund. Fengi nú uppástunga yðar þann stað í íslenskri löggjöf, sem þjer kröfðuð að henni yrði þegar í ár veittur, með auka-þingi, svo að botnvörpuveiðar gætu byrjað þegar á næsta vori, hvað yrði þá niðurstaðan? Hún yrði sú, að nýmæli yðar hefði heimilað íslend- ingum flatfisksveiði i landhelgi, en ljeti þorskveiðina ósnerta með sínum gömlu ummerkjum. Með öðrum orðum: út væri komið laga- boð um allt annað en það, sem þjer og löggjafarvaldið hugðuð að lög væru sett um; allt sökum þess, að gleymst hafði að gæta að því, sem mest reið á: hverskonar veiðibrella botnvarpa var. Þetta segið þjer „að komi alls ekki máli voru við“. Hvað kemur þá máli þessu við, er ber fram uppástungu til laga, ef sá hlutur, það efni, sem uppástungan er um, kemur þvi alls ekki við?! Nú nú, út væru komin engin þorskveiðalög, heldur hin fyrstu flatfiskilög fyrir ísland, sem engan dreymdi um að von væri á, nema þá menn, sem „vissu hjer vel . . . hvernig botnvarpa er í laginu", en duldu hinn ófróða löggjafa sinn þeBs. Slíkra laga gætu íslendingar engin not haft: Þá hefur ekki dreymt um að gera ráðstafanir til að opna sjer flatfiskamarkað á Englandi; þeir hafa engar ransóknir gert um kostnað botnvörpuskipa og útgerðar þeirra; þeir hafa engum kostum nje kjörum náð við markaðarins einvalda goða, Millimanninn, í þeim markaði, þar er þeir hlytu að verða keppinautar enskra fiskimanna sjálfra; þeir hafa i engum útvegum veríð með ís-pakkhús í nokkurum flskimarkaðarbæ á Englandi, hvar geyma mætti útfluttan afla, ef á lægi, til þess að fá sætt markað. arkjörum. Yfir höfuð kæmu lög þessi yflr íslendinga eins og þjóf- ur á nóttu og þeir vissu ekkert hvaðan á sig stæði veðrið. Hin eina niðurstaða uppástungu yðar yrði því sú, að opna landhelgi ís- lands fyrir fiskiveiðaaðferð, sem íslendingar sjálfir gœtu ðmögulega liagnýtt sjer. Samþegnarnir yrðu alveg einir hjer um hituna, því fyrir þá, og enga aðra, væru lögin sett. — Að þeasu skuli fram- gengt verður, að svo miklu leyti sem í yðar valdi stendur, hvað sem hver segir, sjest nú glöggt á svari yðar til min, sem fer með eðli hlutar, söguieg sannindi og vísindalega vissu eins og slor væri, sökum þess, að ekki sje mínnBt á „þau rök“, er færð voru fyrir þessari tiilögu þegar í byrjun"! skárri eru það rökin, sem af rangri forsendu eru spunnin! Cambridge, 16. sept. 1896. Eirikur Magnússon. Nýtt bókmenntafyrirtæki. Eptirfarandi auglýsing frá hr. Oddi Björnssyni í Kinhöfn, er oss ánægja að taka í „Dagskrá" og getum þess um leið, að vjer væntum mikils góðs af útgáfumanni þessa safns, þar sem hann er oss kunnur sem ötull og dugandi maður og jafnframt vel smekkvís á skáldlegar bókmenntir. Bókasafn alþýðu. Margsinnis hefnr það verið tekið fram, að íslendingar væru miklir bókavinir og fróðleiksfúsir. En þegar litið er á isienska bók- markaðinn, dylst það ekki, að margt og mikið vantar þar til þess að sagt verði að bókmarkaðurinn sje viðunanlegur fyrir fróðleiks- fúsa þjóð. Hið helsta, sem þjóðinni er boðið, auk blaða og tímarita, eru guðsorðabækur og