Dagskrá

Issue

Dagskrá - 11.12.1896, Page 3

Dagskrá - 11.12.1896, Page 3
Það á líklega ekki að birtast fyr en þingmenn koma saman í sumar, svo þeir geti samglaðst hver öðrumyfir árangrinum af því að þeir brutu lög á sjálfum sjer, og fleygðu frumkvæðisrjetti hins svokallaða löggjafarþings fyrir fætur Dana. Það allra besta sem stjórnin gæti gjört væri að svára alls ekki Þá fengi alþingi eða rjettara sagt til- löguflokkurinn á alþingi þá öflugustu bendingu um að lesa betur ákvæðin um sitt eigið verkasvið og lofa stjórninni að hafa sitt fyrir sig. Þar næst væri þinginu hollast að fá sem fyrst stjórnarauglýsing með algerðu afsvari, - rituðu á mjúku stjórnarmáli. — Það væri svar sem hæfði hinni »algerðu uppgjöf«, ef henni væri á annað borð veitt nokkurt svar. — En líkast til vill stjórnin nota sjer þetta tækifæri ekki svo mjög til þess að ala þingið upp, heldur öllu fremur til þess að styðja sína eigin politík gegn Islandi. Það er óvíst að svarið verði gefið í frumvarpsformi — það er enda mjög ólíklegt að svo verði. Að öllum líkindum verður svarið formlega stílað gegn ávarpi því, er meiri hluti neðri deildar setti upp á móti áskoruninni til þess að draga úr óförum stjórnarbótarmálsins á þessu þingi. Stjórnin veit vel að það er brot á móti þinglög- unum að senda slíka áskorun, og enda þótt þetta laga- brot sje fremur stjórninni í vil en á móti henni, er senni- legast að stjórnin. sem í þessu máli er annar löggjafar- aðilinn, víki spurningunni hjá sjer, greiði andsvar sitt á þann hátt sem lögin gjöra ráð fyrir, og lofi þing- inu þannig að vera einu um formsafglöpin, en reyni að koma öllu sínu fram, að efninu til, fyrir það. En í hverju formi sem stjórnarsvarið verður gefið, er ekki ástæða til þess að efast um að stjórnin muni kunna að haga orðum sínum eins og stjórnhyggindi meiri hlutans á síðasta þingi gefa ástæðu til. Þau atriði sem tekin voru fram í hinni nafntoguðu þingsályktun eru þannig vaxin að stjórnin getur fullnægt innihaldi ályktunarinnar eins og pað verður að skiljast í heild sinni, með nýrri stjórnarskrá, sem er engu betri heldur en sú sem vjer nú höfum, og sem er einungis gefin til málamyndar, í því skyni að bæla niður viðleitni íslendinga til að fá stjórnarbót. Stjórnin mun eflaust nota sjer vel grunnhyggni og ósjálfstæði síðusta þingsamkomu í þessu máli. En eng- inn skyldi undrast þó raddir vektust upp á þingi til þess að ráða til samkomulags, upp á þau kjör er stjórnin kann að bjóða, þó þau svari ekki til þess sem farið hefur verið fram á í endurskoðunarfrumvarpinu, — verði kjörin að eins stíluð jafnkænlega að sinu leyti, eins og uppgjöf þingsins var einfeldningslega gjörð úr garði. IS9 Farmaðurinn. (Framh.). Hann lypti lokinu afkönnunni, saug aðsjer lyktina af þessum drykk scm mjer bauð við, og vatt uin lcið úr sjóvcthngunum sínum niður á gólfið. Þessa vetlinga hafði hann keypt fyrir þrjárkök- ur'af svartabrauði af stúlkuanga frá næsta bæ, scm kom niður að skipsbátnum daginn sem jeg lagði frá landi. Jcg horfði á ÞjÖðverjann með vetlingana og fann kaffi- þefinn leggjast fyrir brjóstið á rnjer. Jcg haföi aldrei talað orð við þennan mann, og skildi hann vcrst. af öllum skipverj- um, en jeg hafði alltaf haft ýmigust á honum frá því fyrsta er jeg sá hann. Hann