Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 17.10.1896, Blaðsíða 3

Dagskrá - 17.10.1896, Blaðsíða 3
107 lega mörg eintök af kvæðum Þorsteins Erlingssonar, sem þegar eru fullprentuð, og kosta 2 kr., en sem áskrifendur að fyrsta kerfi fá fyrir 1. kr. 50 a. (60 c.). Kaupmannahöfn, Barsgade 46. Oktðber 1896. Oddur Björnsson. Baðhúsið. Herra ritstjóri! Þjer finnið að því að baðhúsið sje iila úr garði gert, illa þrif- að, óboðlegt kvennmöunum og böðin of dýr. Viljið þjer lofa mjer að fræða yður og þá, sem blað yðar lesa, á því, að þessar aðfinningar eru óþarfar. Baðfjelagið er hlutafje- lag; einir 5 tugir manna eiga hlut í því (25 kr.); enginn þeirra hefur mjer vitanlega búist við ágóða af þessu fje; þeim mun lofs- verðara er það fyrir Keykvikinga, að samskotin gengu svo greitt, að alls fengust c. 1400 kr. Hitt ætti öllum að vera ljóst, að með 1400 kr. er ekki hægt að koma á fót vænni og vel gerðri baðstofu. Þetta átti að vera til bráðabyrgðar þangað til fje fengist til þess að reisa góða baðstofu hjer í bænum, en til þess þarf c. 15,000 kr. Baðstofan í gömlu prentsmiðjunni er af vanefnum; gerð, en þrátt fyrir það eru böðin, þau sem þar fást, fullboðleg, jafnt .konum sem körlum. Þjer getið reitt yður á það, að laugakerin eru ávallt vel þrifuð. Einstakt heitt bað kostar 60 aura, en ekki„70 aura, eins og þjer segið. Jeg hef rekið mig á það, að þeir sem eru að tala um að böðin hjer sjeu dýr, hafa aldrei baðað sig aunarstaðar en í 25 aura baðstofunni hjá Sivalaturni í Kaupmannahöfn — og ekki vita þeir, að þessi stóra baðstofa þarf mikið gjafafje á ári til þeBS að geta selt böðin svona ódýrt. Reykjavík 14. okt. 1896. Með virðingu G. Björnsson, form. 1 baöhásfjelagi Rvíkur. * * * Hinn háttvirti formaður í baðhúsfjelagi Reykjavíkur hefur í sumar verið fjarverandi og getur því ekki jafnvel borið um hvað þar hefur verið aðfinningarvert og þeir, sem böðin hafa notað á þessum tíma. Þau hafa ekki verið svo vel þrifuð sem mátt hefði vera og átt að vera, en í því er þó lítill kostnaðarauki. Hitt vita allir, að ekki er hægt að koma upp alfullkominni baðstofu fyrir 1400 kr. — En bærinn ætti að leggja fje til baðbússins, bæði til þess að það gæti orðið betur úr garði gert, og líka til þesB að böð- in yrðu ódýrari en nú er. Það veit og höf. greinarinnar hjer á und- an, að heit böð kosta með öllu sem til þeirra heyrir 70 aura, en ekki 60, en hvort sem væri, þá er það svo dýrt, að það hamlar mönnum frá að nota böðin eins mikið og vera ætti. — Vjer þekkjum fleiri baðstofnanir en Sívalaturnsböðin, fullt eins margar og höf, og vitum vjer ekki hvaðan honum kemur það, að ekki sje hægt í Kaupmannahöfn eða Reykjavík að selja heita ker- laug fyrir minna en 70 aura (með handklæði) — nema veittur sje styrkur tii þess af almanna fje. Strandferðaskipið Thyra, kapt. Garde, kom hingað 12. okt. Hún var orðin 6 dögum á eptir áætlun og hafði meðan á norðangarðinum stóð legið á Sauðárkröki. Margir farþegar voru með henni hingað. Thyra mætti Vestu á Skagafirði. Halda menn að Vesta hafi beðið af sjer óveðrið á Akureyri. Hún er ókomin hingað enn. Thyra mætti Lauru í Látraröst. Thyra fór aptur í dag vestur og norður um land. Quiraing er ekki enn komin. Egill kom i gær með mörg hundruð farþega austan af fjörð- um, þar á meðal ritstjóra Skapta Jðsepsson og cand jur. Björgvin Vigfússon. — Sagðar eru vondar fregnir um fjárskaða og annað tjón af óveðrum á Norður- og Austurlandi. Vesta var ókomin á Seyðisfjörð. Kvöldskemmtun, hin fyrsta á þessu, hausti var haldin í Templarhúsinu laugardagskvöldið 10. okt. Þar slógu þeir hljóðfæri land8hötðingjaritari Brynjólfur Þorláksson og Þorsteinn Jónsson smiður. Cand. Sigurður Magnússon og Hjálmar Sigurðsson amts- ritari ljeku smáleiki og Hjálmar las nokkur kvæði eptir ýmsa höf- unda. Hljóðfæraslátturinn tókst best, leikirnir miður, og þó ljek Sigurður Magnússon allvel. Smávegis. Luther. 1 sumar dó maður í Nýju Jórvík, sem kominn var í beinan karllegg af Marteini Luther. Hann var níræður að aldri, var orgeismiður og stofnsetti fyrstu klaververksmiðju þar í borg- inni. Emll Zola er hjólreiðamaður mikili, þótt hann sje nú farinn að eldast og orðinn þungfær. Nýlega sagði hann blaðamanni, sem átti tal við hann, að næBta bókin sem hann skrifaði yrði að öllum likindum um reiðhjólin. Luther. Kaþólskir menn halda enn löstum Luthers á lopti, en mótmælendur kostunum, Það er t. d. alrnenn trú meðal ka- þólskra manna, að Luther hafi fyrirfaríð Bjer sjálfur, og nýlega hefur Jesúiti einn ritað heila bók til að styðja það álit. Auðvitað geta Lutherstrúarmenn ekki þolað slíkt, og rífast kierkar nú um þetta efni víða um lönd. Sagnirnar um dauða Luthers era annars mjög óljósar og telja glöggustu menn mest líkindi til að hann hafi dáið af slagi. En á hans tímum var það aimennt álit, að þeir, sem svo dóu, hefðu orðið fyrir drottins refsandi hönd og því er haldið að leynt hafi farið um dauðdaga Luthers. Hðfuðböð! Höfuðböð! í baðhúsi Reykjavíkur fást hjer eptir höfuðböð (champoböð). — Þau varðveita hárið og verja flösu. — Kosta aðeins 25 aura. Magnús Vigfússon. Til skálda og kyæðayina. Lesendur Dagslirár eru vinsamlega beðnir að veita at- hygli áskorun um að senda frunikveðnar, öprentaðar stök- ur og kvæði inn til ritstjörnar þessa blaðs, (sbr. Dagskrá 14. sept.) til útgáfu í einu safni jafnskjótt og nægilegt efni er fyrir hendi.— Utanáskrift: „Dagshrá* — Beykja- vík. Jörð til sölu. í einni af beatu sveitum Húnavatnssýslu er til sölu ágætisjörð mjög ódýr. Jörðinni fyigir nýbýli vel hýst. Öll eignin metin nær 40 hndr. — Tún um 100 hesta, engjar um 1000 hesta, í meðalári. — Nýbýlið gefur af sjer 30—40 hesta af töðu og 3—400 hesta af útheyi. Lysthafendur snúi sjer brjeflega eða munnlega til ritstj. þessa blaðs.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.