fornsögur vorar. Fræðirit og skemmtibækur vantar með öllu. Þegar þess er gætt, hve áköfum framförum vís- indin taka á ári hverju í útlöndum, þá er hörmulegt að hugsa til þess, að íslensk alþýða fær naumast þef af þeim, og meira að segja, íslensk alþýða þekkir optsinnis ekki ýms grundvallaratriði vísinda- legrar þekkingar, sem fundin eru fyrir mörgum öldum. í útlöndum rís upp hvert skáldið öðru meira. Bækur þeirra eru þýddar á fjöldamörg tungumál. Að þesBum meistaraverkum eiga allir aðgang, nema íslendingar. Þeir sitja með riddarasögurn- ar sínar og þylja þær. Það verður ekki annað sagt, en að hjer sje stórt skarð í hók- menntir vorar, er þarf að fylla sem bráðast. Undirskrifaður hefur því ráðist í að gefa út safn af skemmti- og fræðibókum fyrir íslenska alþýðu, og vonast eptir góðum undir- tektum hjá leikum og lærðum. Jeg hef fengið loforð um hjálp við útgáfu safnsins hjá ýmsum íslenskum menntamönnum hjer og heima. í safni þesBu verða: 1. Frumsamin islensk kvæði og íslenskar skáldsögur; 2. Yandaðar þýðingar á frægum útlendum skáldsögum, leikritum og kvæðum ; 3. Alþýðlegar fræðibækur eptir íslenska og útlenda höfunda. 4. Ýms fræg heimspekileg og söguleg rit útiend. Safn þetta á að heita „Bókasafn alþýðu“, ogverðurþað sniðið eptir bestu söfnum útlendum í líka átt, t. d. „Cassels Na- tional Library“, „Reclams Universal Bibliothek“ o. fl. í „Bókasafn alþýðu“ verður einungis tekið úrval afritumhinna bestu höfnnda. „Bókasafn alþýðu" kemur út í kerfum. Verða 3 árgangar í hverju kerfi, en í hverjum árgangi hjer um bil 18 arkir i 8 blaða broti. Hver árgangur kostar 2 krónur (í Ameríku 80 c.), en áskrift er bindandi fyrir heilt kerfi (3 ár). Þeir sem ekki eru áskrifend- ur, gota keypt hverja einstaka bók, en þá kostar hún helmingi meíra. Fyrir „Bókasafn alþýðu" verðnr búið til sjerstakt band, sterkt og fallegt, er kostar 1 kr. (40 c.) og 1 kr. 25 a. (50 c.) á hverja bók, eptir þykt bókanna; gylt í sniðum er bandið 50 a. (20 c.) dýr- ara. Þeir sem vilja fá bækurnar innbundnar, eru beðnir að geta þess á áskrifendalistanum. Jeg mun leggja alit kapp á að allur frágangur sje hinn vand- aðasti, bæði að þvi er snertir prentun, pappír, myndir og bókband. „Bókasafn alþýðu“ byrjar með kvæðasafni eptir hið ágæta þjóð- skáld vort, Þorstein Erlingsson. Auk þess verða í fyrsta kerfinu rit eptir hin frægustu skáld og visindamenn. Vegna þess að allt kapp hefur verið lagt á að vanda sem mest allan frágang á útgáfu kvæða þessara, verða þau að tiltölu dýrari en hin önnur hepti safnsins. Útsölumenn fá Vb^A í sölulaun, eptir því, hve mikið selt er. Andvirði hvers heptis greiðist við móttöku þess. Jeg vona að þjer sjeuð hlynntur þessu þýðingarmikla málefni fyrir íslenskar bókmenntir, og viljið bæði sjálfur gerast áskrifandi að fyrsta kerfii safnsins og hvetja aðra til að gera hið sama. — Boðsbrjef þetta óskast endursent sem fyrst til útgefandans (Bers- gade 46, Kebenhavn K), svo hverjum útsölumanni verði send hæfi-

x

Dagskrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.