Dagskrá - 11.12.1896, Síða 1
Verð árg. (minnst 104 arkir)
3 kr., borgist fyrir janiiarlok ;
erlendis 5 kr., borgist fyrirfram.
Uppsögn skritlcg bttndin við
r. julí kt>mi til útgefanda fyrir
októberlok.
I, 40. Reykjavík, föstudaginn 1 1. desember.
1896.
Verslunarmál.
Að hverju stefnir kaupfjelagsskapurinn?
(Framh.).
Sú verslunareinokun, sem Islendingar hafa haft að
segja af til þessara tíma, hefur einungis miðað að beinum
peningalegum hagsmunum þeirra sem hafa rekið verslunina.
— Vjer höfum ekki enn þá fengið upp kaupmenn eða
kaupmannastjett, sem hafi beitt auðmagni því scm ein-
okunin hefur gefið þeim í höndur, til þess að koma fram
öðrum politiskum fyrirœtlunum og er þetta vafalaust
því að þakka eða kenna, að aðalarðurinn af allri versl-
un landsmanna hefur lent í höndum útlendinga, sem
hafa skeytt litið um landið, og því síður þekkt eðaskil-
ið hverju hjer mætti koma til leiðar með peningum.
Verslunarstjettin hefur látið harla lítið bera á sjer
á alþingi, og af stjórnarinnar hálfu hefur ekki verið ann-
að teljandi gjört í þá átt, að hlynna að hinu ríkjandi
verslunarfyrirkomulagi, heldur en að neita um breyting
á því (sbr. frv. til laga um búsetu, fastra kaupmanna).
Faktoraversluninni er og þannig varið að hún get-
ur vel þróast án lagalegra hlunninda í peningalausu landi,
þar sem menn kunna hvorki að meta sínar eigin afurðir nje
heldur það sem þeir fá fyrir þær í vöruskiptunum. -
En hin allra nýjasta verslunareinokun siglir hærri vind,
og þarf að sigla svo til þess að geta komið sínu fram.
Kaupfjelagsskapurinn hefur ekki farið hægt af stað
á alþingi, enda er það nú á vitund allra sem veita at-
hygli gangi opinberra mála hjer, að hinn einasti fasti,
skipaði flokkur á fulltrúasamkomu landsins, er flokkur
kaupfjelagaforingja, sem leggja fje landsins og öll önn-
ur mál í sölurnar, til þess að efla og auka þessa um-
boðsmannaverslun, svo holl og góð sem hún er.
Þessi samheldni einstakra manna á þinginu, sem
eru bundnir með sterkum, ósýnilegum böndum á einok-
unarklafa hjá sínum eigin umboðsmönnum,- kemur ekki
beint fram með það stetnumið sem flokkurinn hefur. ---
Verslunarmálið er ekki flutt þar undir þess eigin nafni.
— Það er hin svokallaða samgangupolitík sem safnar
flokksmönnunum undir merki að nafninu til, en í raun
rjettri er það að eins þetta eina sjerstaka verslunarfyrir-
tæki, sem samgöngurnar eru stofnaðar til að efla, og
er þar leikið svo djarflega með löggjafaratkvæði alþing-
‘ is og landssjóð, að ekki þarf mikla skarpskyggni til
þess að sjá hvaðan aldan er runnin.
Þetta blað hefur nokkrum sinnum áður minnst á
öfugt hlutfall milli samgöngu- og framleiðslubóta þeirra,
er gjörðar hafa verið að opinherri tilhlutan á síðari ar-
um. En orsökin til þess hefur ekki áður verið rakin til
kaupfjelagsmennskunnar, enda er það og auðsætt að
margir af áhangendum þessarar stefnu, hafa fylgt með
vegna þess, að þeir hafa einblínt um of á hlutverk sam-
gangnanna í framförum landsins, sem er óneitanlega
mikilsvert, þó það sje ekki það einasta eða fyrsta. Það
má ennfremur telja víst að atkvæði nokkurra hafi flotið
með innan um af þeirri ástæðu, að á því hafa oltið for-
lög annara mála sem peim var annt um. En þeir »leið-
andi« menn í samgöngupolitíkinni ættfærast beinlínis til
kaupfjelagsskaparins. Þeir cru umboðsmcnn itmboðs-
mannanna á alpingi.
Að hverju stefnir sá fjelagsskapur, sem setur
annað eins fyrirtæki á stofn eins og landsskipið? — Það
er ekki auðgert að segja hve langt sá fjelagsskapur vill
fara með fje landsins, sem hellir tugum þúsunda í því-
líka endemisútgerð, á móti ráði allra sem skyn bera á
slíka hluti, án þess að hrekja eitt einasta af þeim rök-
um er komu fram á móti tillögunni frá ýmsum hyggn-
ari þingmönnum, og án þess að geta eiginlega fært
nokkra heyrilega ástæðu fyrir því kappi, sem lagt var
á að hamra þetta gegnum þingið.
Kaupfjelögin og erindrekar þeirra geta haft not af
landsjóðnum til fleira heldur en eimskipaútgerðar.
Setjum til dæmis svo að kaupfjelagsskapurinn eigi sjer
öflugasta formælendur í einhverju afskekktu hjeraði, þar
sem lítið er um brýr og vegþ af þeirri einföldu ástæðu
að þar er lítið sem ekkert til að flytja fram eða aptur,
milli manna, að kaupstaðnum, eða frá honum, og enginn
sá arður af samgöngum að dýrar brýr eða vegir gætu
borgað sig þar. Því skyldi ekki taka fje úr landsjóði
til þess að brúa ár og fljót fyrir nokkrar sauðkindur,
er kaupfjelagarnir í þessu hjeraði kynnu að vilja koma
áleiðis á markaðinn ytra, og fyrir örfáar klyfjadrógar
með erlendu krami er þeir kynnu að fá heim aptur í
vöruskiptum ?
Það er ekkert ósennilegra að landssjóði verði varið
í hreppa- og sýsluvegi, til hlunninda fyrir einstöku kaup-
fjelög, heldur en að þessi sjóður skuli vera látin kosta
erindislausar glæfraferðir landskipsins inn á smáhafnir
kringum land, þegar ekkert gagn og engin þörf er á eim-
skipsferðum, nema ef vera skyldi til þess að bera brjct
á milli »samgöngumannanna« og erindreka þeirra í út-
löndum. (Mcira.)