Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 14.11.1896, Blaðsíða 3

Dagskrá - 14.11.1896, Blaðsíða 3
þegar hjónin komu til vina sinna og náðarbiðla í París, — Svo er sagt að Zarinum hafi þótt of mikið af því góða 'og hafi jafnvel beðið sig undan allra dýpstu auð- mýktarlátum Frakka. En enginn vafi mun vera á því, að vinahót frönsku þjóðarínnar gegn Rússum, sem hún hefur sýnt nú og við öll önnur tækifæri sem boðist hafa, munu hafa mikil áhrif á pólitiskt samband þjóð- anna og var Berlínarblöðunum litt um þessa fagnaðar- fundi milli Zarsins og óvinafólksins, — Annars mjög lítið um sögulega viðburði í heiminum sem stendur, nema ef telja skal sögurnar um meðferð Tyrkja á Armeningum, sem menn svo að segja eru orðnir sljófir fyrir, þó þær sjeu harla hryllilegar«. Dáinn er 8. þ. m. úr taugaveiki Sœmundur pró- fastur Jónsson í Hraungerði. íslensk skáld. Gestur Pálsson. ------ • (Frh.) Sagan um »Hans Vögg« ergott sýnishorn alls þess besta sem eptir Gest liggur. — Hann hefur þar valið sjer söguhetju meðal þeirra sem eru afskiptir þegar útbýtt er gæðum þessa heirns samkvæmt gildandi skipun hins siðaða fjelagsskapar. Oskabörnin með auð og erfða yfirburði, og svo hinir sem minni máttar eru fyrir sakir blindrar, forsjónarlausrar heimsstjórnar, það eru hetjur og sannleiksvitniþessa höfundar. Og HansVöggurer einn af þeim sem best er fallinn til þess að sannfæra um rangláta skipting allra samarfa að nautnum þessa lífs. En menn vissu það löngu áður en þessi smásaga kom út að skammsýnum, dauðlegum mönnum virðist ekki farið rjettlátlega með arfahlut mannanna. Og höfundurinn hefur ekki brugðið neinu nýju ljósi yfir sorgir þeirra olnbogabarna forlaganna, sem menn eru svo vanir að aumkast yfir 1 bókunum, enda þótt þeir líði sjálfir mikið verri kjör, þegar allt kemur til alls. Þegar heíðarkonurnar i Reykjavík tala um að leggja krans á leiði aumingjanna — og gleyma því, eru þær líkar öllum öðrum konum um allan heim. — Islcndinga varðar ekkert um slíkt. Atölur gegn hræsni og yfirdrepskap þeirra sem lifa á þvi að sýnast annað en þeir eru, má finna mikið beiskari og minnisstæðari hjá útlendum smáhöfundum, sem taldir eru í öðrum og þriðja flokki, þar sem ritlist og listmetandi lesendur eru til. Hlutverk Gests og annara höfunda hjer á landi hefur verið og verður fyrst um sinn — ef þeir annars vilja fara út þá sálma — að lýsa löstum og dyggðum Islendinga svo að það finnist hverrar þjóðar menn er verið að ræða um. — En þessu er ekki að heilsa hjá Gesti. Fyrsta og alkunnasta saga hans, »Kærleiksheimilið«, endar svo: »Anna á Hrauni hvlldi í gröf sinni fyrir líkn hins ekta kristi- lega kærleika sem hafði fylgt henni út yfir gröf og dauða«. Þessi beiska tilvitnun til kristilegrar mannúðar, sem lagði Önnu þessa í gröfina, á fullt svo vel heima alstaðar annars- staðar í heimi eins og hjer, og hefur verið margtuggið um- talsefni óreyndra byrjenda í heimsádeiluskáldskapnum, frá því að hræsni og sleggjudómar kristinna manna fóru fyrst að láta bera á sjer. Þess vegna leiðist manni að lesa hina hástilltu sorgardrápu um Önnu frá Hrauni og önnur píslarvætti Gests, og manni hlýtur að finnast lítið til um alla þessa stæling á stæling ofan eptir útlendum utanveltuskáldskap, sem má heita alóþörf fyrir þá sem eru læsir a dönsku og illa vikið við fyrir hina. — Gott dæmi þess hve laust eru ritaðar lýsingar þessa höfundar er t. a. m. þessi um guitarspilið í »Vordraumi«: »Fingurnir litlu þutu snjóhvítir og mjúkvaxnir eptir strengj- unum á víxl, svo skjótt sem leiptur bæri fyrir og toguðu svo einhverja furðulega kynjatóna fulla af sorg og söknuði sem þyrluðust hver á annan, knúðust