Dagskrá - 04.12.1896, Blaðsíða 1
Verð árg. (minnst 104 arkir)
3 kr., borgist fyrir janúarlok ;
erlcndis 5 kr., borgist fyrirfrain.
Uppsbgn skrifleg bundin við
1. júlí komi til útgefanda fyrir
októberlok.
I, 37. Reykjavík, föstudaginn 4. desember. 1 896.
Verslunarmál.
Einokuri umboðsmanna er ábyrgðaria.us.
[Framh.].
Undir hinni gömlu, blóðugu einokun Dana hefur
sú hugsun smátt og smátt svo að segja orðið ættgeng
hjá fjölda Islendinga að allur verslunargróði sje óheið-
arlegur og að skuldakröfur kaupmanna, hvers sem er,
eigi minni rjett á sjer heldur en aðrar kröfur. Þessi
hugsun kemur opt fram jafnvcl gegn þeim kaupmönnum
er versla nú hjer á landi með sáralitlum hagnaði, og
eptir alviðurkenndum heilbrigðum verslunarreglum, þar
sem þeir geta komið því við. Þetta er nú mjög rang-
látt gagnvart verslunarstjettinni í heild sinni, sem er
jafnnauðsynleg fyrir landið eins og bænda- sjómanna-
og iðnaðarstjettin. En einkum er kaupmönnum gerður
órjettur í samanburði við hina einokandi umboðsmenn,
því þess ber vel að gæta að hversu dýrseldur og harð-
drægur sem kaupmaðurinn kann að vera rekur hann þó
atvinnu sína upp á eigin ábyrgð, en ekki upp á ábyrgð
skiptavina sinna. Hann kaupir til þess að selja, og
hefur sjálfur veg og vanda af öllum vörubyrgðum sínurn
þangað til eigandaskipti verða aðþeim. En sá umboðs-
maður sem heldur umbjóðendum sínum fast við sig á
skuldaklafa, eða getur á einhvern annan hátt komið því
svo fyrir að þeim sje bannaðar aðrar bjargir, hann ein-
okar án ábyrðgar fyrir sig upp á hættu þcirra, sem hafa
falið honum umboðiö.
Venjuleg umboðslaun eða hundraðsgjald af seldri
og keyptri vöru sem umboðsmenn taka, mun fullkom-
lega jafnast við þann verslunarágóða sem sutnir kaup-
menn fá í aðra hönd, þar sem samkeppnin er nóg t. a.
m. eins og í Reykjavík. En þegar svo þess er enn-
fremur gætt, að umboðslaunin mega hcita tekin á þurru
landi, en verslunarhagnaður kaupmannsins einungis vinnst
með vogun sem eins vel getur orðið honum til taps,
sjest ekki að nein ástæða sje til þess - að öllum plögg-
um óskoðuðum — að flagga með suma kaupfjelags-
mennskuna hjer á landi, sem neina endurlausn frá gróða-
greipum kaupmanna. Það er margt sem þarf vel að
athuga reikningslega áður en sagt verður með fullri vissu,
að hinn ábyrgðarlausi, einokandi erindreki sje kostnaðar-
minni millimaður í kaupum og sölutn heidur en margur
kaupmaður, sem nú er haldinn — stundum bersýnilega
vegna þekkingarleysis hjá almenningi og vegna meðfædds
kaupmannahaturs — að dragi sjer ómældan auð af versl-
unarviðskiptum við landsmenn.
Með ábyrgðarleysi erindrekans á hjer ekki að vera
rnéint, að hann geti vítalaust farið með umboð sitt eins
og honurn þóknast. Þesskonar ábyrgðarleysi væri gagn-
stætt lögum og styðst ekki við neina heimild í santn-
ingum eða reglum þeirra kaupfjelaga, er hjer þckkjast.
En með því er einungis meint að varningurinn sje í á-
byrgð fjelagsmanna meðan hann er á leið rnilli kaup-
enda og og seljenda. Þetta atriði verða tnenn að hafa
vel hugfast til þess að skilja þann þátt, er umboðsmennsk-
an á í verslunarhögum landsins. — Abyrgðarleysið verð-
ur ekki auðveldlega fært til reiknings með neinni til-
tekinni upphaið, en það er þó margfalt þýðingarmeiri
liður í hinni svo kölluðu »komissions-verslun» íslendinga
við útlönd, heldur en forvígismenn kaupfjelagsskaparins
virðast athuga. — Sú ákvörðun ein að láta sölufjenað
kaupfjelagans fara milli landa á hans eigin hættu gerir
þessa verslunaraðferð vieð 'óllu óhœfa.
Það rná vel vera að surnir vilji benda á reynslu
kaupíjelaganna undanfarin ár, á móti því sem hjer er
sagt. En þess má geta strax til svars, að fæstir munu
hafa aðgang að glöggum sönnunum fyrir því, að hver
kind sem hrokkið hefur upp af eða týnst á leiðinni
milli íslands og Englands síðan kaupfjelagsverslunin
hófst, hafi fallið sínum eigin herra. Og þó menn álitu
að vanhöld á óvátryggðum fjárförmum bænda hafi ekki
verið stórvoðaleg til þessa dags, ættu menn síst að
byggja á því til frambúðar. — Því lengur sem hending
og heppni er manni í vil, því h'klegra er að umskiptin
sjeu í nánd.
Það er gagnstætt öllum viðurkenndum meginreglum
um meðferð eigin fjármuna, hvort heldur er í vidskipt-
um eða öðru, að láta lífsstofn sinn allan velta á einu
hættuspili; en það gjöra þó bændur þcgar þeir reka upp
á eigin abyrgð heils árs afurðir af búum sínum niður í
lestina á fjárflutningsskipi umboðsmannsins.
Svo hættumikinn flutning á enginn að ráðast í að
ábyrgjast nema sá sem getur staðist þó farmurinn týnist
ogsemhefurþaraðaukimiklahagnaðarvon af því að spila
með vogun vinnings og taps á slíkri tilviljun, helst þá
á fleirum en einum farmi,—Vátrygging skips og farms