leit upp sem snöggvast og horföi á mig citt augna- blik. Það sem jeg hugsaði um hann og allt hitt sem vetling- arnir og kaffilyktin minntu mig á, hefur víst skinið ttt úr aug- unum á mjer, þó jeg kynni ekki að segja honum það á hans máli. Það var eins og hann yrði fyrst forviða á því að jcg skyldi líta svo til sín. En 1 vctfangi var annar svipur kominn á hann allan og heiptin gneistraði út úr honum. Hann kleip saman augun, og lypti annari hendinni upp, svo bcygði hann sig aptur á bak, og þeytti vetlingnum vindandi blautum beint framan i andlitið á mjcr. Þetta var fyrsta sinn sem hann gcrði á hluta minn, og hafði hann þó verið öðrum skipverjum sannkölluð plága allan þann tíma sem jeg hafði verið um borð. En í sömu svipan og jcg fann til vetlinganna var jeg korninn upp af bckknum - og yfir borðið. Það hefur víst hjálpað mjer að hann hcfur nú furðað sig enn meira á því að jeg skyldi þora að rísa upp á móti honurn. Jeg beið ekki eptir því að hann áttaði sig á þessu, hcldur þreif til hans, hallaði mjer aptur og lypti honum upp af gólfinu; svo fleygði jeg honum á klofbragði cndilöng- um niður á gólfið fyrir framan rúmstokkana. Innan um öll ólætin og hávaðann af sjáfarganginum varð ó svo mikill dynkur þegar þessi mikli svoli fjell, að skipverjar rukku upp, risu á olnboga í rúmunum og rjettu höfuðin út fyrir stokkana til þess að sjá hvað um væri að vera. Þó þeir hefðu heyrt að gat væri komið á skipið, held jeg ekki að þeir hcfðu undrast meira heldur en að sjá Þjóðvcrj- ann liggja á gólfinu og mig standauppi yfir honum. En upp frá þessari stundu var viomót þeirra við mig allt annað en áður og þeir sneiddu hjá því að hrekkja mig cða styggja. - Jafnvel Þjóðverjinn sjálfur ljet mig hlutlausan einsogáður, en jeg sá að hann hataði mig frá þessum degi með hatri hins fallna Golíaths. Við flæktumst nokkrar vikur með þcssari skútu hingað og þangað, alltaf i landsýn. og jcg sá nú að fjöllin bera alit ann- an svip þcgar maður sjer þau utan af hafi heldur cnn þegar búið er undir þeim og j)au byrgja manni sýn til sjáfar eða lands. Hvítu faldarnir, sem klæddu þau niður fyrir brúnir voru nú svo mjallahreinar að sjá og allir kambar, rindar og tindar voru eins og þaktir með bláleitri voð. sem augað sá enga óprýði á. Það var eins og undirlcndið hyrfi inri undir fjöllin og ár og lækir urðu að cngu; en þó sáust cinstöku smá- fossar liðast eins og silfurlokkar niour eptir hlíðunum. Eptir því sem við dorguðum lcngur úti fyrir ströndunum, j eptir því varð jeg leiðari í skapi; mjer fannst stundum aðjeg yrði annaðhvort að biðja skipstjóra að setja mig á land cða að vera undir þiljum þangað til við kæmumst úr landsýn. Jeg vildi komast burt og mig langaði heim. Jcg veit ekki hvort aðrir þckkja þessa tilfinningu, cn það er víst, að jeg fann sárt til hcnnar þegar jeg horfði heim á fjöllin, og það er ekki að vita hver löngunin hefði orðið ofan á hjá mjer ef við hefðum hringsólað öllu lengur í landsýn, og cf mjer hefði gef- ist kostur á að komast aptur burt tir þeim fjelagsskap, scin jeg hafði valið mjer sjálfur frjáls og óneyddur. En loks kom sá tími að við áttum að fara burt, hvert vissi jeg ekki, en yfir sjóinn áttum við að komast. (Meira).

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.