Dagskrá

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagskrá - 11.12.1896, Qupperneq 2

Dagskrá - 11.12.1896, Qupperneq 2
Jarðarför Dr. Gríms Thomsens fór -fram í gær að I?essa- stöðum; var þar komið mikið fjölmenni þó veður væri illt, og margir þessvegna hættu við að fara. setu annars mundugjarn- an hafa fylgt hinum góðfræga skáldaöldung til grafar. Húskveðjur hjeldu þcir lektor Þórhallur Bjarnason og próf. Einar Friðgeirsson á Borg, en í kirkjunni talaði síra Jens Páls- son. — Grafminningarkvæði eptir síra Valdemar Briem er tek- ið hjer upp: Stuðiabjörgin fornu falla — fallið hefur margt i ár; hrapað björg ár hömrum fjalla, - hrunið margur tindur hár. — Hjer varð meira en hjeraðsbrestur, hjer er tindur fallinn mestur. Höfuðsmaður hneig að velli höfuðsmanna í frægum stað. Hraustur stóðst hann ásókn elli, eigi gaf sig hót við það. Ern var hann í clli og glaður andans sannur höfuðsmaður. Títt var glatt í öðiings inni, ýmsir gestir sóttu’ hann heim víðsvegar úr veröldinni, vel hann tók á móti þeim. Hjcr var glaðvært höfðingssetur, hvergi menn sjer undu betur. Sónar-vín úr Suðurlöndum sínum gestum veitti hann; var það yndi vegfaröndum vel að teyga drykkinn þann. Gamla vínið gladdi rekka, gaf hann öllum hollt að drekka. Síðast bar þar gest að garði, Grímur bauð hann velkominn. Dauðinn þar að dyrum barði, Drottinn sendi’ hann þangað inn. Það, sem fyr ei ávann elli, ávann hel, — að kappinn fjelli. Nú er hljótt í hersis ranni, harpan fræga brostin er. Dapur eptir drúpir svanni, dísin góða’, er kaus hann sjer. Hnípir ekkjan harmi lostin, hjartans dýr er strengur brostinn. Það er líka önnur ekkja: íslands hnípir döpur þjóð. Eldri menn og yngri þekkja elsta skáldsins frægu Ijóð. Hann var þeirra’ ci að eins elstur, en af mörgum talinn hclstur. Þar er mcrgur, afl og andi, ekki tómt og fágað rím. Alstaðar í öllu landi allir kunna að meta Grím. Ljóðum hans þeir allir unna, utanað þau márgir kunna. Ef í blöðum komu kvæði, — kvæði stundum ljet hann þar, — spurt var um hver undir stæði, og ef Grfmur nefndur var: »Það er Grímur«; — þurfti’ ci meira, þá var hver sem vildi heyra. Og þótt nafn ei undir stæði, allir þekktu meistarann. »Gr(mur hefur gjört það kvæði, getur það ei nerna hann; það er hann og enginn annar, andinn það og kjarninn sannar«. Eitt var þó, sem að menn filndu, — enginn sleppur laus við það, — kvæðavinir illa undu að hann ljóð svo sjaldan kvað. Ekki margt hann yrkja vildi, en það mergjað vera skyldi. Við það mega allir una: Optar nýtt frá Grími’ ei sjest. Nóg er samt og margt að rnuna, munum það sem allra best. Dýran sjóð vjer eptir eigum ei vjer honum glata megum. Hann ei fága kvæðin kunni, kærði sig og lítt um það. Fægðu glysi ei hann unni, allt var traust, sem skáldið kvað. OsKpaður opt var bragur, en þó gimsteinn harla fagur. Ymsa fágun yngri tíða aldar hjelt hann spilltan sið. Táp og festu fyrri lýða felldi hann sig betur við. Fornir voru' honum firðar kærir, . ' fræðimenn og kappar mærir. Allri vantrú vorrar aldar var hann mjög svo frá snúinn. Hennar dauðans kveðjur kaldar koinust ei í hjartað inn. Trú og speki, traust og gleði tvinnað sarnan var í geði. Glaður hjer með glöðum var hann, gleymdi þó ei eldri tíð; hennar menn í hjarta bar hann, hvar sem fór hann ár og slð. Hclst með þcim hann vera vildi, við þá heldur aldrei skildi. Glatt er uppi’ í guðasölum, Grímur nú er kominn þar. Biðti hans úr Hellas-dölum hetjur, skáld og spckingar, ótal með frá öldum síðar. Odáins eru sveitir fríðar. Hómer’ og Pindar honurn fagna, Hallgrímur og Bjarni mcð. Aldrei ljóðin þeirra þagna, þar sem allra fagnar geð. Grímur tekur glaðvær undir. Glaðir erti vinafundir. Stjórnarsvarið. Lengi lætur það bíða eptir sjer blessað svarið frá dönsku stjórninni, upp á áskorun alþingis, um það, að semja nýja stjórnarskrá.

x

Dagskrá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.