svo af einhverju samræmis almætti til að tengjast saman og mynduðu svo einhvcrn ókleyf- an hring, sem allt af varð stærri og stærri, sem eins og hróp- aði einum rómi í himininn um óslökkvandi sorg«. Annað eins og þctta er naumast lesandi; orðin eru tekin af handahófi og sett þar sem cngum getitr fundist þau eiga hcima; mcnn eiga bágt með að leggja trúnað á að þessi maddama sem sagan gerist af spili svo á guitar, að það »hrópi 1 himininn«. Gest hefur ekki vantað hugsjónir eða hæfileika til skáld- legrar listar, en hann hefur vantað ástundun, þekkingu og sjerstaklega þetta eitt, að finna til skyldleikans við þá þjóð sem hann var kominn af. Honum tckst best þegar hann velur sjálfan sig að yrkisefni, sbr. kvæðið »Móðir mín«. eða þcgar hann hefur þekktar eða sögulcgar persónur fyrir sjcr (»Grím- kaupmaður deyr«, »Sál konungur« o. fl.); þá stendur hann ekki eins fjarri högum og kjörum þeirra sem hann lýsir, eins og þegar hann leiðir dönsku og norsku persónurnar með íslensku nöfnin fram. Niðri í ,herl. Salurinn er troðfullur af hálútherskum trúendum. — Mis- litar raðir af sjölum og svuntum skipa bekkina á báðar hendur alla leið inn undir pall, þar sem þeir »frelsuðu« sitja með hálflokuðum augum og þylja bænarorð niður í bringu sína upp aptur og aptur sömu klausurnar, sumir lágt, sumir upp úr öllum vindurn. Frammi í sætunum heyrist suðandi niður af pískri og lágum hlátrum, cins og undirspil undir andvörpum og stunum hinna útvöldu. Öll þessi hljóð blandast saman í eina Babels truflan og vefast hvert inn í annað eins og svuntu- litirnir, en fáein syfjttð olíuljós brciða óskíra birtu yfir söfnuð- inn, sem horfir með hundrað hlæjandi andlitum inn á sviðið þar sem trúarleikurinn er leikinn. Uti við dyrnar er óvenjulega þröngt. Þar verður ekki snúið við hendi nje fæti, en allir tylla sjer á tær til þess að sjá og verða sjeðir. í hvert skipti sem nýr áhorfandi treður sjer inn snúast höfuðin við sem snöggvast og ltta á hann eða hana. — Það skaðaj- ckki að vita hvað bætist við. Herfólkið er hávært sem vænta má af svo hugmiklu stríðs- liði, er gengur á hólm móti öllum illum völdum; það er og sjaldan hljótt mcðal heimsbarna þcirra cr koma hingað til þcss að horfa á orrahríðina. En 1 þetta sinn er hjer þó enn meiri ys og þys en venja er til. Það er líkast því sem eitthvað ó- vænt sje fyrir höndum, einhver sjaldheyrð barátta gegn þeim vonda og árum hans á pallinum eða einhver enn öflugri hlut- tekning í messugjörðinni af hálfu safnaðarins heldur en gjörist á hverri óbrotinni samkundu. — Þessi salur, sem hefur áður tekið undir af gleðisöngvum veraldlegra samkvæma, er nú orðinn að musteri lofgjörða og strlðsbæna, sem háðar eru með Iúðraþyt og pípnablæstri. — En þetta kvöld cr eins og maður finni einhvern keim af hinum gamla gleðskaparanda innan þessara fjögra veggja, sem gætu flutt undarlega vitnisburði, væri þeim gefin rödd og tunga. Fyrir framan pallinn leikur ungur karlmaður í liðsforingja- búningi á strengjaspil og syngur fyrir liðinu. Efni söngsins er líkt og vant er, upphvatning til hinnar erfiðu dyggðar og við- vörun gegn hinum auðgcngnu breiðtt vegum. í hverju erindi tekur liðið undir með einrödduðum kór og viðlagið er opt sungið upp. Lagið liggur hátt og kvennraddirnar ráða, en ein- staka karlmannsrödd heyrist undir, rám og sterk, áttund fyrir neðan tóninn. Liðsforinginn leggur nú frá sjer strengjaspilið og gengur til sætis. Annar hermaður stendur upp í hans stað og talar fyrir fólkinu snjallt og langt crindi mcð crlcndu málfæri. Hann rekur sögu eins syndara, sem lengi hafði látið eptir

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.